Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022 - og tómstundaráð

Íþrótta- og tómstundaráð – starfaði til 2022

ÍÞRÓTTA- OG TÓMSTUNDARÁÐ

Ár 2002. Föstudaginn 18. október var haldinn 318. fundur íþrótta- og tómstundaráðs. Fundurinn var haldinn á Fríkirkjuvegi 11 og hófst kl. 12:10. Viðstaddir voru: Anna Kristinsdóttir formaður, Kolbeinn Óttarsson Proppé, Kjartan Magnússon og Friðjón R. Friðjónsson. Jafnframt: Gísli Árni Eggertsson aðstoðarframkvæmdastjóri, Skúli Skúlason fjármálastjóri, Steinþór Einarsson markaðsstjóri, Erlingur Þ. Jóhannsson íþróttafulltrúi og Logi Sigurfinnsson framkvæmdastjóri skíðasvæða. Fundarritari: Helga Björnsdóttir skrifstofustjóri.

Þetta gerðist:

1. Lagt fram bréf Skipulags- og byggingasviðs dags. 11. okt. sl. þar sem kynnt er deiliskipulag fyrir "Heilsuverndarreit". Vísað til framkvæmdastjóra.

Kl. 12:15 kom Ómar Einarsson framkvæmdastjóri á fundinn. Kl. 12:20 kom Reynir Ragnarsson á fundinn.

2. Lögð fram skýrsla Íþróttasambands fatlaðra um sumarbúðir sem styrktar eru af ÍTR.

3. Lagt fram bréf Knattspyrnufélagsins Þróttar dags. 9. okt. sl. varðandi Rey-Cup.

4. Lagt fram bréf verkefnisstjóra Vinnumiðlunar skólafólks dags. 6. okt. sl. ásamt skýrslu vegna ársins 2002. Samþykkt að fá verkefnisstjóra á næsta fund.

5. Lögð fram fræðsluáætlun ÍTR fyrir veturinn 2002-2003.

6. Lagt fram bréf Þroskahjálpar dags. 7. okt. sl. varðandi lengda viðveru fatlaðra nemenda í grunnskólum Reykjavíkur.

Kl. 12:30 kom Ingvar Sverrisson á fundinn.

7. Lagt fram bréf GR dags. 8. okt. sl. varðandi þátttöku stúlkna í golfi. Samþykkt að afla frekari upplýsinga um málið.

Kl. 12:45 kom Soffía Pálsdóttir æskulýðsfulltrúi á fundinn.

8. Starfs- og fjárhagsáætlun ÍTR 2003 kynnt fyrir fulltrúum ráðsins.

Kl. 12:50 vék Kolbeinn Óttarsson Proppé af fundi.

Fundi slitið kl. 13:30.

Anna Kristinsdóttir

Ingvar Sverrisson Kjartan Magnússon
Friðjón R. Friðjónsson