Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 50

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 18. nóvember, var haldinn 50. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.04. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Bjarni  Magnússon, Martin Swift, Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir og Þórhallur Aðalsteinsson. Einnig sátu fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Hörður Heiðar Guðbjörnsson sem sat fundinn með rafrænum hætti. 

Þetta gerðist:

  1. Fram fer umræða um breytingar á sánuaðstöðu í Vesturbæjarlaug. MSS22090034

  2. Umræðu um bílastæðamál og gjaldskyldu í Vesturbæ frestað. USK24040128

  3. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október, með umsagnarbeiðni um drög að ljósvistarstefnu ásamt fylgiskjali. USK190115
    Frestað. 

    Fylgigögn

  4. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 18. nóvember 2024, jafnframt lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 6. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um      tillögu á vinnslustigi - Aðalskipulag Reykjavíkur 2024 - Nærþjónustukjarni innan íbúðarbyggðar í Skerjafirði – Einarsnes. USK24020304
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  5. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Vesturbæjar, dags. 18. nóvember 2024, jafnframt lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 17. október 2024, vegna auglýsingar á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vesturbæjarlaugar, lóð nr. 54 við Hofsvallagötu. USK24080295
    Samþykkt. 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  7. Lögð fram greinargerð Foreldrafélags Melaskóla, dags. 11. september 2024 vegna Þrettándahátíðar. MSS23030157

    - Kl. 17.15 aftengist Hörður Heiðar Guðbjörnsson fjarfundarbúnaði og víkur af fundi. 

  8. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095  

    Samþykkt að veita Samfélagshúsið Aflagranda 40 í samstarfi við Guðrúnu Guðmundsdóttur styrk að upphæð kr. 150.000 vegna verkefnisins Samvera, fyrir billjard borði.

    Samþykkt að veita Hringrásarsafni Íslands styrk að upphæð kr. 199.000 vegna verkefnisins Lítið Hringrásarsafn.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17:44

Stein Olav Romslo Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir

Martin Swift Bjarni Magnússon

Þórhallur Aðalsteinsson

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Vesturbæjar 18. nóvember 2024