Íbúaráð Vesturbæjar - Fundur nr. 46

Íbúaráð Vesturbæjar

Ár 2024, mánudagurinn, 27. maí, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Vesturbæjar. Fundurinn var haldinn í Hagaskóla og hófst kl. 16:08. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Stein Olav Romslo, Magnea Guðrún Gunnarsdóttir, Martin Swift, Halldór Bachmann og Kjartan Magnússon. Einnig sat fundinn eftirfarandi starfsmaður: Hörður Heiðarsson.
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun 2025 - 2028. MSS24040187
    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs Vesturbæjar í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðsins að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.

    Íbúaráð Vesturbæjar leggur fram svohljóðandi bókun:

    Íbúaráði Vesturbæjar þykir upplýsingar tengdar fjárfestingar- og viðhaldsáætlun vera óaðgengilegar og illa nothæfar. Þær eru of almennar og það vantar ítarlegar upplýsingar, s.s. skiptingu verkefna milli hverfa. Stærstu kostnaðarliðir eru yfirheiti yfir mörg verkefni þvert á borgarhluta og því erfitt fyrir íbúaráðið að meta hvaða verkefni eiga við í Vesturbænum eða í öðrum hverfum, kostnað þeirra og einnig að meta þá hverju væri hægt að fresta eða fella niður.

    Fylgigögn

  2. Kynningu um flugumferð í Vesturbæ, er frestað. MSS24040046 

  3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  4. Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar auglýsingu dags. 21. maí 2024, um Borgaraþing þann 8. júní nk. MSS24050127

    -    Kl. 17.16 víkur Hörður Heiðarsson af fundinum. 

    Fylgigögn

  5. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095

    Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið 17. Júní Hátíð í Vesturbæ, að upphæð kr. 350.000,- 
    Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Götusumarhátíð Víðimels að upphæð kr. 85.000,- 
    Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Myndlistasýning í Vesturbæjarlaug að upphæð kr. 105.000,- 
    Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Sumarsirkus að upphæð kr. 200.000,- 
    Samþykkt að veita styrk fyrir verkefnið Vinnustofa í blöðrudýragerð að upphæð kr. 90.000,- 
    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

  6. Lögð fram greinargerð dags. 19. apríl 2024 fyrir verkefnið 17. júní í Skerjafirði vegna styrks úr Hverfissjóði Reykjavíkurborgar. MSS23100093

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

Fundi slitið kl. 18:00

Stein Olav Romslo Halldór Bachmann

Martin Swift Magnea Guðrún Gunnarsdóttir

Kjartan Magnússon

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð Vesturbæjar frá 27. maí 2024