Íbúaráð Miðborgar og Hlíða - Fundur nr. 55

Íbúaráð Miðborgar og Hlíða

Ár 2024, mánudaginn, 26. nóvember, var haldinn 55. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Geir Finnsson, Hanna Björk Valsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Sandra Hlíf Ocares. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.  

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, þar sem tilkynnt er að borgarstjórn hafi á fundi sínum 19. nóvember 2024, samþykkt að Sandra Hlíf Ocares taki sæti í íbúaráði Miðborgar og Hlíða í stað Helgu Margrétar Marzellíusardóttur. MSS22060062

    Fylgigögn

  2. Fram fer kynning á verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 varðandi skilgreiningu landnotkunarheimild við Hringbraut. USK24100121

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Kl. 16.35 tekur Atli Thorstensen sæti á fundinum. 
    Kl. 16.43 tekur Hörður Heiðar Guðbjörnsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 20. nóvember 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040, Borgarlína 1. lota – Ártún-Fossvogsbrú. USK24080320
    Frestað.

    Haraldur Sigurðsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram tölvubréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 7. nóvember, þar sem fram kemur að umhverfis- og skipulagsráðs hafi vísað tillögu íbúaráðs Miðborgar og Hlíða um aukna lýsingu í Hljómskálagarðinum til mats og meðferðar umhverfis- og skipulagssviðs, skrifstofu borgarlandsins. MSS24090114

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um aðgang barna og ungmenna að grænum svæðum og útivistarsvæðum í borgarhlutunum. MSS24110144

  6. Lagt fram bréf Umhverfisstofnunar, dags. 30. október 2024 - Fossvogsbakkar - Háubakkar - Laugarás - Stjórnar og verndaráætlun. MSS24110130

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um fundartíma ráðsins í desember. MSS22090031
    Samþykkt að næsti fundur fari fram 16. desember. 

  8. Lögð fram svohljóðandi tillaga fulltrúa foreldrafélaga í miðborg, dags. 28. nóvember 2024:

    Lagt er til að íbúaráð Miðborgar- og Hlíða samþykki að beina því til menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs að endurskoða opnunartíma Sundhallarinnar og færa opnunartíma um helgar aftur til 22.00. MSS24110182

    Greinargerð fylgir tillögunni. 
    Samþykkt.
    Vísað til menningar,- íþrótta- og tómstundaráðs.

    Fylgigögn

  9. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

  10. Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095  

    Samþykkt að veita Ingibjörg Ösp Óttarsdóttir styrk að upphæð kr. 200.000 til að framkvæma verkefnið Frískápur við Háteigskirkju.

    Samþykkt að veita Margrét Zophoníasdóttir styrk að upphæð kr. 50.000 til að framkvæma verkefnið Myndlist fyrir alla fyrir efniskostnaði.

    Öðrum umsóknum hafnað.

    Fulltrúi íbúasamtaka Miðborgar og víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Guðjóns Óskarssonar/ÍMR.

    Fulltrúi foreldrafélaga í Hlíðum víkur af fundi við afgreiðslu umsóknar Foreldrafélags Háteigsskóla.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.  

    - Kl. 18.19 víkur Sigfús Ómar Höskuldsson af fundi. 

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18.25

Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson

Sandra Hlíf Ocares Sigrún Tryggvadóttir

Hanna Björk Valsdóttir Atli Thorstensen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 28. nóvember 2024