Íbúaráð Miðborgar og Hlíða
Ár 2024, mánudaginn, 16. september, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Miðborgar og Hlíða. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur, Tjarnarbúð og hófst kl. 16.31. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Pétur Marteinn Urbancic Tómasson, Hanna Björk Valsdóttir, Sigfús Ómar Höskuldsson og Sigrún Tryggvadóttir. Eftirtaldir fulltrúar í íbúaráði Miðborgar og Hlíða tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Geir Finnsson og Sandra Hlíf Ocares. Einnig sat fundinn Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Miðborgar og Hlíða, dags. 16. september 2024, um tillögu um bann við lagningu ökutækja í Norðurmýri, einnig lögð fram að nýju umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 28. júní um tillögu um bann við lagningu ökutækja í Norðurmýri, sbr. 2. liður fundargerðar ráðsins frá 29. ágúst 2024. USK24010001
Samþykkt.- Kl. 16.33 tekur Sigþrúður Erla Arnardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. ágúst 2024 um samþykkt á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.2. Hlíðarhverfi. SN150531
Fylgigögn
-
Lagt fram afgreiðslubréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. ágúst 2024 um samþykkt á tillögu að hverfisskipulagi Hlíða, hverfi 3.1. Háteigshverfi. SN150530
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 3. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um tillögu að breytingu á deiliskipulagi Borgartúnsreitur vestur - Borgartún 1 og 3 og Guðrúnartún 4. USK23110063
Frestað.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. júlí 2024, um auglýsingu á tillögu að nýju deiliskipulagi fyrir Veðurstofureits. USK23030053
Samþykkt að fela formanni að skila umsögn í samráði við ráðið fyrir tilskilinn frest.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um umferðarljós við Eiríksgötu/Snorrabraut og Snorrabraut/Laugaveg MSS22090034
Frestað. -
Fram fer umræða um fjölgun innbrota í miðborg. MSS24090084
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur áhyggjur af því sem virðist vera aukning á innbrotum og eignaspjöllum í Miðborg. Ítrekað hafa bifreiðir verið skemmdar, reiðhjólum stolið og brotist inn í húsnæði. Auk fjárhagstjóns veldur þetta íbúum óöryggi og vanlíðan. Íbúaráðið óskar eftir því að lögreglan verði sýnilegri í Miðborginni.
-
Fram fer umræða um skort á almenningsklósettum í miðborg. MSS22090034
Samþykkt að fela formanni að leggja fram drög að tillögu á næsta fundi. -
Fram fer umræða um framkvæmdir á horni Nóatúns og Laugavegar. MSS22090034
Frestað.- 17.03 tekur Atli Thorstensen sæti á fundinum.
-
Fram fer umræða um flugeldasýningar Vals. MSS24090085
Fulltrúi íbúasamtaka þriðja hverfis, Sigfús Ómar Halldórsson, leggur fram svohljóðandi bókun:
Í Hlíðarhverfinu er öflugt íþróttafélag, íþróttafélag sem er stolt hverfisins og þó víðar væri leitað. Téð íþróttafélag hefur lagt mikla rækt við íþróttastarf byrjenda og eins stutt veglega við íþróttastarf þeirra sem komin eru á efri ár. Því kemur þar alltaf jafnmikið á óvart þegar íþróttafélagið, sem hefur unnið til margra titla síðustu ár, fagnar sínum árangri með flugeldum í hvert sinnið er bikar er í húsi. Um meðferð skotelda gilda lög og reglur. Margar fjölskyldur í nágrenni Hlíðarendasvæðisins eiga svo gæludýr en þeir sem það þekkja vita að notkun á skoteldum er eitt það versta fyrir gæludýr sé það gert í næsta nágrenni við gæludýrin, eins og mátti heyra og sjá þann 29 maí s.l. Það má því lesa nokkurn tvískinnung í því að vilja samstarf við íbúa á öðru formi en iðkun íþrótta en vekja svo íbúa upp nokkrum sinnum á ári við flugeldasýningar með engum fyrirvara eða kynningu, íbúum, börnum og gæludýrum til ama. Óskað er eftir því að fyrirsvarsfólki Vals verði grein fyrir óánægju nágranna félagsins.
-
Fram fer umræða um lýsingu við Austurbæjarskóla. MSS22090034
-
Fram fer umræða um Ævintýraborg við Vörðuskóla MSS22090034
-
Fram fer umræða um safnskóla í hverfinu. MSS22090034
-
Fram fer umræða um umferðaröryggi og hraðamælingar við Barónsstíg. MSS23020133
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða hefur áhyggjur af þungri umferð og hraðakstri á Barónsstíg. Sérstaklega með tilliti til þess að aukin rútuumferð fer nú um Barónsstíginn og Strætó ekur þar reglulega yfir löglegum hraða. Eins er verið að byggja leikskóla á horni Egilsgötu og Barónsstígs sem eflaust mun hafa áhrif á umferð um Barónsstíg, bæði gangandi, hjólandi og akandi vegfaranda. Nú þegar er grunnskólinn Austurbæjarskóli staðsettur við Barónsstíginn og gangandi börn þurfa að fara um Barónsstíginn til að komast í skólann. Íbúaráðið óskar eftir því að gerðar verði hraðamælingar á Barónsstíg til að kortleggja vandann
-
Fram fer umræða um framkvæmdir á Sundhöllinni og endurhönnun sundlaugabakka. MSS22090034
-
Fram fer umræða um leikskóla á Njálsgöturóló. MSS22090034
-
Fram fer umræða um fjölgun betlandi fólks í miðborg. MSS24090086
Fulltrúi Samfylkingar, Viðreisnar, Sjálfstæðisflokks, foreldrafélaga og fulltrúi íbúasamtaka Miðborgar Sigrún Tryggvadóttir leggja fram svohljóðandi bókun:
Íbúar miðborgar hafa orðið á síðastliðnum mánuðum varir við aukið betl útá götum í miðbænum. Íbúaráð hefur áhyggjur af þessari aukningu, sem gæti verið í tengslum við skipulagða glæpastarfsemi, og skorar á lögregluna til að grípa til þeirra úrræða sem þeim er heimilt.
-
Fram fer umræða um umgengni eftir hátíðir í miðborg. MSS22090034
-
Fram fer umræða um lýsingu í Hljómskálagarðinum. MSS22090034
-
Fram fer umræða um þveranir á Klambratúni. MSS22090034
Frestað. -
Fram fer umræða um sótmælingar vegna Reykjavíkurflugvallar á Hlíðarenda. MSS22090034
Frestað. -
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Óskað er upplýsinga um hvort hægt sé að koma á bráðabirgðalýsingu á körfuboltavelli við Austurbæjarskóla þangað til skólalóð verður endurgerð árið 2025? MSS24090080
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar umhverfis- og skipulagssviðs.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um endurhönnun sundlaugarbakka Sundhallarinnar. MSS24090081
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar menningar- og íþróttasviðs.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Er Ævintýraborg við Vörðuskóla markaður tiltekinn tími eða er um varanlega ráðstöfun að ræða? MSS24090082
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.Fylgigögn
-
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða leggur fram svohljóðandi fyrirspurn:
Íbúaráð Miðborgar og Hlíða óskar eftir upplýsingum um hvort ákvörðun hafi verið tekin um framtíðarskipan skóla- og frístundamála í Miðborg og Hlíðum. Ef ekki, liggur fyrir tímalína um hvenær ákvörðun verður tekin? MSS24090083
Greinargerð fylgir fyrirspurninni.
Vísað til umsagnar skóla- og frístundasviðs.
Fundi slitið kl. 18.36
Pétur Marteinn Urbancic Tómasson Geir Finnsson
Sandra Hlíf Ocares Sigfús Ómar Höskuldsson
Sigrún Tryggvadóttir Hanna Björk Valsdóttir
Atli Thorstensen
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Miðborgar og Hlíða 16. september 2024