Íbúaráð Laugardals - Fundur nr. 46

Íbúaráð Laugardals

Ár 2024, mánudagurinn, 13. maí, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Laugardals. Fundurinn var haldinn í Laugardalslaug og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Atli Stefán Yngvason, Þorleifur Örn Gunnarsson, Andrea Sigurðardóttir, Grétar Már Axelsson, Harpa Fönn Sigurjónsdóttir og Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir. Fundinn sat Arna Hrönn Aradóttir. Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð. 

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldsáætlun. MSS24040187 

    Samþykkt að fela formanni í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Laugardals að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að drög að umsögn íbúaráðs Laugardals dags. 13. maí 2024, um tillögu íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis um lækkun hámarkshraða á Suðurlandsbraut. MSS23090113 

    Samþykkt. 

    -    Kl. 16.50 tekur Árni Jónsson sæti á fundinum. 

    Fylgigögn

  3. Lögð fram auglýsing umhverfis-og skipulagsviðs dags. 8. apríl 2024, á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vogabyggðar 3. USK24030035 

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar dags. 23. apríl 2024, um breytingu á kjörstað við forsetakosningar 2024. MSS23050177  

    Fylgigögn

  5. Lögð fram auglýsing skógræktarfélags Reykjavíkur um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013 

    Fylgigögn

  6. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034 

  7. Lagðar fram styrkumsóknir til hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS24030095

    Samþykkt að veita verkefninu Afmælishátíð Laugó 20 ára, styrk að upphæð kr.150.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Laugarnes á ljúfum nótum , styrk að upphæð kr.100.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Sumarsirkus, styrk að upphæð kr.100.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Útimarkaður íbúasamtaka Laugardals, styrk að upphæð kr.300.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Vorhátíð Laugarnesskóla, styrk að upphæð kr.150.000,-

    Samþykkt að veita verkefninu Gleðiganga skólanna í Laugardalnum, styrk að upphæð kr.120.000,-

    Öðrum styrkumsóknum er hafnað.

    Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.

    -    Kl. 18.28 víkur Andrea Sigurðardóttir af fundinum.  

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 18.33

Atli Stefán Yngvason Þorleifur Örn Gunnarsson

Harpa Fönn Grétar Már Axelsson

Sigurlín Ósk Hrafnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Laugardals frá 13. maí 2024