No translated content text
Íbúaráð Kjalarness
Ár 2024, fimmtudagurinn, 12. september, var haldinn 50. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Ellen Calmon, Sigrún Jóhannsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Þorkell Sigurlaugsson. Fundinn sátu einnig Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð og Ragnar Harðarson.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 18. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – Kjalarnes og dreifbýl svæði. USK24060309
Samþykkt að gera ekki athugasemdir.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 18. júlí 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um verklýsingu vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – Álfsnes, Esjumelar. USK24060310
Samþykkt að gera ekki athugasemdirFylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 29. ágúst 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um skipulagslýsingu vegna gerð nýs deiliskipulags fyrir syðri hluta jarðarinnar Hrafnhóla á Kjalarnesi. USK24030113
Samþykkt að gera ekki athugasemdir.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 12. júní 2024, um niðurstöður að loknu kynningarferli vegna breytinga á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – skotæfingasvæði á Álfsnesi. USK23030130
Fylgigögn
-
Lagt fram erindi íbúa á Kjalarnesi, dags. 1. júní 2024, varðandi Félagsstarf 60 ára og eldri á Kjalarnesi. MSS24010072
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Íbúaráðið leggur áherslu á að starfinu sé haldið áfram og að fjármagn sé tryggt til frambúðar enda mikilvægt lýðheilsumál. Velferðarsvið og menningar- og íþróttasvið eru hvött til að tryggja þessa starfsemi til frambúðar. Reynslan sýnir að verkefnið er vel sótt og hefur jákvæð áhrif á samfélagið á Kjalarnesi.
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Kjalarness – haust 2024. MSS22080127
Frestað.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um útfærslu á GaGa velli á skólalóð í tengslum við Hverfið mitt.
Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:
Í ljós hefur komið að útfærsla á GaGa velli á skólalóð Klébergsskóla hefur ekki verið unnin í samráði við skjólastjórnendur Klébergsskóla. Samtal er hafið á milli skólastjórnenda og forsvarsmanna Hverfið mitt og er það von íbúaráðsins að málið verði leyst í sátt allra aðila án þess að gengið sé á önnur leiksvæði á skólalóðinni.
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Önnu Lyck Filbert, dags. 1. september 2024, vegna verkefnisins Sumarblóm við Klébergslaug. MSS24030095
Fundi slitið kl. 17:20.
Ellen Jacqueline Calmon Sigrún Jóhannsdóttir
Þorkell Sigurlaugsson Hildur Guðbjörnsdóttir
Olga Ellen Þorsteinsdóttir Guðfinna Ármannsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness 12. september 2024