Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 49

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, þriðjudaginn, 11. júní, var haldinn 49. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.34. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Guðfinna Ármannsdóttir og Egill Þór Jónsson. Eftirtalinn fulltrúi tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Ellen J. Calmon. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Samþykkt að taka á dagskrá til framlagningar, bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags. 4. júní 2024, um samantekt íbúafundar borgarstjóra á Kjalarnesi.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram auglýsing Skógræktarfélags Reykjavíkur dags. 3. maí 2024, um Hverfistré Reykjavíkurborgar. MSS24050013

    Samþykkt að fela formanni íbúaráðs að koma auglýsingu á framfæri um Hverfistré Reykjavíkur á samfélagsmiðlasíður Kjalarness.

    Fylgigögn

  3. Lögð fram auglýsing dags. 21. maí 2024, um Borgaraþing sem fram fór 8.júní sl. MSS2405012

    Fylgigögn

  4. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. maí um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 17.30

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Egill Þór Jónsson Guðfinna Ármannsdóttir

Hildur Guðbjörnsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. júní 2024