Íbúaráð Kjalarness - Fundur nr. 47

Íbúaráð Kjalarness

Ár 2024, fimmtudagurinn, 11. apríl, var haldinn 47. fundur íbúaráðs Kjalarness. Fundurinn var haldinn í Klébergsskóla og hófst kl. 16.35. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Kristjana Þórarinsdóttir, Ellen Calmon, Guðfinna Ármannsdóttir, Hildur Guðbjörnsdóttir, Olga Ellen Þorsteinsdóttir og Egill Þór Jónsson. Fundinn sat einnig Ragnar Harðarson. Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

 1. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs dags. 20.febrúar 2024, sbr. samþykkt umhverfis- og skipulagsráðs frá 17. janúar 2024 á tillögu að breytingu á deiliskipulagi Vallár á Kjalarnesi. USK23010259

  Íbúaráð Kjalarness leggur fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráðið vill koma á framfæri kröfu íbúa að farið sé eftir stífustu kröfum um eftirlit þannig að rekstraraðilar notist við nýjustu tækni í mengunarvörnum. Þá vill ráðið einnig koma á framfæri vöntun á heildaráætlun varðandi þauleldi á Kjalarnesi. 

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 2. apríl 2024, um framlengdan umsagnarfrest um breytingu á Aðalskipulagi Reykjavíkur 2040 – skotæfingasvæðið á Álfsnesi. USK23030130

  Fylgigögn

 3. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 16.51

Kristjana Þórarinsdóttir Ellen Jacqueline Calmon

Egill Þór Jónsson Guðfinna Ármannsdóttir

Hildur Guðbjörnsdóttir Olga Ellen Þorsteinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Kjalarness frá 11. apríl 2024