Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis - Fundur nr. 50

Íbúaráð Háaleitis- og Bústaðahverfis

Ár 2024, þriðjudaginn 25. júní, var haldinn 50. fundur íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis. Fundurinn var haldinn í Norðurmiðstöð og hófst kl. 16.39. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Ivar Orri Aronsson, Bjarney Kristín Ólafsdóttir og Guðrún Elísabet Ómarsdóttir. Eftirtalinn fulltrúi í íbúaráði Háaleitis- og Bústaðahverfis tók sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Hjördís Sveinsdóttir. Fundinn sátu einnig Arna Hrönn Aradóttir og Árni Jónsson. 
Elísabet Pétursdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsgáttar dags. 13. júní 2024, vegna Safamýri – Framsvæði ný íbúabyggð nr. 0747/2024 breyting á deiliskipulagi. USK24050280
    Samþykkt að fela starfsmanni íbúaráða að óska eftir lengri umsagnarfrest eða til 1. október 2024. 

    -    Kl. 16.50 tekur Gísli Kr. Björnsson sæti á fundinum með rafrænum hætti 

    Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  2. Lögð fram umsagnarbeiðni Skipulagsgáttar dags. 13. júní 2024, vegna Borgarspítalareits nr. 0748/2024 breyting á deiliskipulagi. USK24050386 
    Samþykkt að fela starfsmanni íbúaráða að óska eftir lengri umsagnarfrest eða til 1. október 2024. 

    Sigríður Maack tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    -    Kl. 17.21 víkur Gísli Kr. Björnsson af fundinum og aftengist fjarfundarbúnaði.

    Fylgigögn

  3. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags.4. júní 2024, um skil á tillögum íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis að fjárfestingar- og viðhaldsáætlun 2025 ásamt jafnréttisskimun, sbr. samþykkt íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis frá 28. maí 2024. MSS24040187

    Fylgigögn

  4. Lögð fram umsögn íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis dags. 10. júní 2024, vegna tillögu um mótun skóla- og frístundastarfs í Laugardal til framtíðar, sbr. samþykkt íbúaráðs Háaleitis og Bústaðahverfis frá 28. maí 2024. SFS22020010

    Fylgigögn

  5. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjóra og borgarritara dags.4. júní 2024, um samantekt íbúafundar borgarstjóra í Háaleitis- og Bústaðahverfi. MSS24020072

    Fylgigögn

  6. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 28. maí 2024, um þjónustukönnun íbúa. MSS24050136 

    Fylgigögn

  7. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

    -    Kl.18.10 víkur Bjarney Kristín Ólafsdóttir af fundinum.

Fundi slitið kl. 18.22

Ívar Orri Aronsson Guðrún Elísabet Ómarsdóttir

Hjördís Sveinsdóttir

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Háaleitis- og Bústaðahverfis frá 25. júní 2024