Íbúaráð Grafarvogs
Ár 2024, mánudagurinn, 4. nóvember, var haldinn 53. fundur íbúaráðs Grafarvogs. Fundurinn var haldinn í Austurmiðstöð og hófst kl. 16.33. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Fanný Gunnarsdóttir, Árni Guðmundsson, Ingimar Þór Friðriksson, Kjartan Magnússon og Margrét Helgadóttir. Fundinn sátu einnig Ragnar Harðarson og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Fram fer umræða um umsögn íbúaráðs Grafarvogs um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Keldur og nágrenni, verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismat. USK24080321
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun:
Fyrirhugað íbúðahverfi í Keldnalandi er mikilvægasta skipulagsverkefni í Reykjavík í áratugi. Þar gefst einstakt tækifæri til að hanna eftirsóknarvert íbúðahverfi enda er svæðið fallegt og staðsetningin góð. Við skipulag hverfisins er rétt að áhersla verði lögð á að skapa þar fallegt og mannvænlegt hverfi í samræmi við þá byggðarþróun sem fyrir er í stað áherslu á ofurþéttingu og hámarksafrakstur af lóðasölu. Ofurþétting myndi hafa neikvæð áhrif á þá íbúabyggð, sem fyrir er í Grafarvogi og lífsgæði íbúa. Tryggja þarf góðar umferðartengingar allra fararmáta við Keldnahverfi sem og bifreiðastæði fyrir íbúa við hús þeirra. Óraunhæft er að ætla íbúum í hverfinu að ganga langar leiðir frá heimilum sínum að bílastæðahúsum, sem virðast eiga að koma í stað hefðbundinna stæða. Við friðlýsingu Grafarvogs er æskilegt að farið verði eftir tillögu umhverfisráðuneytisins um verndarmörk, sem felur í sér að grunnsævi, leirur og fjörur innan vogsins verði friðlýstar, auk menningarminja og skilgreinds útivistarsvæðis Grafarvogsbúa. Þá er ljóst að hverfisíþróttafélagið Fjölnir mun þurfa á auknu landrými og íþróttamannvirkjum að halda með tilkomu hins nýja hverfis.
- 16.36 tekur Erla Bára Ragnarsdóttir sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lögð fram umsögn íbúaráðs Grafarvogs, dags. 15. október 2024 um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – íbúðaruppbygging í grónum hverfum, verklýsing skipulagsgerðar. USK24080161
Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og fullrúi íbúasamtaka leggja fram svohljóðandi bókun:
Undirritaðir fulltrúar styðja ekki umsögn meirihluta ráðsins um þéttingu byggðar í hverfinu og leggjast gegn þeim hugmyndum, sem borgarstjóri hefur kynnt um málið. Mikilvægt er að frekari uppbygging í hverfinu sé ekki þvinguð fram á forsendum ofurþéttingar heldur útfærð í góðri sátt og með raunverulegu samráði við íbúa. Við allar breytingar á skipulagi Grafarvogs þarf að taka ríkt tillit til staðaranda hverfisins og hagsmuna núverandi íbúa, t.d. með því að ganga ekki á græn svæði, sem mörg eru rótgróin og ein helsta ástæða þess að fólk hefur valið hverfið til búsetu. Ljóst er að margir þeir þéttingarreitir, sem borgarstjóri hefur kynnt að séu til skoðunar í Grafarvogi, ganga gegn þessum sjónarmiðum og koma því ekki til greina. Í tillögunum er gert ráð fyrir mun meiri þéttleika byggðar en tíðkast í hverfinu. Víða, t.d. við Sóleyjarrima er gert ráð fyrir byggð með margfalt meiri þéttleika en aðliggjandi byggð. Þá er í mörgum tilvikum gert ráð fyrir alltof fáum bílastæðum en slíkt skipulag myndi óhjákvæmilega hafa áhrif á lífsgæði þeirra íbúa, sem fyrir eru, til hins verra. Samráð við Grafarvogsbúa hefur verið takmarkað í málinu og tillögurnar mætt mikilli andstöðu. Æskilegt væri því að tillögurnar yrðu dregnar til baka en þess gætt í framtíðinni að auka samráð við íbúa hverfisins varðandi viðamiklar breytingar á skipulagi.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um úttekt starfshóps íbúaráðs Grafarvogs á umferðaröryggismálum í hverfinu. MSS23100025
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. október 2024, með umsagnarbeiðni um drög að Ljósvistarstefnu Reykjavíkurborgar ásamt fylgiskjali. USK190115
Samþykkt að fela formanni í samráðið við ráðið að skila umsögn.Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Alexöndru Briem, formanns stafræns ráðs, dags. 28. október 2024 um tillögu um uppsetningu öryggismyndavéla í Grafarvogi. MSS23040029
Fylgigögn
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs – vor 2025. MSS22080127
Samþykkt.Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, ódags. vegna verkefnisins Áramót Fjölnis. MSS22040019
-
Lagðar fram til afgreiðslu umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. Þessi liður fundarins var lokaður. MSS24030095
Samþykkt að veita Skákdeild Fjölnis styrk að upphæð 100.000 kr. vegna verkefnisins Eflum skákkunnáttuna.
Samþykkt að veita Korpúlfum styrk að upphæð 300.000 kr. vegna verkefnisins Jólatónleikar Kór Korpúlfa og laun kórstjóra.
Samþykkt að veita Bjarna L. Hall styrk að upphæð 140.000 kr. vegna verkefnisins Samsöngur með heldri borgurum.
Samþykkt að veita Lauren Victoria Charnowstyrk að upphæð 116.000 kr. vegna verkefnisins Ævintýri í loftinu: Valdefling ungmenna í gegnum loftfimleika.
Öðrum umsóknum hafnað.
Fylgigögn
Fundi slitið kl. 18:40
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 4. nóvember 2024