No translated content text
Íbúaráð Grafarvogs
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 19. september 2024, þar sem fram kemur að borgarstjórn hafi á fundi sínum 17. september 2024, samþykkt að Þorkell Sigurlaugsson taki sæti varamanns í íbúaráði Grafarvogs í stað Helga Áss Grétarssonar. MSS22060058
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 19. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – Keldur og nágrenni, verklýsing skipulagsgerðar og umhverfismat. USK24080321
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Stjórn íbúasamtaka Grafarvogs harma þær hugmyndir og áætlanir sem kynntar hafa verið um uppbyggingu á Keldnalandi í Grafarvogi. Ljóst er að þéttleiki byggðar og skipulag svæðisins er ekki í neinu samræmi við nærliggjandi hverfi (Grafarvogshverfi, Grafarholt-Úlfarsárdal, Árbæjarhverfi og fl.) og greinilega gert ráð fyrir að íbúar svæðisins aðhyllist allt annan lífsstíl en hefð er fyrir í austurborg Reykjavíkur. Á það jafnt við um húsnæði, samgöngumáta, afþreyingu tómstundir og fl. þess háttar. Ekki hefur verið farið eftir óskum um friðun strandlengju Grafarvogs og Grafarlæks og að uppbygging svæðisins taki mið af þeim þáttum einnig. Íbúasamtökin fara fram á að borgarstjórn/ skipulagsyfirvöld endurskoði allar áætlanir um uppbyggingu Keldnasvæðisins og lagi þær að skipulagi nærliggjandi hverfa í meginatriðum.
- Kl.16.40 tekur Kjartan Magnússon sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf Skipulagsgáttar, dags. 5. september 2024, með umsagnarbeiðni Reykjavíkurborgar um Aðalskipulag Reykjavíkur 2040 – íbúðaruppbygging í grónum hverfum, verklýsing skipulagsgerðar. USK24080161
Samþykkt að fela formanni í samráði við ráðið að skila umsögn ráðsins fyrir tilskilinn frest.Fulltrúi íbúasamtaka og fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggja fram svohljóðandi bókun:
Stjórn Íbúasamtaka Grafarvogs harma þær þéttingatillögur í Grafarvogshverfi sem borgarstjóri kynnti lauslega í fjölmiðlum þann 26.06 sl. og eru núna loksins til sýnis og kynningar í Borgarbókasafninu í Spönginni. Ljóst að ekkert samráð hefur verið við íbúa hverfisins, íbúasamtökin eða Íbúaráð varðandi þessar þéttingahugmyndir og þær hafa vægast sagt farið illa í íbúa. Íbúasamtökin skora á borgarstjóra að draga þessar hugmyndir til baka og efla samráð við íbúa varðandi öll slík mál í framtíðinni.
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórar og borgarritara, dags. 4. júní 2024, með samantekt íbúafundar borgarstjóra í Grafarvogi. MSS24020072
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 18. september 2024, um að opið er fyrir umsóknir í Hverfissjóð Reykjavíkurborgar frá 15. september til 15. október. MSS24030095
Fylgigögn
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 25. september 2024, um breytingar á úthlutunarreglum Hverfissjóðs Reykjavíkurborgar. MSS22020161
-
Lagt fram fundadagatal íbúaráðs Grafarvogs – haust 2024. MSS22080127
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Fram fer umræða um tölvupóst formanns stafræns ráðs vegna óformlegs erindis formanns íbúaráðs Grafarvogs um uppsetningu eftirlitsmyndavéla í tengslum við Hverfið mitt.
Samþykkt að fela starfsmanni íbúaráða að leita ráðgjafar skrifstofu borgarstjórnar varðandi formlega framlagningu tölvupóstsins á næsta fundi ráðsins.Íbúaráð Grafarvogs leggur fram svohljóðandi:
Þess má geta að svarið birtist í upptöku af fundinum á Youtube-síðu Reykjavíkurborgar.
-
Lögð fram greinargerð Skákdeildar Fjölnis, dags. 17. september 2024 vegna verkefnisins Skákdeild Fjölnis 20 ára. MSS24030095
-
Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, ódags. vegna verkefnisins Vormót Fjölnis 2024. MSS24030095
-
Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, ódags vegna verkefnisins Fjölnishlaups Olís 2024. MSS24030095
-
Lögð fram greinargerð Ingibjargar Óskarsdóttur, dags. 9. september 2024 vegna verkefnisins Í rúmi og tíma, leiksýning, laun leikstjóra /Ingibjörg Óskarsdóttir.. MSS24030095
-
Lögð fram greinargerð Guðnýjar Helgu Guðmundsdóttur, dags. 4. september 2024 vegna verkefnisins Tónleikahald kórs Korpúlfa. MSS23030157
-
Lögð fram greinargerð Elisabeth Rachel Nienhuis, dags. 29. ágúst 2024 vegna verkefnisins Snákur’s Sleepover. MSS22040042
-
Lögð fram greinargerð Frjálsíþróttadeildar Fjölnis, ódags. vegna verkefnisins Áramót Fjölnis. MSS22040019
Frestað. -
Lögð fram greinargerð Knattspyrnudeildar Fjölnis, dags. 29. desemberber 2023 vegna verkefnisins Fjölgun sjálfboðaliða í bakland . MSS22040019
Frestað.
Fundi slitið kl. 18:30
Fanný Gunnarsdóttir Ingimar Þór Friðriksson
Kjartan Magnússon Árni Guðmundsson
Erla Bára Ragnarsdóttir Tómas Örn Guðlaugsson
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarvogs 7. október 2024