Íbúaráð Grafarholts og Úlfarsárdals
Ár 2024, miðvikudagurinn, 15. maí, var haldinn 43. fundur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals. Fundurinn var haldinn í Menningarmiðstöðinni í Úlfarsárdal og hófst kl. 16.03. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Guðný Maja Riba, Ellen Ellertsdóttir, Herdís Björnsdóttir, og Stefán Pálsson. Fundinn sátu einnig Trausti Jónsson og Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir sem ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
-
Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu dags. 23. apríl 2024, ásamt fylgiskjölum um aðkomu íbúaráða að fjárfestinga- og viðhaldáætlun 2024 – 2028. MSS24040187.
Samþykkt að fela formanni íbúaráðs í samráði við fulltrúa ráðsins að vinna tillögur íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals að fjárfestingar- og viðhaldsverkefnum fyrir 31. maí nk.- Kl. 16.13 taka Heiða Björk Júlíusdóttir og Björn Ingi Björnsson sæti á fundinum.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034
-
Lagðar fram umsóknir styrkja úr Hverfissjóð Reykjavíkurborgar. MSS24030095.
Samþykkt að veita verkefninu Hólmsheiðarhlaup, styrk að upphæð kr. 80.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Kveðjukvöld fyrir 10. bekk, styrk að upphæð kr. 50.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Vor/sumarhátíð, styrk að upphæð kr. 200.000,-
Samþykkt að veita verkefninu Vorhátíð Fram, styrk að upphæð kr. 220.000,-Öðrum styrkumsóknum er hafnað.
Þessi liður fundarins er lokaður með vísan til 7. gr. samþykktar fyrir íbúaráð Reykjavíkurborgar.
Fundi slitið kl. 17:03
Guðný Maja Riba Stefán Pálsson
Herdís Björnsdóttir Björn Ingi Björnsson
Ellen Ellertsdóttir Heiða Björk Júlíusdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Grafarholts og Úlfarsárdals frá 15. maí 2024