Íbúaráð Breiðholts - Fundur nr. 46

Íbúaráð Breiðholts

Ár 2024, miðvikudaginn, 6. mars, var haldinn 46. fundur íbúaráðs Breiðholts. Fundurinn var haldinn í Suðurmiðstöð og hófst kl. 16.32. Eftirtaldir fulltrúar voru viðstaddir: Sara Björg Sigurðardóttir, Ágústa Ýr Þorbergsdóttir, Frank Úlfar Michelsen, Helgi Áss Grétarsson, Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir og Þorvaldur Daníelsson. Fundinn sátu einnig Óskar Dýrmundur og Heimir Snær Guðmundsson sem ritaði fundargerð

Þetta gerðist:

 1. Lögð fram drög að umsögn íbúaráðs Breiðholts, dags. 4. mars 2024, ásamt bréfi umhverfis- og skipulagssviðs, dags. 16. febrúar 2024, með umsagnarbeiðni um tillögu um breytingu á hámarkshraða, ásamt fylgiskjölum. USK23010018
  Samþykkt.
  Fulltrúi Sjálfstæðisflokks og slembivalinn fulltrúi sitja hjá við afgreiðslu málsins. 

  Fulltrúar Samfylkingar, Framsóknar, íbúasamtaka og foreldrafélaga leggja fram svohljóðandi bókun:

  Íbúaráðið í Breiðholts fagnar innleiðingu á lækkandi umferðahraða í hverfinu enda er markmiðið að stuðla að bættu umferðaröryggi gangandi og hjólandi vegfarenda innan hverfisins en rannsóknir sýna að fylgni er á milli hraða og slysatíðni. Forgangsatriði fyrir meira öryggi vegfarenda er að draga úr hraða til að auka öryggi gangandi og hjólandi. Um Grænastekk liggur fjölfarin stofnbraut hjólreiða og mikil umferð gangandi en tæplega 7500 vegfarendur fara vikulega um hana mest 350 á dag. Ráðið hefði viljað ganga lengra og hafa 30 km hraða út að Stekkjabakka, í stað 40km eins og tillaga umhverfis- og skipulagssvið gengur út á. í ljósi þess hversu fjölfarin leið þetta er vill ráðið láta meta hvort sé þörf á enn frekari úrbótum um eða við þverunina sem tryggir sýnileika og öryggi þeirra sem þarna fara um enn betur.

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokks leggur fram svohljóðandi bókun:

  Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í íbúaráði Breiðholts telur ástæðu til að endurskoða leyfilegan hámarkshraða vélknúinna ökutækja á þeim hluta Grænastekks sem umsagnarbeiðni umhverfis- og skipulagssviðs laut að. Undirbúningur málsins hefði mátt vera heppilegri þar eð það var ekki fyrr en rétt fyrir fundinn í dag sem fullnægjandi upplýsingar lágu fyrir svo hægt væri að taka upplýsta afstöðu til umsagnarbeiðninnar. Fallast má á að við ákvörðun um áðurnefndan leyfilegan hámarkshraði eigi að taka ríkt tillit til hagsmuna gangandi vegfarenda, sem og hljóðreiðafólks, ásamt því að aðstæður við þverunina á þessum hluta Grænastekks séu færðar til betri vegar, svo sem með tilliti til lýsingar.   
   

  Fylgigögn

 2. Lagt fram bréf mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu, dags. 5. febrúar 2024, um verkhönnun verkefna fyrir Hverfið mitt í Breiðholti. MSS22020075

  Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Þakkar íbúaráðið fyrir kynninguna á þeim verkefnum sem kosin voru haustið 2023 í gegnum Hverfið mitt og hlakkar til að sjá þau komast til framkvæmda næstu misserin. Hverfið mitt verkefnið sýnir mikilvægi þess að kalla eftir hugmyndum úr grasrót hverfanna einmitt til að auka aðgengi að sameiginlegum gæðum eins og fleiri og hærri bekkjum sem sérstaklega eru hugsaðir fyrir eldra fólk þannig að auðveldara sé að standa upp af þeim. Það er einmitt svona sem góð hverfi verða betri.

  Guðný Bára Jónsdóttir og Heiða Hrund Jack taka sæti á fundinum undir þessum lið. 

  Fylgigögn

 3. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 26. janúar 2024 um samþykkt verklagsreglna um fyrirspurnir og tillögur í ráðum og nefndum Reykjavíkurborgar. MSS23090170

  Fylgigögn

 4. Lagt fram bréf verkefnastjóra stýrihóps um mótun stefnu  í málefnum eldra fólks til ársins 2026, dags. 6. febrúar 2024, þar sem óskað er eftir tilnefningu tilnefningu tveggja fulltrúa á samráðsfund með framtíðarnotendum. 
  Samþykkt að tilnefna Bjarna Pálsson og Ingigerði Guðmundsdóttur.

  Íbúaráð Breiðholts leggur fram svohljóðandi bókun:

  Í gangi er heilstæð stefnumótunarvinna í málefnum eldra fólks í Reykjavík. Leitað var til íbúaráðanna um tilnefningar framtíðarnotenda þjónustunnar við vinnuna og vill íbúaráðið tilnefna Bjarna Pálsson og Ingigerði Guðmundsdóttur í vinnuna.  

  Fylgigögn

 5. Fram fer umræða um málefni hverfisins. MSS22090034

Fundi slitið kl. 17.52

Sara Björg Sigurðardóttir Þorvaldur Daníelsson

Helgi Áss Grétarsson Jóhanna Dýrunn Jónsdóttir

Ágústa Ýr Þorbergsdóttir Frank Úlfar Michelsen

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð íbúaráðs Breiðholts 6. mars 2024