Fjölmenningarráð - Fundur nr. 75

Fjölmenningarráð

Ár 2024, þriðjudaginn 26. nóvember var haldinn 75. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.04. Fundinn sátu Magnea Gná Jóhannsdóttir, Monika Gabriela Bereza, Milan Chang Gudjonsson og Mouna Nasr. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. mál sl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Helgi Áss Grétarsson. Aleksandra Kozimala ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Lagt fram bréf skrifstofu borgarstjórnar, dags. 21. nóvember 2024, um að Helgi Áss Grétarsson taki sæti í fjölmenningarráði í stað Birnu Hafstein. MSS22060054

    Fylgigögn

  2. Fram fer umræða um fund mannréttinda- og ofbeldisvarnaráðs með samráðsnefndum sem verður haldinn 28. nóvember nk. MSS23010102

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um Alþjóðlegan dag innflytjenda. MSS24110153
    Samþykkt að halda næsta fund fjölmenningarráðs þann 18. desember á alþjóðlegum degi innflytjenda.

    Fylgigögn

  4. Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi bókun:

    Fjölmenningarráð þakkar fyrir kynningu á aðgerðaráætlun gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi. Fjölmenningarráð fagnar vinnu sem nú er hafin á verklagi til að bregðast við rasisma í skóla- og frístundastarfi og vonar að innleiðing verklagsins gangi hratt fyrir sig. Öll börn og ungmenni óháð uppruna, stöðu og stétt eiga að upplifa sig velkomin í skóla- og frístundastarf Reykjavíkurborgar og því er mikilvægt að verklag til að bregðast við rasisma sé skýrt og ávallt sé unnið eftir því. Þá imprar Fjölmenningarráð á mikilvægi forvarna gegn rasisma í skóla- og frístundastarfi og hvetur skóla- og frístundaráð til að fylgja innleiðingunni vel eftir og veita þau verkfæri og þann stuðning sem þarf í innleiðinguna ásamt fjármagni sem þarf til þess að sinna forvörnum gegn rasisma.

    Saga Stephensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

    Fylgigögn

  5. Saga Stephensen tekur sæti á fundinum undir þessum lið.

  6. Fjölmenningarráð leggur fram svohljóðandi ályktun:

    Ísland er fjölmenningarsamfélag og mikilvægt er að framtíðar starfsfólk í skóla- og frístundastarfi sé undirbúið til þess að starfa með nemendum með fjölbreyttan bakgrunn. Því leggur Fjölmenningarráð Reykjavíkurborgar áherslu á aukna fræðslu um rasisma og ólíka menningarheima fyrir nema í tómstunda- og frístundafræði og kennaranámi. Öll börn og ungmenni óháð uppruna, stöðu og stétt eiga að upplifa sig velkomin í skóla- og frístundastarf og því er mikilvægt að þekking fagfólks um birtingarmyndir og viðbrögð rasisma séu til staðar sem og þekking á ólíkum menningarheimum. MSS24110179
    Samþykkt.

  7. Fram fer kynning mannréttinda- og lýðræðisskrifstofu um verkefnið Ungir leiðtogar.

    Fylgigögn

Fundi slitið kl. 16.15.

Magnea Gná Jóhannsdóttir Helgi Áss Grétarsson

Mouna Nasr Monika Gabriela Bereza

Milan Chang

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 26. nóvember 2024