Fjölmenningarráð - Fundur nr. 71

Fjölmenningarráð

Ár 2024, þriðjudaginn 30. apríl var haldinn 71. fundur fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Fundurinn var í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.15.05. Fundinn sátu Helgi Áss Grétarsson, Fanný Gunnarsdóttir, Monika Gabriela Bereza og Maria Sastre. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011: Mouna Nasr. Einnig sat eftirfarandi starfsmaður fundinn: Elísabet Pétursdóttir.

Joanna Marcinkowska ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Framlagningu á verklagsreglum fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar, er frestað.  MSS24040209

  2. Fram fer kynning á samráð um skipulagsmál í Reykjavíkurborg við fjölmenningarsamfélag.

    Ævar Harðarson tekur sæti á fundinum undir þessum lið með rafrænum hætti. MSS24040211

    Fylgigögn

  3. Fram fer umræða um þátttöku íbúa af erlendum uppruna í kosningum í ljósi forsetakosningar sem verða 1. júní nk. 

    Fulltrúi Samtaka kvenna af erlendum uppruna á Íslandi W.O.M.E..N leggur svohljóðandi bókun:

    Lýðræði er öflugt kerfi sem gerir borgarbúum kleift að taka þátt í hvernig Reykjavíkurborg er stjórnað, stuðla að gagnsæi, ábyrgð og inngildingu. Besta leiðin til að ná þessum markmiðum er í gegnum traust og fjölbreytt samfélag.

    Sigurlaug Anna Jóhannsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS24040210

    Fylgigögn

  4. Fram fer umræða um Fjölmenningarþing 2024 sem verður haldið þann 4. maí n.k.

    Guðný Bára Jónsdóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið. MSS23010211

Fundi slitið kl. 16.35

Helgi Áss Grétarsson Fanný Gunnarsdóttir

Maria Sastre Monika Gabriela Bereza

Mouna Nasr

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð fjölmenningarráðs frá 30. apríl 2024