Borgarráð
Ár 2000, þriðjudaginn 19. desember, var haldinn 4664. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 13. desember.
2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 18. desember.
3. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 15. desember.
4. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 11. desember.
5. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 11. desember.
6. Lögð fram fundargerð samstarfsnefndar um lögreglumálefni frá 14. desember.
7. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 13. desember.
8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 18. desember.
9. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 5. desember.
10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslu erinda sem borist hafa borgarráði, alls 7 mál.
11. Lagt fram bréf forstjóra SVR frá 18. þ.m. varðandi heimild til að bjóða út kaup á 25 strætisvögnum til afhendingar árin 2002-2004. Frestað.
12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar s.d. um miðlunartjarnir regnvatns í Fossvogsdal. Samþykkt.
13. Lagður fram 25. liður fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. varðandi sauðfjárhald í Viðey. Jafnframt lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs, dags. 19. þ.m. ásamt samkomulagi milli Reykjavíkurborgar og félagsins Íslensks erfðafjár varðandi málið. Samkomulagið samþykkt með 6 samhlj. atkv. Vilhjálmur Þ.Vilhjálmsson sat hjá með tilvísun til umsagnar borgarlögmanns frá 12. þ.m.
14. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. varðandi umsókn um lengdan afgreiðslutíma áfengis fyrir LA Café. Frestað.
15. Lagt fram bréf fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. varðandi lengri opnunartíma vínveitingastaða um jól og áramót. Samþykkt.
16. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 18. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingastaðinn Óðinsvé, Þórsgötu 1. Borgarráð samþykkir umsögnina.
17. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 18. þ.m. varðandi tilboð í endurnýjun tölvulagna og netbúnaðar í Ráðhúsi. Samþykkt að taka tilboði Nýherja hf.
18. Lagt fram bréf fræðslustjóra frá 18. þ.m. um ráðningu tveggja skólastjóra, sbr. tillögur fræðsluráðs s.d. til borgarráðs. Borgarstjóri lagði til að Guðlaug Sturlaugsdóttir verði ráðin að nýjum skóla í Grafarholti og að Árný Inga Pálsdóttir verði ráðin að Víkurskóla. Inga Jóna Þórðardóttir lagði til að Ragnheiður Ríkharðsdóttir verði ráðin að nýjum skóla í Grafarholti. Árný Inga Pálsdóttir hlaut 7 atkv., Guðlaug Sturlaugsdóttir hlaut 4 samhlj. atkv. og Ragnheiður Ríkharðsdóttir hlaut 3 samhlj. atkv. Árný Inga Pálsdóttir er því ráðin í stöðu skólastjóra Víkurskóla og Guðlaug Sturlaugsdóttir í stöðu skólastjóra nýs skóla í Grafarholti.
19. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m., þar sem lagt er til að Rannveig Þórisdóttir verði skráð úthlutunarhafi lóðar nr. 57 við Ólafsgeisla ásamt Benedikt Friðbjörnssyni. Samþykkt.
20. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 18. þ.m. varðandi samráðsnefnd Reykjavíkurborgar og Kópavogs um umhverfis- og skipulagsmál. Vísað til umhverfis- og heilbrigðisnefndar.
21. Lögð fram að nýju tillaga framtalsnefndar, dags. í dag, varðandi viðmiðunartölur vegna lækkunar fasteignaskatts og holræsagjalds elli- og örorkulífeyrisþega. Jafnframt lagt fram yfirlit formanns um störf nefndarinnar. Borgarráð samþykkir viðmiðanir samkvæmt tillögu framtalsnefndar.
22. Lagður fram úrskurður úrskurðarnefndar skipulags- og byggingarmála frá 30. f.m. varðandi breytingu á deiliskipulagi í Fossvogi vegna umferðartakmarkana um Áland.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að óska heimildar lögreglustjóra, sbr. ákvæði f-liðar 2. mgr. 81. gr. umferðarlaga nr. 50/1987, fyrir uppsetningu skilta um bann við innakstri á Áland, með sama hætti og lögreglustjóri hafði áður ákveðið.
Greinargerð fylgir tillögunni.
Samþykkt með 4 atkv. gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn tillögunni með vísan til fyrri afstöðu sinnar.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Jafnframt óska borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks eftir því að upplýsingar um reynslu vegna tímabundinnar lokunar Bólstaðahlíðar, sem borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu eftir í borgarráði hinn 8. febrúar s.l. að lagðar yrðu fyrir borgarráð við fyrstu hentugleika, verði lagðar fyrir borgarráð við fyrstu hentugleika.
23. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 13. þ.m. ásamt úrskurði ráðuneytisins 12. s.m. varðandi ráðningu í starf borgarminjavarðar.
24. Lagt fram bréf byggingadeildar frá 14. þ.m. varðandi viðbyggingu við Hólabrekkuskóla ásamt teikningum. Samþykkt.
25. Lagt fram bréf Halldóru Sigurdórsdóttur, Vilborgar Árnadóttur og Jórunnar Frímannsdóttur ásamt undirskriftarlistum íbúa, þar sem andmælt er áformum um flutning 7. bekkjar Laugarnesskóla í Laugalækjarskóla.
26. Lagðar fram verklagsreglur um upplýsingastefnu Reykjavíkurborgar, dags. 18. þ.m. Samþykkt.
27. Lagt fram samkomulag Kjarafélags Tæknifræðingafélags Íslands við Reykjavíkurborg o.fl. varðandi réttindi starfsmanna, dags. 27. f.m. Borgarráð samþykkir samkomulagið fyrir sitt leyti.
28. Lögð fram að nýju tillaga borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um sölu hlutabréfa Orkuveitu Reykjavíkur í Línu.Neti hf., sbr. 28. lið fundargerðar borgarráðs frá 12. þ.m. Tillagan felld með 4 atkv. gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Frá upphafi hefur D-listinn gripið hvert tækifæri til að vinna gegn framfarafyrirtækinu Línu.Neti hf. Tillaga þeirra nú um að Orkuveitan selji hlut sinn í Línu.Neti hf. er enn ein tilraunin til að koma höggi á fyrirtækið. Athygli vekur að D-listinn skuli leggja til sölu hlutabréfa einmitt nú þegar hlutabréfamarkaðurinn er í mikilli lægð og líklegt að skattgreiðendur fengju lágt verð fyrir þessa eign sína. Við stofnun Línu.Nets hf. var því lýst yfir að stefnt væri að því að setja það á markað síðari hluta árs 2001. Þær fyrirætlanir eru óbreyttar, en Orkuveita Reykjavíkur hefur þegar lækkað hlut sinn í fyrirtækinu þannig að eftir yfirstandandi hlutafjáraukningu mun hún eiga 51% í fyrirtækinu. Endurteknar árásir D-listans á Línu.Net hf. munu í engu hafa áhrif á stefnu Reykjavíkurlistans að örva samkeppni, lækka verð og bæta þjónustu á fjarskiptamarkaði í Reykjavík með tilstyrk Orkuveitu Reykjavíkur.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
R-listinn kýs að draga athyglina frá kjarna þessa máls með upphrópunum um ofsóknir í garð fyrirtækisins Línu.Nets hf. Aðalatriðið er að Reykjavíkurborg á ekki að standa að fyrirtækjarekstri sem starfar á samkeppnismarkaði. Eignarhlutur Orkuveitu Reykjavíkur er áhættufjárfesting sem algjörlega óeðlilegt er að viðskiptavinir Orkuveitunnar séu látnir borga.
29. Lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi atkvæðagreiðslu um framtíðarnýtingu Vatnsmýrar og staðsetningu Reykjavíkurflugvallar að því er varðar fyrirkomulag kosninganna og kostnað. Jafnframt lagt fram bréf skrifstofustjóra frá 18. þ.m. um greiðslur til kjörstjórna og fjölda kjörstaða og kjördeilda. Þá er lagt fram minnisblað skrifstofustjóra borgarstjórnar, tölvuráðgjafa, fulltrúa borgarstjórnar og fulltrúa skrifstofustjóra um niðurstöðu tilboða í óformlegri verðkönnun á kostnaði við rafvædda atkvæðagreiðslu, dags. í dag, ásamt tillögum til borgarráðs. Tillaga um rafræna atkvæðagreiðslu samþykkt með 4 samhlj. atkv. Borgarráð samþykkir tillögur um laun kjörstjórna o.fl.
30. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Á borgarstjórnarfundi 15. júní s.l. kvaðst borgarstjóri ætla að beita sér fyrir athugun á því með hvaða hætti hægt væri að milda þá lóða- og úthlutunarskilmála sem gilda um Fossaleyni, Gylfaflöt, Bæjarflöt og Spöngina. Reynslan hefur sýnt að miklir vankantar eru samfara svo ströngum skilyrðum fyrir verslun og þjónustu í hverfunum. Hefur borgarstjóri beitt sér fyrir endurskoðun á ofangreindum úthlutunarskilmálum?
31. Lagt fram bréf Guðlaugs Þórs Þórðarssonar frá 18. þ.m., þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá störfum í hafnarstjórn frá og með 1. janúar 2001.
32. Lagt fram bréf Eyþórs Arnalds frá 18. þ.m., þar sem hann óskar eftir að verða leystur frá störfum í fræðsluráði frá og með 1. janúar 2001.
33. Lagt fram bréf Guðrúnar Pétursdóttur frá 18. þ.m., þar sem hún tilkynnir að hún muni taka til starfa í fræðsluráði frá og með 1. janúar 2001, eftir að hafa verið í leyfi frá störfum.
34. Afgreidd 18 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 14.50.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Inga Jóna Þórðardóttir Helgi Hjörvar
Júlíus Vífill Ingvarsson Sigrún Magnúsdóttir
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn V. Óskarsdóttir