Borgarráð - Fundur nr. 4659

Ár 2000, þriðjudaginn 14. nóvember, var haldinn 4659. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson,
Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 8. nóvember.

2. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 13. nóvember.

3. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 8. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð samgöngunefndar frá 14. nóvember.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 13.
nóvember.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Sorpu frá 9. nóvember.

7. Lagðar fram fundargerðir stjórnar veitustofnana frá 24. október og
7. nóvember.

8. Lögð fram fundargerð umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 9.
nóvember.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um
afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 6 mál.

10. Lagt er til við borgarstjórn að Kolbeinn Stefánsson verði kosinn
varamaður í leikskólaráð í stað Brynjólfs Þórs Guðmundssonar sem
óskað hefur lausnar vegna breyttra aðstæðna.

11. Lagt fram bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, sbr. samþykkt
skipulags- og byggingarnefndar 1. þ.m. um stækkun Eirar,
Hlíðarhúsum 3-7.
Samþykkt.
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson vék af fundi við meðferð málsins.

12. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 2. þ.m. ásamt áliti vegna
kvörtunar Jóns Tryggva Jóhannssonar og Fjólu Kristjánsdóttur vegna
styrkveitinga til einkarekinna leikskóla.

13. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 13. þ.m. um kaup á landspildu
í Norðlingaholti, Seláslandi nr. 31 NH.
Samþykkt.

14. Lagðar fram umsagnir fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá
10. þ.m. um endurnýjun áfengisleyfa fyrir eftirtalda staði:

Veitingastofu að Mörkinni 6
Veitingastaðinn Vitabar, Bergþórugötu 21

Borgarráð samþykkir umsagnirnar.

15. Lagt fram bréf aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 13. þ.m. um
sölu á
Heiðargerði 38.
Samþykkt.

16. Lögð fram að nýju umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá
19. þ.m. um tillögu um stofnun flugöryggisnefndar.
Borgarráð samþykkir umsögnina og áréttar að flugsamgöngumál heyri
undir samgöngunefnd.

17. Lögð fram ályktun aðalfundar Sjómannafélags Reykjavíkur frá 10.
þ.m. varðandi breytingar á landnýtingu við gömlu höfnina.

18. Lagt fram bréf Vélhjólaíþróttaklúbbs VÍK um framtíðarsvæði fyrir
starfsemi klúbbsins, dags. 8. þ.m.
Vísað til Borgarskipulags og íþrótta- og tómstundaráðs.

19. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. um tilboð
í gatnagerðir og lagnir 5. áfanga Grafarholts.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Fleygtaks ehf.

20. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. um
heimild til gerðar samnings um borun könnunarhola á Nesjavöllum.
Samþykkt að ganga til samninga við Jarðboranir hf.

21. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 13. þ.m. um tilboð
í birgðahald fyrir Orkuveitu Reykjavíkur.
Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Eimskipafélags Íslands hf.

22. Lögð fram ársskýrsla Menningarmiðstöðvarinnar Gerðubergs
1999.

23. Lagt fram bréf borgarritara frá 13. þ.m. um ferli styrkumsókna
sem berast eftir að umsóknarfrestur samkvæmt auglýsingu rennur út.
Samþykkt.

24. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 6. þ.m. um kaup á
útilistaverki.
Vísað til umsagnar borgarlögmanns.

25. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Lífeyrissjóðs starfsmanna
Reykjavíkurborgar frá 7. þ.m. varðandi hlutfall endurgreiðslu á lífeyri
árið 2001.
Samþykkt.

26. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Sinfóníuhljómsveitar Íslands frá
18. september s.l., sbr. einnig bréf frá 28. f.m. um fjárstuðning vegna
hljómleikaferðar vestur um haf.
Samþykktur fjárstyrkur, kr. 1.000.000.

27. Lagt fram bréf forstöðumanns byggingadeildar og fræðslustjóra,
dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks á
fundi borgarráðs
7. þ.m. um skólamál í Laugarneshverfi.

28. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 9. f.m. ásamt umsögn
Félagsþjónustunnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn borgarlögmanns frá
16. s.m. um frumvarpið.
Borgarráð samþykkir umsögn borgarlögmanns og vekur athygli á að
umsögn Félagsþjónustunnar verður send félagsmálanefnd Alþingis.
Þá vísar borgarráð til bókunar fulltrúa Sambands íslenskra
sveitarfélaga, sbr.
fskj. 1 með skýrslu nefndar vegna tilflutnings málefna fatlaðra til
sveitarfélaga, dags. 10. október s.l.
Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi við meðferð málsins.

29. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 13. þ.m. ásamt skýrslu
starfshóps á vegum stjórnar veitustofnana um upphitun gatna og
gönguleiða, dags. í nóvember 2000.

- Kl. 13.25 vék Steinunn Valdís Óskarsdóttir af fundi og Helgi
Hjörvar tók þar sæti.

30. Lagt fram bréf stjórnar veitustofnana frá 8. þ.m., sbr. samþykkt
stjórnar veitustofnana 7. s.m. á eftirfarandi samningum Orkuveitu
Reykjavíkur og Landsvirkjunar, dags. 7. s.m.:

Viðaukasamningur um raforkuviðskipti.
Samkomulag um uppgjör rafmagnskaupa vegna afhendingar frá
Nesjavöllum.
Rafmagnssamningur aðila.
Samkomulag um flutning á rafmagni frá Korpu að Nesjavöllum.

Þá er lögð fram yfirlýsing vegna reiðuafls, dags. 7. þ.m.

Borgarráð samþykkir framangreinda samninga ásamt yfirlýsingu fyrir
sitt leyti.

31. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 26. f.m., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs
25. s.m. um framtíð Húsnæðisskrifstofu.
Frestað.

32. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs
8. s.m. um verklagsreglur um meðferð fjármuna notenda
heimaþjónustu.
Samþykkt.

33. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 9. þ.m., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs
8. s.m. varðandi samkomulag um niðurgreiðslur og meðferð
vanskilamála vegna lengdrar viðveru í skólum.
Samþykkt.

34. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 13.
þ.m. um erindi Magnúsar Leópoldssonar um jörðina Norðurgröf á
Kjalarnesi. Lagt er til að jörðin verði leyst undan óðalsákvæðum og
að borgarráð neyti forkaupsréttar.
Samþykkt.

35. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 13. þ.m. varðandi heimild til
Golfklúbbs Reykjavíkur til uppsetningar auglýsingaskiltis við
Vesturlandsveg.
Frestað.

36. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt
hafnarstjórnar s.d. um lántöku, 400 milljónir króna.
Vísað til borgarstjórnar.

37. Lagt fram bréf hafnarstjóra frá 13. þ.m., sbr. samþykkt
hafnarstjórnar s.d. um gerð samninga og skilmála vegna kaupa
borgarsjóðs á Faxaskála.

38. Borgarráð samþykkir að leyfisgjald fyrir matsöluvagna, utan
miðborgar, verði óbreytt árið 2001.

39. Svohljóðandi tillögum vísað til borgarstjórnar:

1. Á árinu 2001 skal hlutfall fasteignaskatts, skv. a-lið 3.gr. laga um
tekjustofna sveitarfélaga nr. 4/1995, vera 0,375%.

2. Á árinu 2001 skal hlutfall fasteignaskatts skv. b-lið 3. mgr. 3. gr.
laga nr. 4/1995 um tekjustofna sveitarfélaga, með síðari breytingum,
vera 1,32% að viðbættri hækkun um 25%, sbr. heimild í 4. mgr. sömu
greinar (1,65%).

3. Lóðaleiga fyrir íbúðarhúsalóðir skal á árinu 2001 vera 0,145% af
fasteignamatsverði.

4. Leiga fyrir verslunar- og iðnaðarlóðir skal á árinu 2001 vera 1,0%
af fasteignamatsverði.

Borgarstjórn samþykkir að gefa greiðendum fasteignagjalda kost á að
gera skil á fasteignagjöldum ársins 2001 með sex jöfnum greiðslum á
gjalddögum
1. febrúar, 1. mars, 1. apríl, 1. maí, 1. júní og 1. ágúst. Fjármáladeild
er heimilt að víkja frá ákvæðum um gjalddaga ef fjárhæð gjalda er
undir
kr. 10.000 og/eða gjaldendur óska eftir að greiða gjöldin með
eingreiðslu í maí.

40. Svohljóðandi tillögu vísað til borgarstjórnar:

Borgarstjórn Reykjavíkur samþykkir að álagningarstuðull útsvars verði
12.70% á tekjur manna á árinu 2001 með vísan til laga nr. 4/1995 um
tekjustofna sveitarfélaga með síðari breytingu, sbr. einnig framkomið
frumvarp á Alþingi um breytingu á 23. grein laganna um
álagningarstuðul útsvars.

Fyrirvari er gerður um samþykki á framkomnu frumvarpi.

41. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi ályktunartillögu:

Borgarráð Reykjavíkur fagnar því að loksins skuli hafa fengist
viðurkenning ríkisins á þeirri staðreynd að verulega hefur hallað á
sveitarfélögin í fjármálalegum samskiptum þeirra við ríkið á
undanförnum árum og að tekjustofnar þeirra hafa ekki verið í
samræmi við lögskyld og aðkallandi verkefni. Það var mat fulltrúa
sveitarfélaganna í hinni svokölluðu tekjustofnanefnd að tekjuþörf
sveitarfélaganna vegna aukinna verkefna og ákvarðana ríkisvaldsins í
skattamálum væri um 6-7 milljarðar á ári. Þrátt fyrir að þessi
leiðrétting á tekjuskiptingu ríkis og sveitarfélaga hafi ekki náðst fram
telur borgarráð engu að síður að nefndin hafi náð mikilvægum áfanga
varðandi endurskoðun á tekjustofnum sveitarfélaga sem mun skila
sveitarfélögunum á landinu um 2.500 mkr. tekjuauka á næsta ári og
um 3.750 mkr. á árinu 2002 komi tillögur hennar að fullu til
framkvæmda. Engu að síður hlýtur borgarráð að gera alvarlegar
athugasemdir við að samfara auknum heimildum sveitarfélaga til að
hækka útsvar um 0.99% á næstu tveimur árum skuli ríkið ekki hafa
áform um að lækka tekjuskattinn nema um 0.33% á næsta ári eða
sem nemur 1.250 mkr. Tillögurnar munu því hafa í för með sér
almenna skattahækkun sem mun bitna harðast á íbúum
höfuðborgarsvæðisins.
Það er óviðunandi að leiðréttingu á óréttlátri tekjuskiptingu ríkis og
sveitarfélaga skuli með þessum hætti velt yfir á íbúa sveitarfélaganna -
jafnvel undir því yfirskini að það sé við sveitarfélögin að sakast.
Borgarráð skorar því á Alþingi að lækka tekjuskatt ríkisins á næstu
tveimur árum til jafns við auknar heimildir sveitarfélaga til hækkunar
útsvars eða um 0.99%.

Vísað til borgarstjórnar.

42. Lagðar fram eftirtaldar starfsáætlanir fyrir árið 2001 ásamt
tillögum sem þeim fylgja, sbr. tilvitnuð bréf forstöðumanna:

I. Stjórn borgarinnar, starfsáætlun Ráðhúss Reykjavíkur
Starfsáætlun jafnréttismála
Íþrótta- og tómstundaráð
Viðhald samkvæmt verkáætlun, dags. í október 2000
Innkaupastofnun Reykjavíkur, dags. 27. október 2000
Reykjavíkurhöfn, dags. 23. október 2000
Umhverfismál, dags. í október 2000
Miðgarður
Rekstur fasteigna, dags. í október 2000
Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, gatnamálastjóri, götur og
holræsi, dags. í nóvember 2000
Miðborgarstjórn
Trésmiðja Reykjavíkur, dags. í október 2000
Fjárhagsáætlun Félagsbústaða hf.
Vélamiðstöð
Orkuveita Reykjavíkur, dags. 2. nóvember 2000
Strætisvagnar Reykjavíkur, dags. í október 2000
Ferðaþjónusta fatlaðra, dags. í október 2000
Fræðslumál, dags. 27. október 2000
Bílastæðasjóður

Starfsáætlun Borgarendurskoðunnar, vísað er til bréfs
borgarendurskoðanda, dags. 13. nóvember 2000, um tillögur til
breytinga.

Starfsáætlun menningarmála, vísað er til bréfs menningarmálastjóra,
dags. 28. október 2000, um tillögur til breytinga.

Borgarverkfræðingurinn í Reykjavík, gatnamálastjóri, hreinsunardeild,
vísað er til bréfs gatnamálastjóra, dags 13. nóvember 2000, um
tillögur til breytinga.

Borgarskipulag, vísað er til bréfs skipulagsstjóra, dags. 13. nóvember
2000, um tillögur til breytinga.

Starfsáætlun skipulags og byggingamála, dags í október 2000. Vísað
er til bréfa borgarverkfræðings, dags 13. nóvember 2000, um tillögur
til breytinga.

Starfsáætlun Heilbrigðiseftirlits Reykjavíkur, dags. í október. Vísað er
til bréfs skrifstofustjóra Heilbrigðiseftirlitsins, dags. 23. október 2000.

II. Lögð fram starfsáætlun Félagsþjónustunnar í Reykjavík. Vísað er til
bréfs félagsmálastjóra, dags. 27. október 2000, sbr. svohljóðandi
tillögur:

a) Lagt er til að tímagjald í heimaþjónustu verði 230 kr. í stað 200 kr.
nú.
b) Lagt er til að þjónustugjöld í íbúðum aldraðra verði hækkuð þannig
að gjöld einstaklinga í Seljahlíð og á Dalbraut verði 12.500 kr. í stað
12.023 kr. nú, gjöld hjóna í Seljahlíð og á Dalbraut verði 14.300 kr. í
stað 13.715 kr. nú, þjónustugjöld í Lönguhlíð, Furugerði og á
Norðurbrún verði 6.800 kr. í stað 6.500 kr. nú og þjónustugjöld á
Lindargötu verði 5.600 kr. í stað 5.400 nú kr.
c) Lagt er til að innritunargjald í opið félagsstarf verði 500 kr. í stað
400 kr. nú.
d) Lagt er til að verði á matar- og kaffiveitingum verði breytt þannig
að fæðiskostnaður verði 400 kr. í stað 380 kr. nú fyrir þá sem eru í
föstu fæði, verð í lausasölu verði 420 kr. í stað 400 kr. nú. Einnig er
lagt til að verð á kaffi verði 80 kr. í stað 75 kr. nú.
e) Lagt er til að verð fyrir akstur með heimsendan mat verði 120 kr. í
stað 115 kr. nú.
f) Lagt er til að viðmiðunarupphæð fjárhagsaðstoðar verði breytt
þannig að fyrir einstakling þá verði hún 62.421 kr. í stað 60.136 kr.
nú og fyrir hjón 112.354 kr. í stað 108.241 kr. nú.
g) Lagt er til að tekin verði upp sérstök gjaldskrá fyrir mat,
kaffiveitingar og námskeið, fyrir aðra en lífeyrisþega, öryrkja,
atvinnulausa og fjárhagsaðstoðarþega.

Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

III. Lögð fram starfsáætlun Leikskóla Reykjavíkur. Vísað er til bréfs
forstöðumanns sbr. svohljóðandi tillögur:

a) Lagt er til að gjaldskrá Leikskóla Reykjavíkur verði hækkuð um
3,5% frá 1. janúar n.k.
b) Lagt er til að einstakt gjald á gæsluleikvöllum verði 150 kr. í stað
100 kr. nú og gjald fyrir 25 miða kort verði 2.500 kr. í stað
1.500 kr. nú.

Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

Framlögðum starfsáætlunum vísað til borgarstjórnar.

Afgreiddum tillögum vísað til meðferðar við gerð frumvarps að
fjárhagsáætlun.

43. Lagt fram frumvarp að fjárhagsáætlun 2001 ásamt greinargerð.

Fundi slitið kl. 14.55.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Hjörvar
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Hrannar Björn Arnarsson