Borgarráð - Fundur nr. 4658

Borgarráð

Ár 2000, þriðjudaginn 7. nóvember, var haldinn 4658. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal. Þetta gerðist: 1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 1. nóvember.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 30. október.

3. Lögð fram fundargerð íþrótta- og tómstundaráðs frá 3. nóvember.

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 31. október.

5. Lögð fram fundargerð menningarmálanefndar frá 1. nóvember.

6. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 30. október.

7. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 2. nóvember.

8. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 1. nóvember.

9. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 6. nóvember.

10. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um afgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

11. Rætt um gerð skýrslu um verklegar framkvæmdir og að hún verði lögð fram á fyrra fundi borgarstjórnar í desember n.k.

12. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 1. s.m. um breytingu á aðalskipulagi Sólvallagötureits og auglýsingu þar um. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 1. s.m. varðandi stöðvunarskyldu á Veiðimannaveg gagnvart Straumi. Samþykkt.

14. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 6. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 1. s.m. um stöðubann á Tryggvagötu að hluta. Samþykkt.

15. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 1. s.m. varðandi gerð gatnamóta Víkurvegar og Reynivatnsvegar, breytingu aðalskipulags og auglýsingu þar um. Samþykkt.

16. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 29. júní 1999 um einstefnu á Bárugötu að hluta til austurs. Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og byggingarnefndar 1. s.m. um auglýsingu deiliskipulags og skilmála austurhluta Grafarholts. Samþykkt.

18. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í kaup á rafskautskatli fyrir Þvottahúsið Fönn. Samþykkt að taka tilboði Varmaverks ehf.

19. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi tilboð í framlengingu Krókháls, gatnagerð og lagnir. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Háfells ehf.

20. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 6. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar s.d. varðandi gerð samnings um borun á þremur rannsóknarholum. Samþykkt að ganga til samninga við Jarðboranir hf.

21. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 3. þ.m. um bætur til húsnæðisnefndar vegna galla sem fram hefur komið á húsi nr. 42 við Háberg. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 6. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar 1. s.m. um breytingar á rekstri Viðeyjar og umsjón. Samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í menningarmálanefnd.

23. Lagt fram bréf Björgvins Björgvinssonar frá 1. þ.m. varðandi byggingarframkvæmdir að Garðsstöðum 51, sbr. bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. f.m. um afturköllun á úthlutun lóðarinnar. Frestað.

24. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 1. s.m. um breytingar á reglum um leigurétt. Samþykkt.

25. Lagt fram bréf Skógræktarfélags Reykjavíkur frá 31. f.m., þar sem óskað er eftir byggingarlóð í Fossvogsdal. Vísað til umsagnar skipulags- og byggingarnefndar og umhverfis- og heilbrigðisnefndar.

26. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 3. þ.m., sbr. umsögn félagsmálaráðs 25. f.m. um tillögu stjórnkerfisnefndar um athugun á meðferð útsvarsmála.

27. Lögð fram umsögn aðstoðarmanns borgarlögmanns frá 19. þ.m. um erindi Guðbrands Jónssonar frá 24. ágúst s.l. varðandi stofnun flugöryggisnefndar. Frestað.

28. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 6. þ.m., þar sem lagt er til að Bygg Ben ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóð nr. 1 við Helgugrund. Samþykkt.

29. Lögð fram umsögn skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 31. f.m. um erindi eigenda bílageymslu að Frostafold 133A, dags. 1. júlí s.l., varðandi álögð gatnagerðar- og byggingarleyfisgjöld. Borgarráð samþykkir umsögnina og lækka gjöldin því eins og lagt er til.

30. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 7. þ.m. varðandi breytingu á ráðstöfun styrks til ÍT-ferða. Samþykkt.

31. Lagt fram bréf borgarverkfræðings, dags. í dag, varðandi niðurstöðu starfshóps um byggingu knattspyrnuhúss ásamt skýrslu um mat tilboða, dags. í nóvember 2000.

32. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi fyrirspurn: Foreldrar barna í Laugarnesskóla hafa lýst miklum áhyggjum sínum vegna flutnings 7. bekkjar úr Laugarnesskóla í Laugarlækjarskóla. Af því tilefni er spurt: 1. Hver er staða fyrirhugaðra byggingaframkvæmda við Laugarnesskóla, Laugalækjarskóla og Sóltúnsskóla og hver er þegar áfallinn kostnaður vegna þeirra? 2. Hafa fræðsluyfirvöld í hyggju að taka athugasemdir og varnaðarorð foreldra til greina?

33. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram eftirfarandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að leita eftir kaupum Reykjavíkurborgar á víkingaskipinu Íslendingi og felur borgarlögmanni að eiga viðræður við eiganda skipsins. Greinargerð fylgir tillögunni. Frestað.

- Kl. 14.10 vék Júlíus Vífill Ingvarsson af fundi og Guðlaugur Þór Þórðarson tók þar sæti.

34. Rætt um fjárhagsáætlun 2001.

- Kl. 14.35 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi og Jóna Gróa Sigurðardóttir tók þar sæti.

35. Lagt fram bréf fjármálastjóra, dags. í dag, varðandi tilfærslur milli óbundinna og bundinna ramma í fjárhagsáætlun fyrir árið 2001. Samþykkt.

- Kl. 15.50 vék Hrannar Björn Arnarsson af fundi.

36. Afgreidd 30 útsvarsmál. Fundi slitið kl. 16.05.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson