Borgarráð - Fundur nr. 4652

Ár 2000, þriðjudaginn 24. október, var haldinn 4652. fundur
borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl.
12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Hrannar Björn Arnarsson,
Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, Sigrún Magnúsdóttir,
Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 18. október.

2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 16. október.

3. Lögð fram fundargerð leikskólaráðs frá 18. október.

4. Lögð fram fundargerð skipulags- og byggingarnefndar frá 18.
október.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 23. október.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 12. október.

7. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, varðandi
embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

8. Lögð fram greinargerð fjármáladeildar frá 23. þ.m. um rekstur og
framkvæmdir borgarsjóðs 1. janúar til 30. september 2000. Jafnframt
lögð fram tillaga um aukafjárveitingar og breytingar á einstökum liðum
fjárhagsáætlunar, dags. 23. s.m. Þá er lagt fram yfirlit byggingadeildar
um rekstur og framkvæmdir, árshlutauppgjör húsnæðisnefndar frá 30.
f.m. og greinargerð byggingadeildar um framkvæmdir og kostnað við
innréttingar Listasafns í Hafnarhúsi, dags. 20. þ.m.

- Kl. 13.40 vék borgarstjóri af fundi og Helgi Hjörvar tók þar sæti.

Tillaga um aukafjárveitingar og breytingar samþykkt með 4 samhlj.
atkv.

9. Lagt fram bréf formanns samninganefndar Reykjavíkurborgar,
dags. í dag, varðandi heimild til undirritunar, án fyrirvara, samkomulag
um endurskoðun á reglum um réttindi starfsmanna í veikindum og
fæðingarorlofi.
Samþykkt.

10. Lagt fram að nýju bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og
tómstundaráðs frá
28. júní s.l., sbr. samþykkt Bláfjallanefndar um stefnumótun varðandi
framtíð skíðasvæðanna. Jafnframt lögð fram skýrsla vinnuhóps,
"Fjöllin heilla", drög að stefnumótun Bláfjalla, Skálafells og
Hengilssvæðis, dags. 30. maí s.l.
Borgarráð tekur undir framangreinda stefnumótun og felur
fjármálastjóra og borgarlögmanni að vinna að drögum að
rekstrarsamningi, í samvinnu við viðkomandi aðila.

11. Lögð fram umsögn borgarritara frá 24. þ.m. um samþykkt
fræðsluráðs 16. s.m. varðandi breytingar á skipulagi og skipuriti
Fræðslumiðstöðvar. Jafnframt lagt fram minnisblað fræðslustjóra frá
23. s.m. ásamt drögum að skipuriti.
Skipuritið samþykkt með 4 samhlj. atkv.

12. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 23. þ.m., sbr. samþykkt
félagsmálaráðs
18. þ.m. um nýtt skipurit Félagsþjónustunnar og breytt fyrirkomulag á
stjórnstöðvum heimaþjónustu, sbr. einnig samþykktir félagsmálaráðs
1. september s.l.
Borgarráð samþykkir samþykkt félagsmálaráðs frá 18. þ.m. varðandi
skipurit o.fl. ásamt breyttu fyrirkomulagi á heimaþjónustu.

13. Lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 16. þ.m., sbr. samþykkt
menningarmálanefndar 11. s.m. um hækkun á aðgangseyri
Árbæjarsafns.
Samþykkt með 4 samhlj. atkv.

14. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag,
ásamt yfirliti yfir rýmisþörf í nýjum höfuðstöðvum Orkuveitu
Reykjavíkur, lagt fram á fundi stjórnar veitustofnana í dag.

15. Lagt fram bréf fjármálastjóra Leikskóla Reykjavíkur frá 16. þ.m.
varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks, sbr. 30. lið
fundargerðar borgarráðs frá 10. þ.m.

16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m. varðandi
val á arkitektum vegna byggingu höfuðstöðvar Orkuveitunnar.
Samþykkt að ganga til samninga við Teiknistofu Ingimundar
Sveinssonar ehf. og Hornsteina Arkitekta ehf.

17. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 23. þ.m. varðandi
val á verkfræðistofum vegna verkfræðihönnunar höfuðstöðva
Orkuveitunnar.
Samþykkt að ganga til samninga við eftirtalda aðila: Línuhönnun ehf.
um hönnun burðarþols og grundunar, Almennu verkfræðistofuna og
Fjarhitun hf. um lagna- og loftræstihönnun og í hönnun lóða og gatna,
Rafhönnun hf. um hönnun rafkerfa og Verkfræðistofu Snorra
Ingmarssonar hf. í brunatæknilega hönnun.

18. Lagt fram að nýju bréf félagsmálastjóra frá 9. þ.m. ásamt umsögn
Félagsþjónustunnar um frumvarp til laga um félagsþjónustu
sveitarfélaga. Jafnframt lögð fram að nýju umsögn borgarlögmanns frá
16. þ.m. um frumvarpið.
Afgreiðslu frestað þar til kynning hefur farið fram af hálfu
kostnaðarnefndar um yfirfærslu málefna fatlaðra.

Sigrún Magnúsdóttir vék af fundi við meðferð málsins.

19. Lagt fram bréf Samtaka aldraðra frá 17. þ.m. varðandi
fjárstuðning til kaupa á skrifstofuhúsnæði.
Erindið hlýtur ekki stuðning.

20. Lagt fram bréf gatnamálastjóra frá 16. þ.m. varðandi heimild til að
auglýsa útboð vegna tveggja verkþátta við lagningu útræsis vegna
hreinsistöðvar fyrir skolp við Klettagarða.
Samþykkt.

21. Lagt fram að nýju bréf skipulagsstjóra frá 13. f.m., sbr. samþykkt
skipulags- og umferðarnefndar 11. s.m. varðandi endurnýjun og
breytta aðild að samningi um lóðina Stjörnugróf 18. Jafnframt lögð
fram að nýju greinargerð Atla Gíslasonar hrl. frá 10. þ.m., f.h. eigenda
Gróðrarstöðvarinnar Markar varðandi málið. Þá er lögð fram umsögn
skrifstofustjóra borgarverkfræðings, dags. í dag, um málið.
Borgarráð samþykkir með 6 samhlj. atkv. þær tillögur sem fram koma
í niðurlagi umsagnarinnar og er lóðarleigusamningur því framlengdur til
ársloka 2016. (Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá).

22. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 19. þ.m.
varðandi afturköllun úthlutunar lóðar nr. 51 við Garðsstaði.
Frestað.

23. Lögð fram umsögn teymis um svæðaskipulag um drög að tillögu
að svæðisskipulagi höfuðborgarsvæðisins, dags. 23. þ.m.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að unnin verði tillaga að nýrri gerð íbúðahverfis sem taki mið
af staðháttum og því rými sem Kjalarnes hefur upp á að bjóða. Lögð
yrði áhersla á góð tengsl við umhverfi og náttúru, þar sem lóðir væru
almennt stærri en nú gerist.

Greinargerð fylgir tillögunni.

Borgarráð samþykkir umsögn um svæðisskipulag. Tillögu
borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Leggja verður áherslu á að við endanlega gerð svæðisskipulagstillögu
verði gerður skýr greinarmunur á forsendum tillögunnar og
stefnumörkun þeirri sem verið er að setja fram. Það er jafnframt
mikilvægt að aðgreina almennar leiðbeiningar um framtíðarmöguleika
frá bindandi stefnumótun.
Með hliðsjón af þeirri staðreynd að lítil þörf er fyrir nýtt hafnarsvæði á
næstu fimmtíu árum er mjög brýnt að svæðið allt við Eiðsvík verði
tekið til endurskipulagningar og Geldinganesið þróað sem blönduð
byggð, með megináherslu á íbúðabyggð. Einn stærsti þáttur í
umhverfisvænni byggð næstu áratuga er svæðið í kringum Leirvoginn.
Því er mikilvægt að við heildarskipulagningu þess svæðis verði horfið
frá hugmyndum um stórskipahöfn. Jafnframt verði við hönnun
Sundabrautar þess gætt að hún taki eins mikið tillit til umhverfisins eins
og kostur er.

24. Lagt fram minnisblað borgarverkfræðings frá 16. þ.m. um kostnað
vegna svæðisskipulags.

25. Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson óskaði bókað:

Ég beini þeim tilmælum til borgarstjóra og stjórnar veitustofnana að
þessir aðilar boði fljótlega til fundar með forráðamönnum Ölfushrepps
til að ræða framkvæmd og stöðu sameiginlegrar viljayfirlýsingar aðila
frá 11. febrúar 1999.

- Kl. 16.00 vék Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson af fundi.

26. Rætt um fjárhagsáætlun 2001.

Fundi slitið kl. 16.30.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Hrannar Björn Arnarsson