Borgarráð
Ár 2000, þriðjudaginn 26. september, var haldinn 4648. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Guðlaugur Þór Þórðarson, Helgi Pétursson, Júlíus Vífill Ingvarsson, Steinunn Valdís Óskarsdóttir og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson. Fundarritari var Gunnar Eydal.
Þetta gerðist:
1. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 22. september.
2. Lögð fram fundargerð fræðsluráðs frá 18. september.
3. Lögð fram fundargerð hafnarstjórnar frá 20. september.
4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 22. september.
5. Lagðar fram fundargerðir leikskólaráðs frá 18. og 20. september.
6. Lögð fram fundargerð samstarfsráðs Kjalarness frá 21. september.
7. Lögð fram fundargerð skólanefndar Kjalarness frá 6. september.
8. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 25. september.
9. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 25. september.
10. Lögð fram fundargerð stjórnar veitustofnana frá 20. september.
11. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 9 mál.
12. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Sticks ´n´ Sushi, Aðalstræti 12. Borgarráð samþykkir umsögnina.
13. Lögð fram umsögn fulltrúa skrifstofustjóra borgarstjórnar frá 25. þ.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir veitingahúsið Tapas-Barinn, Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3B. Jafnframt lagt fram bréf Íbúasamtaka Grjótaþorps frá 20. þ.m. varðandi málefni Hlaðvarpans. Borgarráð samþykkir umsögnina.
14. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m. varðandi tilboð í Stórhöfða 9, þjónustumiðstöð gatnamálastjóra og verkstæði. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda ÁF-Húsa ehf.
15. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m. varðandi tilboð í færanlegt kennslustofuhús. Samþykkt að taka tilboði lægstbjóðanda, Höjgaard og Schultz á Íslandi.
- Kl. 12.45 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum.
16. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 25. þ.m., þar sem lagt er til að gengið verði til samninga við Skýrr hf. varðandi nýtt starfsmanna- og launaafgreiðslukerfi. Samþykkt.
17. Lagt fram bréf verkefnisstjóra samstarfsnefndar um afbrota- og fíkniefnavarnir frá 25. þ.m. ásamt skýrslu Rannsóknar og greiningar ehf. um vímuefnaneyslu unglinga í Reykjavík.
18. Lagt fram bréf fjármálastjóra frá 21. þ.m. um áætlaðan efnahagsreikning borgarsjóðs og samstæðureikning Reykjavíkurborgar 31. desember 2000.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Niðurstaða samstæðureiknings borgarinnar kemur ekki á óvart og er í samræmi við það sem sjálfstæðismenn héldu fram við afgreiðslu fjárhagsáætlunar. Nettóskuld borgarinnar hækkar úr 18,5 milljörðum króna í 19,4 milljarða króna eða um 889 milljónir króna. Ef ekki hefði komið til sölu á eignarhlut í Sjúkrahúsi Reykjavíkur hefði nettóskuldin hækkað um 1,5 milljarð króna til viðbótar eða um 2,4 milljarða króna. Nettóskuld borgarinnar hefði þá orðið rúmlega 21 milljarður króna í árslok 2000. Það er því ekkert lát á þessari þróun í góðærinu og þrátt fyrir allar skattahækkanir R-listans. Tiltekið er að þessar niðurstöður byggi einungis á forsendum fjárhagsáætlunar 2000 en ekki á útkomuspá. Áætlun um efnahag átti að fylgja með fjárhagsáætlun á sínum tíma, sbr. úrskurð félagsmálaráðuneytsins frá 20. apríl 2000. Það vekur athygli hve langan tíma það tók að stilla upp áætluðum samstæðureikningi.
Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:
Niðurstaða samstæðureiknings borgarinnar þarf engum að koma á óvart sem kann að leggja saman og draga frá. Við afgreiðslu fjárhagsáætlunar lá fyrir að skuldir borgarsjóðs væru að lækka vegna sölu á Sjúkrahúsi Reykjavíkur og greiðslu frá Orkuveitu Reykjavíkur vegna niðurfærslu á eigin fé fyrirtækisins. Þá lá líka fyrir að skuldir Orkuveitu Reykjavíkur væru aftur á móti að hækka vegna fyrrnefndra niðurfærslu á eigin fé og fjárfestinga í nýjum og arðbærum verkefnum s.s. Nesjavallavirkjun. Nú hefur verið eytt allnokkrum tíma og vinnu í að reikna áætlun ársins með talsverðri nákvæmni að ósk sjálfstæðismanna og niðurstaðan er í samræmi við það sem vitað var og rætt við gerð fjárhagsáætlunar.
19. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 21. þ.m. um kaup á landspildu úr landi Reynisvatns. Samþykkt.
20. Lagt fram bréf félagsmálaráðuneytis frá 21. þ.m. varðandi staðfestingu á samþykkt um embættisafgreiðslur skipulagsstjóra Reykjavíkurborgar.
21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um umferð við Ofanleiti. Samþykkt.
22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 21. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um lóðarumsókn Samtaka aldraðra Dalbraut 14. Samþykkt.
23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um skipulag lóðar að Lóuhólum 2-6. Samþykkt með 6 samhlj. atkv. (Steinunn Valdís Óskarsdóttir sat hjá)
24. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um aðalskipulags- og deiliskipulagsbreytingu í Suður-Mjódd. Samþykkt.
25. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um endurskoðun deiliskipulags í Hálsahverfi. Samþykkt.
26. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um lóð Vegagerðarinnar að Stórhöfða. Samþykkt.
27. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um gjaldskyld bílastæði við Þingholtsstræti. Samþykkt.
28. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um byggingu parhúsa að Kristnibraut 11-21. Samþykkt.
29. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um breytingu á skipulagi lóða við Kjalarvog. Samþykkt.
30. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um deiliskipulag lóðar að Skógarhlíð 14. Samþykkt.
31. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um dreifistöð og lóðarafmörkun við Sturlugötu. Samþykkt.
32. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um göngustíg og trjábeð að Unufelli 14. Samþykkt.
33. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 19. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 18. s.m. um deiliskipulag að Suðurlandsbraut 2 og auglýsingu þar um. Samþykkt.
34. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 25. þ.m., sbr. einnig bréf skipulagsstjóra, dags. í dag, varðandi samþykkt skipulags- og umferðarnefndar um breikkun Miklubrautar frá Kringlumýrarbraut að Grensásvegi. Samþykkt.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar sinnar í borgarráði 1. ágúst s.l.
35. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits frá 21. þ.m. um erindi lögreglustjóra frá 24. f.m. um staðsetningu litaboltavallar í landi Saltvíkur. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags frá 8. þ.m. Borgarráð samþykkir umsögnina og gerir því ekki athugasemd við staðsetningu.
36. Lögð fram umsögn Heilbrigðiseftirlits frá 21. þ.m. um staðsetningu litaboltavallar við Rauðavatn, sbr. ódagsett bréf Unnars Bjarnasonar og Maríu Tómasdóttur. Jafnframt lögð fram umsögn Borgarskipulags frá 9. f.m. og bréf garðyrkjustjóra frá 28. s.m. Borgarráð fellst ekki á umbeðna staðsetningu, sbr. fyrirliggjandi umsagnir.
37. Lagt fram bréf borgarstjóra, dags. í dag, varðandi fyrirspurn borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks 19. þ.m. vegna könnunar á möguleikum staðsetningar golfvallar í Viðey.
38. Lagt fram bréf verkefnisstjórnar menningarnætur frá 22. þ.m. vegna fyrirspurnar borgarráðsfulltrúa Sjálfstæðisflokks um fjármál menningarnætur. Jafnframt lögð fram skýrsla verkefnisstjórnar frá 21. þ.m. varðandi viðhorfskönnun Gallups vegna menningarnætur.
Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:
Borgarráð samþykkir að fela verkefnisstjórn menningarnætur að skoða þá möguleika sem felast í því að halda árlega vetrarhátíð í Reykjavík sem helguð væri ljósi og/eða orku. Hátíðin, sem stæði í nokkra daga t.d. í febrúar ár hvert, hefði það að markmiði að tengja saman ólíka menningarlega þætti sem allir tengdust þema hátíðarinnar s.s. listsköpun, hönnun, verklegum framkvæmdum, rannsóknum, heilsuþjónustu o.fl. Verði sérstaklega könnuð hugsanleg aðkoma einkaaðila á sviði viðskipta og þjónustu að slíkri hátíð.
Greinargerð fylgir tillögunni. Samþykkt.
39. Lögð fram að nýju drög Borgarskipulags að stefnumörkun og greinargerð um verndun og uppbyggingu í tengslum við þróunaráætlun miðborgar, dags. 12. þ.m.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Þrátt fyrir fullyrðingar um að þessi samþykkt breyti að engu leyti réttarstöðu húseigenda á svæðinu er ljóst að þessi stefnumörkun borgaryfirvalda skapar mikla óvissu um réttarstöðu eigenda þeirra húsa sem lagt er til í greinagerð að verði vernduð. Rétt hefði verið að kynna málið í heild sinni með formlegum hætti fyrir eigendum þeirra húsa sem lagt er til að verði vernduð þannig að sjónarmið þeirra hefðu legið fyrir við afgreiðslu málsins. Rétt er að vekja athygli á því að víða er töluvert misræmi á milli tillagna deiliskipulagshöfunda á miðborgarsvæðinu og stefnumörkunar í greinargerð. Eykur það enn frekar á óvissu í skipulagsmálum miðborgarinnar.
Drög Borgarskipulags samþykkt með 4 samhlj. atkv.
40. Lögð fram umsögn borgarritara frá 24. þ.m. um nýtt skipurit Félagsþjónustunnar og breytt fyrirkomulag á stjórnstöðvum heimaþjónustu, sbr. erindi félagsmálastjóra frá 4. s.m. Vísað til félagsmálaráðs.
41. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 25. þ.m., sbr. samþykkt stjórnar veitustofnana 20. s.m. um uppbyggingu í Bláfjöllum með tilliti til grunnvatns.
42. Lagt fram bréf Arkitektafélags Íslands frá 20. þ.m. varðandi fyrirhugaða byggingu tónlistar- og ráðstefnuhúss. Jafnframt lögð fram ályktun Félags sjálfstætt starfandi arkitekta varðandi málið. Vísað til samstarfsnefndar borgar og ríkis um tónlistar- og ráðstefnuhús.
43. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 22. þ.m. varðandi leigu til bráðabirgða á viðbótarspildu við lóð nr. 2 við Skútuvog. Samþykkt.
44. Lagt fram bréf félagsmálastjóra frá 25. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 22. s.m. um endurnýjun leigusamnings um Laugarásveg 66 og viðhald hússins. Borgarráð samþykkir endurnýjun samningsins. Tillögu varðandi viðhald vísað til meðferðar við gerð fjárhagsáætlunar.
45. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks lögðu fram svohljóðandi fyrirspurn:
Hvaða reglur gilda um innkaup og útboð hjá hlutafélögum í meirihlutaeigu Reykjavíkurborgar?
46. Afgreidd 106 útsvarsmál.
Fundi slitið kl. 15.15.
Ingibjörg Sólrún Gísladóttir
Guðlaugur Þór Þórðarson Helgi Hjörvar
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Pétursson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Steinunn Valdís Óskarsdóttir