Borgarráð - Fundur nr. 4642

Ár 2000, þriðjudaginn 15. ágúst, var haldinn 4642. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 12.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Helgi Hjörvar, Helgi Pétursson, Hrannar B. Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Júlíus Vífill Ingvarsson, og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson.
Fundarritari var Gunnar Eydal.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 10. ágúst.
Samþykkt með samhlj. atkv.

2. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 11. ágúst.

3. Lagðar fram fundargerðir fræðsluráðs frá 2. og 14. ágúst.

4. Lögð fram fundargerð jafnréttisnefndar frá 28. júlí.

5. Lagðar fram fundargerðir menningarmálanefndar frá 2. og 9. ágúst.

6. Lögð fram fundargerð miðborgarstjórnar frá 31. júlí.

7. Lögð fram fundargerð skipulags- og umferðarnefndar frá 1. ágúst.

8. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 14. ágúst.

9. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 13 mál.

10. Lagt fram bréf Skipulagsstofnunar frá 8. þ.m. ásamt úrskurði skipulagsstjóra varðandi Reykjanesbraut við Mjódd, dags. 4. s.m.

11. Lagður fram kjarasamningur við Verkstjórasambands Íslands, dags. 31. júlí sl.
Borgarráð samþykkti samninginn fyrir sitt leyti.

12. Lögð fram umsögn fjármáladeildar frá 14. þ.m. varðandi erindi Gigtarfélagsins um niðurfellingu fasteignarskatts.
Borgarráð samþykkir umsögnina.

- Kl. 12.55 vék Helgi Hjörvar af fundi og Anna Geirsdóttir tók þar sæti.

13. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 31. f.m. varðandi áætlanir um niðurrif eða flutning ÍR hússins við Túngötu. Jafnframt lagt fram bréf menningarmálastjóra frá 2. þ.m., sbr. samþykkt menningarmálanefndar s.d. varðandi málið.

Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að fara þess á leit við ÍR að það afsali sér íþróttahúsi félagsins við Túngötu og Reykjavíkurborg í samstarfi við Minjavernd annist flutning hússins til geymslu meðan kannaðir verði möguleikar á því að finna húsinu verðugt hlutverk til framtíðar.

Samkomulag við Minjavernd byggist á eftirfarandi:

1. Minjavernd tekur að sér að flytja húsið á geymslusvæði og greiðir Reykjavíkurborg Minjavernd 6 mkr. vegna verkefnisins. Reykjavíkurborg og Minjavernd gera með sér marksamning þannig að verði kostnaður lægri eða hærri skiptist mismunur jafnt á milli aðila.

1. Menningarmálanefnd Reykjavíkur og Minjavernd leitist við að finna húsinu verðugt hlutverk og staðsetningu til frambúðar og leiti leiða til fjármögnunar endurgerðar hússins.

1. Finnist ekki viðeigandi not fyrir húsið og fjámögnun framkvæmda á næstu misserum verði húsið selt lysthafendum.

Samþykkt.

14. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 14. þ.m. um fjárstyrk vegna sumardvalar fyrir nemendur Öskjuhlíðarskóla.
Borgarráð samþykkir að veita Foreldara- og kennarfélagi Öskjuhlíðarskóla styrk að upphæð 2.5 mkr. vegna sumardvalar á vegum þess á árunum 1999 og 2000. Þar eð félagið hyggst hætta þessari starfsemi gerir borgarráð ekki ráð fyrir frekari greiðslum til þess eftirleiðis.

15. Lögð fram eftirtalin gögn varðandi ljósleiðaratengingu grunnskóla Reykjavíkur og útboð á þjónustu síma, fjarskipta og gagnaflutnings:

1. Bréf fræðslustjóra frá 2. þ.m.
2. Minnisblað Landssímans hf., dags. 9. þ.m.
3. Bréf fjármálaráðherra frá 9. þ.m.
4. Minnisblað tölvuráðgjafa Reykjavíkur um samskipti Reykjavíkurborgar og Landssímans hf. vegna víðnetsmála, dags. 10. þ.m.
5. Afrit af bréfi borgarlögmanns til fjármálaráðherra vegna kæru Landssímans hf. vegna fyrirhugaðs samnings við Línu.Net hf., dags. 14. þ.m.
6. Bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 14. s.m

Þá eru lagðar fram eftirfarandi tillögur:

1. Samþykkt fræðsluráðs frá 2. þ.m. á drögum að samningi við Línu.Net hf.

1. Svohljóðandi tillaga Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Hauks Leóssonar; vísað til borgarráðs á fundi stjórnar Innkaupastofnunar 14. þ.m.:

1. Stjórn IR samþykkir að bjóða út umrædda ljósleiðaratengingu í opnu útboði, þar sem fylgir með nákvæm útboðslýsing, m.a. ítarleg þarfagreining á þeirri þjónustu sem óskað er eftir.
2. Stjórn IR samþykkir að framvegis verði öll talsímaþjónusta, boðkerfi og sambærileg þjónusta boðin út í opnu útboði hjá Reykjavíkurborg, fyrirtækjum og stofnunum hennar.

1. Svohljóðandi tillaga stjórnar Innkaupastofnunar frá 14. þ.m.:

Stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar samþykkir að fela forstjóra að ljúka undirbúningsgerð útboðs, þar sem því verður við komið, á allri síma-, fjarskipta- og gagnaflutningaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, stofnana og fyrirtækja hennar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi frávísunartillögu við tillögu Vilhjálms Þ. Vilhjálmssonar og Hauks Leóssonar:

Á fundi stjórnar Innkaupastofnunar í gær var samþykkt að fela forstjóra að undirbúa útboð, þar sem því verður við komið á allri síma-, fjarskipta og gagnaflutningaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, stofnana og fyrirtækja hennar. Það er m.ö.o. gert ráð fyrir að öll þessi þjónusta lúti sömu lögmálum og leikreglum. Skólanetið, sem er aðeins lítill hluti þessarar þjónustu, mun því koma til skoðunar eins og annað þegar undirbúningi málsins er lokið. Tillagan er því óþörf og er henni vísað frá.
Frávísunartillagan samþykkt með 4 atkv. gegn 3.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Í framhaldi af samþykkt stjórnar Innkaupastofnunar Reykjavíkur frá 31. f.m. og fræðsluráðs frá 2. þ.m. um heimild til samninga við Línu.Net hf. hafa forsvarsmenn annarra fyrirtækja á fjarskiptamarkaði lýst því yfir að þeirra fyrirtæki hafi tæknilega möguleika til að veita umrædda þjónustu. Auk þess hefur Landssíminn hf. kært Reykjavíkurborg til fjármálaráðuneytis vegna fyrirhugaðs samnings.

Það hefur verið og á að vera meginregla Innkaupastofnunar Reykjavíkur að bjóða út öll viðskipti borgarinnar, sem fleiri en einn aðili getur sinnt og gera það í samræmi við almennar vinnureglur Innkaupastofnunar Reykjavíkur hvað varðar undirbúning og framlagningu slíkra mála. Í ljósi þeirra upplýsinga sem nú liggja fyrir er það í fullu samræmi við vinnureglur og samþykktir Innkaupastofnunar Reykjavíkur að ljósleiðaratengingar í grunnskóla Reykjavíkur verði boðnar út. Nú hefur R-listinn ákveðið að halda því til streitu að semja við Línu.Net hf. og þar með gengið þvert á samþykkt Innkaupastofnunar Reykjavíkur frá því í gær, 14. ágúst, um að bjóða út alla síma-, fjarskipta- og gagnaflutningaþjónustu á vegum Reykjavíkurborgar, fyrirtækja og stofnana hennar. Hér er um að ræða afar óeðlileg og óheiðarleg vinnubrögð.

Fram hefur komið í umfjöllun málsins í fræðsluráði að ekki liggur fyrir nein skilgreining á verkefninu, slík þarfagreining er grundvöllur þess að hægt sé að ganga til samninga á eðlilegum forsendum. Það er því flest sem bendir til þess að það hafi alltaf verið ætlunin að semja beint við Línu.Net hf.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans lögðu fram svohljóðandi tillögu:

Borgarráð samþykkir að hafna fyrirliggjandi samningi Fræðslumiðstöðvar og Línu.Nets hf. sem fræðsluráð og stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar hafa samþykkt fyrir sitt leyti. Borgarráð samþykkir hins vegar gerð samnings til eins árs milli Fræðslumiðstöðvar og Línu.Nets hf. um ljósleiðaratengingar í grunnskóla Reykjavíkur. Stofnkostnaður verður kr. 22.580.000 án vsk. og nemur rekstrarkostnaður (tengigjald) á því ári kr. 15.084.000 án vsk. Það er mat borgarlögmanns að samningar um fjarskiptaþjónustu og gagnaflutninga séu undanþegnir útboðsskildu samkvæmt samningnum um Evrópska efnahagssvæðið. Sá samningur sem hér er samþykktur er auk þess undir þeim viðmiðunarmörkum sem gilda um útboð á Evrópska efnahagssvæðinu.

Greinargerð:

Þrjár meginástæður eru fyrir þeirri breytingu sem hér er gerð:

1) Samskiptanet milli grunnskóla Reykjavíkur er mesta framfaraspor sem stigið hefur verið til þessa í tölvu- og gagnaflutningamálum grunnskólanna og hefur mikla þýðingu fyrir starf þeirra þegar á þessum vetri. Því er rík ástæða til þess að samningur komist á og málið tefjist ekki.
2) Það er markmið Reykjavíkurborgar og meginregla að útboð skuli viðhöfð þar sem því verði við komið. Niðurstaða fræðsluráðs og stjórnar Innkaupastofnunar byggist á því mati sérfræðinga borgarinnar að önnur fyrirtæki en Lína.Net h.f. geti að svo stöddu ekki veitt þá þjónustu sem samningurinn tekur til. Engu að síður er ljóst að örar framfarir eiga sér stað á þessu sviði og má því ætla að innan skamms munu fleiri fyrirtæki þróa tækni og möguleika sem uppfylla væntingar og þarfir Fræðslumiðstöðvar um víðnet/skólanet.
1) Samþykkt hefur verið í stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar að ljúka undirbúningi að almennu útboði á allri fjarskipta-, síma- og gagnaflutningsþjónustu Reykjavíkurborgar. Miðað verði við að útboð á víðnetinu/skólanetinu verði á næsta ári hluti almenns útboðs á þessu sviði.

Fyrsti málsliður tillögunnar samþykktur með samhlj. atkv. Tillagan að öðru leyti samþykkt með 4 atkv. gegn 3.
Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað að þeir vísi til bókunar sinnar við afgreiðslu frávísunartillögunnar.

Borgarráðsfulltrúar Reykjavíkurlistans óskuðu bókað:

Borgarráð átelur harðlega ummæli borgarfulltrúa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar í garð starfsmanna borgarinnar í fjölmiðlum þann 4., 5. og 7. ágúst sl. Í þrígang heldur borgarfulltrúinn því fram að ,,það hafi verið skrökvað að kjörnum fulltrúum, bæði í fræðsluráði og stjórn Innkaupastofnunar Reykjavíkurborgar, um staðreyndir þessa máls.” Með þessum orðum vegur borgarfulltrúinn að starfsheiðri þeirra sérfræðinga sem hlut eiga að máli og lætur að því liggja að annarleg sjónarmið hafi ráðið tillögum þeirra. Ummæli borgarfulltrúans eru með öllu óverjandi og er illt fyrir starfsfólk borgarinnar að búa við slíka framkomu af hálfu kjörinna fulltrúa. Borgarráð vill, af gefnu tilefni, lýsa þeirri skoðun sinni að það telur að viðkomandi starfsmenn hafi unnið í málinu af fullum heilindum og með það eitt að leiðarljósi að tryggja skólabörnum í Reykjavík sem besta þjónustu, í bráð og lengd, og Fræðslumistöð Reykjavíkur sem best kjör.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Fullyrðingum borgarráðsfulltrúa R-listans í garð borgarfulltrúa Guðlaugs Þórs Þórðarsonar er vísað á bug enda ósæmilegar og algjörlega órökstuddar. Fram hefur komið í þessu máli hjá forsvarsmönnum fjarskiptafyrirtækja að þau hafi tæknilega getu og áhuga á því að bjóða í þessa þjónustu. Þessar upplýsingar lágu ekki fyrir við umfjöllun málsins hjá Innkaupastofnun Reykjavíkur og í fræðsluráði heldur þvert á móti var fullyrt af hálfu þeirra starfsmanna borgarinnar sem koma að þessu máli að einungis eitt fyrirtæki geti boðið þe. Lína.Net hf.

Borgarstjóri óskaði bókað:

Þegar sérfræðingar borgarinnar lögðu það til að gengið yrði til samninga við Línu.Net hf. um ljósleiðaratengingar í grunnskóla Reykjavíkur byggðu þeir á eftirfarandi rökum.

Lokað ljósleiðaranet fellur vel að víðneti Reykjavíkurborgar.
Það býður upp á fjölbreytt notkunarsvið.
Ekkert fyrirtæki er komið eins langt í lagningu ljósleiðaranets í Reykjavíkurborg og Lína.Net hf.
Ekkert annað fyrirtæki getur í dag boðið Fræðslumiðstöð upp á að kaupa eitt ljósleiðarapar til notkunar fyrir sig um alla Reykjavíkurborg.

Þessi rök starfsmannanna hafa ekki verið hrakin og með ólíkindum að sjálfstæðismenn skuli hlaupa í vörn fyrir borgarfulltrúa sem í hita leiksins leyfir sér að kalla starfsmennina ósannindamenn.

Borgarráðsfulltrúar sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:

Þetta er útúrsnúningur hjá borgarstjóra. Þessi rök hafa öll verið hrakin.

16. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi í Víkurhverfi.
Samþykkt.

17. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. um byggingu leikskóla við Holtaveg og auglýsingu um deiliskiplagsbreytingu.
Samþykkt.

18. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi byggingu bílageymslu o.fl. við Lambhaga og auglýsingu um breytingu á deiliskipulagi.
Samþykkt.

19. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi byggingu dreifistöðvar við Stórhöfði 7-9.
Samþykkt.

20. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi viðbyggingu við Snorrabraut 60.
Samþykkt.

21. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi sameiningu lóðanna nr. 5 við Lyngháls og nr. 6 við Krókháls.
Samþykkt.

- Kl. 13.40 tók Helgi Hjörvar sæti á fundinum og Anna Geirsdóttir vék af fundi.

22. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi færslu á göngustíg við Dalbraut 16.
Samþykkt.

23. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 14. þ.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 1. s.m. varðandi byggingu einbýlishúss á lóð nr. 23 við Dofraborgir.
Samþykkt.

24. Borgarstjóri lagði fram svohljóðandi tillögu:

Lagt er til að eftirfarandi breytingar verði gerðar á starfsemi, eignarhaldi og samþykktum Aflvaka hf. til að laga starfsemi félagsins að breyttum aðstæðum og breyttum tíma:
a) Breytt eignarhald Aflvaka hf.
0Gengið verði frá tvískiptingu Aflvaka hf. í samræmi við hugmyndir sem eigendur félagsins hafa orðið sammála um, og grundvallast á því að skilja á milli fjárfestingasviðs félagsins annars vegar og atvinnuþróunarstarfsemi þess hins vegar. Þau verðmæti sem tilheyra fjárfestingasviði félagsins, og eiga sér uppruna í innborguðu hlutafé allra eigenda flytjist yfir í nýtt félag, Sprotasjóðinn hf. sem stofnaður hefur verið í þessu skyni. Önnur verðmæti sem í félaginu liggja, og orðið hafa til á grundvelli rekstrarframlaga Reykjavíkurborgar verða eftir í Aflvaka hf. Samhliða verði gengið frá því að eignarhald á Aflvaka hf. í þannig breyttri mynd verði alfarið á hendi Reykjavíkurborgar og stofnana hennar, m.a. með skiptum á hlutabréfum við aðra núverandi eigendur félagsins og uppgjöri við Hafnarfjarðarbæ vegna þátttöku í rekstrarframlögum til félagsins.

a) Breyttur tilgangur.
Tilgangur félagsins verði skilgreindur þannig:

Tilgangur félagsins er að vinna að eflingu og framgangi atvinnulífs í höfuðborginni, þannig að borgin standist á hverjum tíma samkeppni um fólk og fyrirtæki, veiti fyrirtækjum og starfsfólki þeirra góða þjónustu og ræki höfuðborgarhlutverk sitt í þessu samhengi.

Félagið mun stuðla að framgangi þessara markmiða með ýmsum aðgerðum, einkum:

1. Taka þátt í mótun atvinnustefnu fyrir borgina, veita borgaryfirvöldum faglega ráðgjöf á sviði atvinnumála, og annast eftirlit og eftirfylgni með framkvæmd og úrvinnslu atvinnustefnunnar hjá hinum ýmsu stofnunum borgarinnar.
2. Hafa frumkvæði að og taka þátt í hvers kyns samstarfi við atvinnugreinasamtök, mennta- og rannsóknarstofnanir, samtök, fyrirtæki og hagsmunaaðila um viðfangsefni sem líkleg eru til að styrkja og efla atvinnulíf í borginni.
3. Stuðla að samstarfi sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um sameiginlega umfjöllun og úrvinnslu á viðfangsefnum sem tengjast atvinnuuppbyggingu á svæðinu.
4. Sinna sérstökum rannsóknar- og könnunarverkefnum til greiningar á tilteknum þáttum í atvinnulífi borgarinnar.
5. Annast veraldarvakt, þar sem fylgst er með þróun, stefnu og straumum í atvinnulífi í öðrum löndum og borgum, og miðla slíkum upplýsingum til borgaryfirvalda og/eða einstakra borgarstofnana.
6. Byggja upp tengsl og samstarf við hliðstæð fyrirtæki erlendis þar sem ætla má að slík tenging muni gagnast uppbyggingu atvinnulífs í borginni.
7. Annast markaðssetningu Reykjavíkurborgar gagnvart erlendum og innlendum fjárfestum.
8. Annast uppbyggingu og viðhald öflugs gagnagrunns um atvinnulíf í borginni, til að tryggja að bestu fáanlegar upplýsingar séu aðgengilegar.
9. Annast önnur sértæk verkefni sem tengjast hlutverki félagsins.

0a) Breytt samsetning stjórnar félagsins.
Ákvæðum samþykkta félagsins verði breytt, þannig að framvegis verði stjórn félagsins skipuð sex fulltrúum og sex til vara. Þrír komi úr hópi borgarfulltrúa, en þrír verði valdir vegna tengingar við atvinnulífið eða önnur þau viðfangsefni sem falla að tilgangi félagsins. Sömu sjónarmið ráði vali varamanna.

Jafnframt verði kveðið á um samstarfsráð stjórnarinnar og efnahags- og atvinnulífsins sem eftirfarandi tilnefni í: Alþýðusamband Íslands, Bandalag starfsmanna ríkis og bæja, Starfsmannafélag Reykjavíkur, Bandalag háskólamanna, Samtök atvinnulífsins, Samtök iðnaðarins, Samtök um ferðaþjónustu, Útflutningsráð Íslands, Verslunarráð Íslands, Háskóli Íslands, Stúdentaráð Háskóla Íslands, Háskólinn í Reykjavík o.fl.
Stjórn Aflvaka á fund með samstarfsráðinu tvisvar á ári hið minnsta. Markmiðið er að þar verði vettvangur skoðanaskipta og upplýsinga um viðfangsefni sem tengjast efnahags- og atvinnulífi og úrvinnslu og framkvæmd atvinnustefnu borgarinnar á hverjum tíma.

Greinargerð fylgir tillögunni.
Frestað.

1. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 11. þ.m., greinargerð um framkvæmd langtímastefnumótunar og næstu skref í þeim efnum.

26. Lagt fram bréf borgarverkfræðings frá 1. þ.m. varðandi gerð leikvallar við Lindargötu.
Borgarráð samþykkir þá tillögu sem fram kemur í erindinu um bráðabirgðalausn.

27. Lagt fram bréf skipulagsstjóra og borgarverkfræðings frá 14. þ.m. varðandi úttekt á starfsemi embættis byggingarfulltrúa og aukafjárveitingu í því sambandi, kr. 3.000.000.
Samþykkt.

28. Lagt fram bréf skristofustjóra borgarverkfræðings frá 8. þ.m. um sölu á lóðarskika sem sameinaður verði lóð nr. 13. við Smáragötu.
Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 14. þ.m., þar sem lagt er til að Bygg Ben ehf. verði úthlutað byggingarrétti fyrir einbýlishús á lóðum nr. 2 og 5 við Helgugrund.
Samþykkt.

30. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 11. þ.m., þar sem lagt er til að hafnað verði forkaupsrétti að lóðum nr. 87-93 við Maríubaug og jafnframt að Rennsli ehf. verði lóðrahafi lóðanna.
Samþykkt.

31. Lagt fram bréf Borgarskipulags ásamt stefnumörkun, tillögum og greinargerð um verndun og uppbyggingu í tengslum við Þróunaráætlun miðborgar.
Frestað.

Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks óskuðu bókað:
Verndunar og uppbyggingarkafli Þróunaráætlunar miðborgar felur í sér miklar breytingar á réttarstöðu þeirra sem eiga fasteignir á því svæði sem tillagan tekur til. Það er því brýnt að íbúum og hagsmunaaðilum á svæðinu verði kynnt á aðgengilegan hátt helstu atriði tillögunnar áður en lengra er haldið.

32. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarstjórnar, dags. í dag, ásamt skýrlsu Ásgerðar Kjartansdóttur og Þorgerðar Ragnarsdóttur um áhrif breytts afgreiðslutíma vínveitingahúsa í Reykjavík, dags. í júní 2000.

Fundi slitið kl. 15.40.

Ingibjörg Sólrún Gísladóttir

Hrannar B. Arnarsson Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Júlíus Vífill Ingvarsson Helgi Hjörvar
Helgi Pétursson Inga Jóna Þórðardóttir