Borgarráð - Fundur nr. 4637

Borgarráð

Ár 2000, þriðjudaginn 4. júlí, var haldinn 4637. fundur borgarráðs. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 11.00. Viðstaddir voru, auk borgarstjóra, Sigrún Magnúsdóttir, Steinunn Valdís Óskarsdóttir, Hrannar Björn Arnarsson, Inga Jóna Þórðardóttir, Jóna Gróa Sigurðardóttir og Júlíus Vífill Ingvarsson. Fundarritari var Kristbjörg Stephensen.

Þetta gerðist:

1. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 18. maí. Frestað þar til síðar á fundinum.

2. Lögð fram fundargerð byggingarnefndar frá 29. júní. Frestað þar til síðar á fundinum.

3. Lögð fram fundargerð félagsmálaráðs frá 30. júní.

4. Lögð fram fundargerð hverfisnefndar Grafarvogs frá 27. júní.

5. Lögð fram fundargerð stjórnar Innkaupastofnunar frá 3. júlí.

6. Lögð fram fundargerð stjórnar Vinnuskólans frá 15. júní.

7. Lagðar fram fundargerðir umhverfis- og heilbrigðisnefndar frá 8. og 22. júní.

8. Lagt fram bréf fulltrúa borgarstjórnar, dags. í dag, um embættisafgreiðslur erinda sem borist hafa borgarráði, alls 5 mál.

9. Lögð fram umsögn fulltrúa borgarstjórnar frá 30. f.m. um leyfi til áfengisveitinga fyrir eftirtalda staði:

Á næstu grösum, Laugavegi 20B Kaffi Stígur, Rauðarárstíg 33 Kínahúsið, Lækjargötu 8 Nikkabar, Hraunbergi 4 Næsti bar, Ingólfsstræti 1A

Borgarráð samþykkir umsögnina.

10. Lagt fram bréf forstjóra Innkaupastofnunar frá 3. þ.m. um að tilboði Völundarverks ehf. í byggingu þjónustuhúss fyrir ylströnd í Nauthólsvík verði tekið. Samþykkt.

11. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra Húsnæðisskrifstofu frá 3. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 30. f.m. um breytingu á starfsreglum ráðsins vegna afgreiðslu viðbótarlána. Samþykkt.

12. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 30. f.m. um verklag við úthlutun viðbótarlána. Samþykkt.

13. Lagt fram bréf Félagsþjónustunnar frá 3. þ.m., sbr. samþykkt félagsmálaráðs 30. f.m. um að fallið verði frá forkaupsrétti að Suðurlandsbraut 30. Samþykkt.

14. Lagður fram 19. liður fundargerðar byggingarnefndar frá 8. júní s.l.; frestað á fundi borgarstjórnar 15. s.m. varðandi auglýsinga- og upplýsingaskilti. Samþykktur með 4 atkv. gegn 3. Borgarráðsfulltrúar Sjálfstæðisflokks greiddu atkvæði gegn erindinu og vísuðu til bókunar fulltrúa Sjálfstæðisflokks í byggingarnefnd 8. júní s.l. og í skipulags- og umferðarnefnd 19. júní s.l.

15. Samþykkt svofelld leiðrétting á 2. lið fundargerðar hafnarstjórnar frá 14. júní s.l.:

Tillögu fulltrúa Sjálfstæðisflokks var frestað en misritast hafði að hún væri felld.

16. Lagt fram bréf fjármáladeildar frá 6. f.m. um styrk til greiðslu fasteignaskatts fyrir Hótel Höfða, Skipholti 27. Samþykkt.

17. Lagður fram 31. liður fundargerðar afgreiðslufundar byggingarfulltrúa frá 7. júní s.l.; frestað á fundi borgarstjórnar 15. júní s.l. Frestað.

18. Lagður fram úrskurður skipulagsstjóra ríkisins frá 28. f.m. um mat á umhverfisáhrifum vegna Hallsvegar í Reykjavík, tveggja akreina vegar frá Fjallkonuvegi að Víkurvegi.

19. Lagt fram bréf borgarverkfræðings og framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 30. f.m. varðandi yfirbyggða sundlaug í Laugardal. Samþykkt.

20. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 3. þ.m., þar sem lagt er til að sölutilboði í jörðina Úlfarsfell II í Mosfellsbæ verði tekið. Samþykkt.

21. Lagt fram bréf borgarlögmanns frá 26. f.m. um að Reykjavíkurborg gerist hluthafi í Minjavernd hf. Samþykkt.

22. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra þróunar- og fjölskyldusviðs frá 23. f.m. varðandi breytingu á leigusamningi Reykjavíkurborgar og Iðnó ehf. Samþykkt.

23. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra miðborgar frá 3. þ.m. varðandi lokun á Laugavegi frá Hlemmi, Bankastræti, Austurstræti, hluta Skólavörðustígs, Aðalstræti og Pósthússtræti á laugardögum í júlí og ágúst. Borgarráð samþykkir að beina þeim tilmælum til lögreglustjórans í Reykjavík að hann loki umræddum götum á laugardögum í sumar í samráði við framkvæmdastjóra miðborgar og Þróunarfélag miðborgar meðan þessi tilraun stendur yfir.

24. Lagt fram bréf Odds Björnssonar og Þráins Bertelssonar frá 26. f.m., sem barst með tölvupósti 27. s.m., þar sem kvartað er yfir hávaða frá Hlaðvarpanum og Ingólfstorgi. Samþykkt að vísa erindinu til samstarfsnefndar um lögreglumálefni.

- Kl. 13.30 vék borgarstjóri af fundi og Helgi Pétursson tók þar sæti.

25. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverkfræðings frá 26. f.m., þar sem lagt er til að I.P.I. ehf., Kaupási hf., Olíuverslun Íslands hf. og Trésmiðju Snorra Hjaltasonar ehf. verði sameiginlega úthlutað byggingarrétti á lóðinni nr. 2-6 við Kirkjustétt til að reisa á henni hverfismiðstöð fyrir Grafarholtshverfið. Samþykkt.

26. Lagt fram bréf I.P.I. ehf. frá 26. f.m., þar sem greint er frá frestun síðari byggingaráfanga á lóðinni nr. 1-5 við Barðastaði.

27. Lagt fram bréf framkvæmdastjóra íþrótta- og tómstundaráðs frá 28. f.m. varðandi samþykkt Bláfjallanefndar s.d. um framtíðarstefnumótun skíðasvæðanna ásamt drögum að stefnumótun Bláfjalla, Skálafells og Hengilssvæðis, "Fjöllin heilla".

28. Lagt fram bréf skipulagsstjóra frá 27. f.m., sbr. samþykkt skipulags- og umferðarnefndar 26. s.m. um breytingu á deiliskipulagi að Þverási 21. Samþykkt.

29. Lagt fram bréf skrifstofustjóra borgarverfræðings frá 28. f.m. varðandi leigusamning milli landbúnaðarráðherra, f.h. jarðadeildar landbúnaðarráðuneytisins annars vegar og Skógræktarfélags Reykjavíkur hins vegar um hluta jarðanna Mógilsár og Kollafjarðar til uppbyggingar skógræktar og útivistarsvæðis. Samþykkt.

30. Lögð fram umsögn borgarverkfræðings frá 3. þ.m. um ósk íbúa við Eikjuvog um lagfæringu á gangstéttum við götuna. Borgarráð samþykkir umsögnina.

31. Lagt fram bréf byggingarfulltrúa frá 3. þ.m. varðandi fyrirspurn Þyrpingar h f. um hvort leyft verði að breyta skipulagi lóðarinnar að Skaftahlíð 24 og endurbyggja hluta hússins, en byggingarnefnd frestaði afgreiðslu málsins á fundi 29. júní s.l. og samþykkti að vísa beiðni um landafnot til borgarráðs. Borgarráð fellst ekki á erindið.

32. Lagt fram bréf fjármáladeildar frá 29. f.m., þar sem lagt er til að Húsnæðisfélagi SEM verði veittur styrkur til greiðslu 80% álagðs fasteignaskatts og holræsagjalds. Samþykkt.

33. Lagt fram minnisblað fjármálastjóra frá 29. f.m. ásamt skýrslu vinnuhóps um endurskoðun á útreikningi húsaleigu í félagslegu húsnæði borgarinnar.

34. Lagt fram yfirlit borgarverkfræðings, dags. í dag, yfir tilboð sem bárust í Skúlatúnsreit.

35. Fyrsti liður fundargerðarinnar, frestað fyrr á fundinum, samþykktur með 5 samhlj. atkv.

36. Annar liður fundargerðarinnar, frestað fyrr á fundinum, samþykktur með 5 samhlj. atkv.

Fundi slitið kl. 14.00.

Inga Jóna Þórðardóttir Sigrún Magnúsdóttir
Jóna Gróa Sigurðardóttir Steinunn Valdís Óskarsdóttir
Júlíus Vífill Ingvarsson Hrannar Björn Arnarsson
Helgi Pétursson