Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks
Ár 2024, fimmtudaginn 21. nóvember var 83. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi, Tjarnarbúð og hófst kl. 10.05. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Björgvin Björgvinsson, Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir og Hallgrímur Eymundsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Anna Kristín Jensdóttir og Unnur Þöll Benediktsdóttir. Einnig sátu fundinn eftirfarandi embættismenn og starfsfólk: Elísabet Pétursdóttir, Þórdís Linda Guðmundsdóttir og Bragi Bergsson.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.
Þetta gerðist:
Þetta gerðist:
-
Fram fer kynning Velferðarsviðs á vinnu starfshóps um NPA þjónustu, beingreiðslusamninga og sértækt húsnæði fyrir fatlað fólk. MSS24090013
- Kl.10.14 tekur Helga Margrét Marzellíusardóttir sæti á fundinum með rafrænum hætti.
Aðalbjörg Traustadóttir tekur sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer kynning Þroskahjálpar á stafrænu aðgengi.
Anna Lára Steindal og Haraldur Civelek taka sæti á fundinum undir þessum lið.
Fylgigögn
-
Fram fer umræða um fund aðgengis- og samráðsnefndar með mannréttinda- og ofbeldisvarnarráði þann 28. nóvember.
Fylgigögn
Fundi slitið kl.11.27
Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson
Hallgrímur Eymundsson Unnur Þöll Benediktsdóttir
Lilja Sveinsdóttir Helga Margrét Marzellíusardóttir
Anna Kristín Jensdóttir Sigurbjörg H. Sigurgeirsdóttir
PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 21. nóvember 2024