Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks - Fundur nr. 78

Aðgengis- og samráðsnefnd í málefnum fatlaðs fólks

Ár 2024, fimmtudaginn 5. september var 78. fundur aðgengis- og samráðsnefndar í málefnum fatlaðs fólks. Fundurinn var haldinn í Ráðhúsi Reykjavíkur og hófst kl. 10.03. Fundinn sátu: Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir, Lilja Sveinsdóttir, Katarzyna Beata Kubis, Oktavía Hrund Jónsdóttir og Björgvin Björgvinsson. Eftirtaldir fulltrúar tóku sæti á fundinum með rafrænum hætti með vísan til heimildar í 2. málsl. 4. mgr. 44. gr. samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar sbr. 3. mgr. 17. gr. sveitarstjórnarlaga nr. 138/2011 samþykktar um stjórn Reykjavíkurborgar og fundarsköp borgarstjórnar varðandi fjarfundaheimild: Þorkell Sigurlaugsson, Anna Kristín Jensdóttir, Ingólfur Már Magnússon. Eftirtaldir embættismenn og starfsfólk sat einnig fundinn: Þórdís Lind Guðmundsdóttir, Bragi Bergsson og Anna Kristinsdóttir.
Valgerður Jónsdóttir ritaði fundargerð.

Þetta gerðist:

  1. Fram fer kynning Strætó á aðgengi að strætó. MSS24090008

    Jóhannes Rúnar Svavarsson tekur sæti á fundinum undir þessum lið. 

    Fylgigögn

  2. Lögð fram að nýju tillaga aðgengis- og samráðsnefndar um upplýsingagjöf um aðgengi að strætisvögnum og biðstöðvum strætó sbr. 2. lið fundargerðar aðgengis- og samráðsnefndar frá 30. mars 2023. MSS23030208 
    Frestað. 

    Fylgigögn

  3. Lagt fram fundadagatal aðgengis- og samráðsnefndar haust 2024. MSS24050107

    Fylgigögn

  4. Fram fer kynning aðgengisfulltrúa á störfum aðgengisfulltrúa Reykjavíkurborgar. MSS24090014

    Fylgigögn

  5. Fram fer umræða um beingreiðslusamninga vegna NPA og húsnæði fatlaðs fólks. MSS24090013
    Frestað.

    -    11.35 víkur Þórdís Linda Guðmundsdóttir af fundi.

    -    11.45 víkur Anna Kristinsdóttir af fundi.

     

Fundi slitið kl. 11.49

Elísabet Guðrúnar Jónsdóttir Björgvin Björgvinsson

Ingólfur Már Magnússon Lilja Sveinsdóttir

Þorkell Sigurlaugsson Anna Kristín Jensdóttir

Oktavía Hrund Jóns Katarzyna Kubiś

PDF útgáfa fundargerðar
Fundargerð aðgengis- og samráðsnefndar 5. september 2024