Spennandi samgönguvika framundan

Samgöngur

""

Reykjavíkurborg býður upp á spennandi dagskrá á Samgönguviku 201. Nefna má að málþing verður í ráðhúsi Reykavíkur um samgöngusamninga fyrirtækja og samgönguviðurkenning Reykjavíkurborgar tilkynnt. Ráðstefnan Hjólum til framtíðar verður haldin í Hafnarfirði, frítt verður í strætó á bíllausa daginn. Markmið vikunnar er að kynna íbúum í þéttbýli samgöngumáta sem allt í senn eru vistvænir, hagkvæmir og bæta heilsu fólks um leið og þeir hafa jákvæð áhrif á umhverfi og andrúmsloft. 

Samgönguvika er evrópskt átak um bættar samgöngur í borgum og bæjum. Markmið vikunnar er að hvetja fólk til umhugsunar um eigin ferðavenjur og virkja það til að nota almenningssamgöngur, hjóla eða ganga.

Hér er nánari dagskrá:

16. september – Samgönguvika hefst.

18. september – Festa loftlagsráðstefna og Samgönguviðurkenning Reykjavíkur Tjarnarsalur Ráðhúsinu 14:30-16:00.

- Opnum hjólastíginn í Fossvoginum, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog.

- Byrjum að merkja Litaðar lykilleiðir hjólastíga, frá Suðurveri meðfram Kringlumýrarbraut.

21.. september - 18:00 Hjólafærni og Landssamtök hjólreiðamanna bjóða uppá rólega hjólaferð um höfuðborgarsvæðið frá Farfuglaheimilinu í Laugardal. Árni Davíðsson leiðir þátttakendur um áhugaverða staði í þeirri öru þróun sem hefur átt sér stað í reiðhjólamiðuðum lausnum í umferðinni.

22. september – Bíllausi dagurinn – Frítt í Strætó á höfuðborgarsvæðinu. kl. 9:00 leggur hjólalest af stað frá Suðurveri í Hafnarfjörð á hina árlegu hjólaráðstefnu  kl. 9:20. – Hjólum til framtíðar – Ráðstefna haldin í samvinnu við öll sveitarfélögin á Hbsv. og Hjólafærni, haldin í Bæjarbíói í Hafnarfirði í ár. Skráning á www.lhm.is. og hér er dagskráin. kl. 9:05 er hjólastígurinn í Fossvoginum, sem tengir saman Reykjavík og Kópavog, opnaður. Þaðan verður hjólað saman í Hafnarfjörðinn á hina árlegu hjólaráðstefnu Hjólum til framtíðar.

- Heilmerktur SamgönguvikuStrætó.

- #hjóliðmitt – átak í samvinnu við Samtök um bíllausan lífsstíl.

- Broskallar í umferðarljósum í miðbænum.

Tengill

Samgönguvika 2017

Dagskráin 18. september

Í tilefni samgönguviku efna Festa og Reykjavíkurborg til fundar um samgönguáætlanir fyrirtækja og stofnana. 

Samgöngur skapa stóran hluta af losun gróðurhúsalofttegunda fyrirtækja auk þess sem jarðefnaeldsneyti er kostnaðarsamt. Margir vinnustaðir hafa sett sér samgönguáætlanir sem hafa það markmið að koma betra skipulagi á samgöngur, bæði í þær sem tengjast rekstrinum beint og eins samgöngur starfsfólks til og frá vinnu, gjarnan með sérstökum samgöngusamningum við starfsfólk. 



Á þessum samgöngufundi er ætlunin að varpa ljósi á þau tækifæri sem fyrirtæki og stofnanir hafa til að skipuleggja samgöngur sínar betur. Skoðað verður hvað felst í samgönguáætlunum og samgöngusamningum auk þess sem fyrirtæki kynna sínar samgöngustefnur.



Fundurinn verður haldinn í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur.



Dagskrá:

- Inngangur fundarstjóra

Helga Björg Ragnarsdóttir, skrifstofustjóri á skrifstofu borgarstjóra og borgarritara



- Bættar samgöngur og fyrirtækin í borginni 

Þorsteinn R. Hermannsson, samgöngustjóri Reykjavíkurborgar



- Samgöngumál hjá Advania, handhafa samgönguverðlaunanna 2016

Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania á Íslandi



- Samgöngumál hjá Landsspítalanum 

Hulda Steingrímsdóttir, umhverfisstjóri Landsspítalans



- Afhending samgönguverðlauna Reykjavíkurborgar 

Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri



Fundurinn er öllum opinn en einkum sniðinn að fyrirtæjum og stofnunum sem áhuga hafa á bættum samgöngum, fyrirtæki sem skrifað hafa undir loftslagsmarkmið, sem og aðra áhugasama. Þeir sem ætla að mæta eru beðnir um að skrá þátttöku á þessu skráningarformi >https://docs.google.com/forms/d/e/1FAIpQLSd7119us01Om-QMBb6xX3mI9vy07b2BZkCT_xoopR7QhRQwhQ/viewform?usp=sf_link 



Markmið fundar: 

– Kynna hugmyndina á bak við samgönguáætlanir fyrirtækja og samgöngusamninga 

– Sýna raunveruleg dæmi um hvernig fyrirtæki geta sett sér samgönguáætlanir 

– Ræða hvernig samgöngur fyrirtækja á Íslandi geta þróast

Facebook viðburður