No translated content text
Allir eru velkomnir á Krabbaklapp á Ylströndinni í Skerjafirði á morgun, fimmtudaginn 7. ágúst á milli kl. 12 – 13. Tilvalið fyrir alla fjölskylduna að koma og skoða forvitnileg sjávardýr og fræðast um undur hafdjúpanna.
Krabbaklappið er haldið í samstarfi við Fjölskyldu- og húsdýragarðinn.
Í sjónum er lífríki sem er allajafna ekki sýnilegt. Sagt verður frá helstu sjávarlífverum á svæði Ylstrandarinnar og nokkur þeirra höfð til sýnis. Þeir sem vilja geta fengið að klappa kröbbum og handleika sjávarlífverur í sérstökum snertikerjum.
Allir velkomnir.