Börn og unglingar | Reykjavíkurborg

Börn og unglingar

Velferðarsvið Reykjavíkurborgar veitir ýmis konar stuðningsþjónustu þeim fjölskyldum og einstaklingum í Reykjavík sem á þurfa á stuðningi við uppeldi og aðbúnað barna að halda.

Með stuðningsþjónustu er átt við þjónustu á borð við liðsmenn, tilsjónarmenn og persónulega ráðgjafa sem og stuðningsfjölskyldur. Jafnframt félagslegan stuðning, það er stuðning við að rjúfa félagslega einangrun, stuðla að aukinni félagsfærni, aðstoð við að njóta menningar og félagslífs.

Barnavernd Reykjavíkur hefur það að hlutverki að tryggja að reykvísk börn sem búa við óviðunandi aðstæður vegna vanrækslu, vanhæfni eða framferði foreldra fái nauðsynlega aðstoð.  Markmið barnaverndar samkvæmt barnaverndarlögum er einnig að tryggja börnum viðunandi uppeldisskilyrði. Skal það gert með því að styrkja fjölskylduna í uppeldishlutverkinu og beita úrræðum til verndar einstökum börnum þegar það á við.

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

3 + 0 =