Óskað eftir handritum til tveggja bókmenntaverðlauna 2026
Opnað hefur verið fyrir rafræna innsendingu handrita til Barnabókaverðlauna Guðrúnar Helgadóttur og Bókmenntaverðlauna Tómasar Guðmundssonar.
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttir 2026
Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur voru stofnuð árið 2018 til heiðurs Guðrúnu Helgadóttur rithöfundi og er ætlað að styðja við nýsköpun í greininni. Verðlaunin eru veitt árlega fyrir óprentað handrit að barna- eða ungmennabók.
Verðlaunin verða síðan veitt í byrjun september og er verðlaunaféð ein milljón króna.
Opið verður fyrir rafræna innsendingu handrita til 1. mars 2026. Handritum skal skilað á vefsíðu Reykjavíkurborgar Barnabókaverðlaun Guðrúnar Helgadóttur.
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar 2026
Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar eru veitt ár hvert í minningu skáldsins Tómasar Guðmundssonar fyrir óútgefið handrit að ljóðabók.
Verðlaunin verða síðan veitt í októbermánuði og er verðlaunaféð ein milljón króna.
Opið verður fyrir rafræna innsendingu handrita til 1. mars 2026. Handritum skal skilað á vefsíðu Reykjavíkurborgar Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar.