Laugardalslaug - Almennar upplýsingar | Reykjavíkurborg

Laugardalslaug - Almennar upplýsingar

Arkitektar: Einar Sveinsson, Bjarni Konráðsson og Jes Einar Þorsteinsson.

Byggingarár: 1968. Viðbygging 1986.

Saga byggingarinnar: Talið er að sund- og baðferðir hafi verið tíðkaðar frá alda öðli í Laugardalnum. Sagt er frá baðlaug suður af Laugarnesi 1772. Sundkennsla hófst árið 1824, að vísu eingöngu fyrir pilta. Árin 1907 - 1908 lét bæjarstjórn Reykjavíkur hlaða laugarker úr tilhöggnum steini og er það trúlega fyrsta íþróttamannvirkið sem bærinn byggði. Síðan hefur sund verið iðkað í Laugardalnum. Árið 1958 var hafist handa við að byggja Laugardalslaugina rétt sunnan við Sundlaugaveg. Sundlaugin var tekin í notkun 1. júní 1968. Kostnaður við gerð laugarinnar var 73.928.000 kr. Byrjað var á nýrri bað- og búningsaðstöðu árið 1981 við laugina. Viðbyggingin var tekin í notkun 1986. Kostnaður við verkið var 124.200.000 kr. 50 metra innilaug  og pottur voru tekin í notkun 2005. Árið 2007 var gerður nýr pottur við austurenda laugarinnar, potturinn er með sjó sem kemur úr borholu Orkuveitu Reykjavíkur við Laugarnes og er sjórinn hitaður upp í 40° á celsíus áður en hann fer í pottinn. 

Stærð byggingar: 5.002 m2 Rúmmál: 14.610 m3
Fjöldi bílastæða: 210  

Aðallaug

Lengd: 50 m, breidd: 22 m Mesta dýpi: 1,76 m Minnsta dýpi: 0,80 m Hreinsitæki eru 4.
Flatarmál: 1.100 m2 Rúmmál: 1.000 m3 Hitastig: 28°C Fjöldi brauta: 8

Barnalaug

Laugin er nýrnalaga Mesta dýpi: 0,80 m Minnsta dýpi: 0,80 m Hreinsitæki eru 2.
Flatarmál: 400 m2 Rúmmál: 320 m3 Hitastig: 29°C  

Vaðlaug - Diskur

Þvermál: 4,50 m Mesta dýpi: 0,40 m Minnsta dýpi: 0,00 m
Flatarmál: 30 m2 Rúmmál: 3 m3 Hitastig: 32°C

Iðulaug - Steinapottur

Flatarmál: 30 m2 Rúmmál: 17 m3 Hitastig: 39°C

Heitir pottar

Pottur 1 Hitastig: 40°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 2 Hitastig: 38°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 3 Hitastig: 42°C 7,0 m2 - 5,6 m3
Pottur 4 Hitastig: 44°C 7,0 m2 - 5,6 m3

Sjópottur

Flatarmál: 20 m2 Rúmmál: 15 m3 Hitastig: 39°C

Kaldur pottur

Flatarmál: 2 m2 Rúmmál: 2 m3 Hitastig: 6-8°C

Innilaug

Lengd: 50 m, breidd: 25 m

Mesta dýpi: 2 m

Minnsta dýpi: 2 m

Hreinsitæki eru 5.

Flatarmál: 1.125 m2

Rúmmál: 2.500 m3

Hitastig: 28°C

Fjöldi brauta: 10

Innipottur

Flatarmál: 9 m2 Rúmmál: 7 m3 Hitastig: 39°C

Eimbað

Sameiginlegt fyrir karla og konur á útisvæði. 18 fermetrar að stærð.

Leiktæki

Í lauginni er stór vatnsrennibraut. Hæð brautar er 8 m, lengd 84 m. Lítil rennibraut 2 m á hæð er við barnalaug og snákurinn 2 m rennibraut fyrir börn undir 120 cm. "Wipeout" braut er í horni barnalaugarinnar. 8 minigolfbrautir eru við laugina. Úti þrektæki.  Í kjallara eru 2 leikfimisalir samtals 250 m2. Tækjasalur 130 m2. Við laugina eru merktar skokkbrautir 3 og 5 km.

Strandblaksvellir

Tveir strandblaksvellir í fullri stærð voru teknir í notkun í júní 2015.

Útiklefar

Útiklefar eru fyrir bæði kyn við austurenda aðallaugar. Klefarnir eru opnir allt árið og voru þeir teknir í gegn árið 2013.

Aðstaða

Í Laugardalslaug er veitingasala þar sem hægt er að kaupa ýmsar léttar veitingar, snyrtivörur, sundföt og fleira. Veitingasalur er fyrir 90 gesti og fundarsalur.

Forstöðumenn frá upphafi: 

Ragnar Steingrímsson 1968 - 1986
Kristján Ögmundsson 1986 - 2003
Stefán Kjartansson 2003 - 2005
Logi Sigurfinnsson 2005 -.

Aðstoðarforstöðumaður:

Marteinn Kristinsson 1988 - 1999.

Verkefnisstjóri:

Bjarni Kjartansson 1999 - 2005.

Rekstrarstjórar:

Ásgeir Sigurðsson 2005 - 2014.
Bjarni Kjartansson 2005- .

Þarfnast þessi síða lagfæringar?

12 + 5 =