Öryggis- og umgengnisreglur

Sundlaugagestir eru á eigin ábyrgð í mannvirkinu.

Öryggisreglur

  • Börn yngri en 10 ára (miðað við 1. júní árið sem þau verða 10 ára) skulu vera í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri. Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers, nema um sé að ræða foreldri eða forsjáraðila.
  • Börn eru á ábyrgð foreldra/forsjáraðila í sundlauginni og skulu þeir fylgjast vel með börnum sínum.
  • Þvoið ykkur vel án sundfata áður en farið er í laugina. Sundföt skulu vera hrein.
  • Dýfingar eru ekki leyfðar af langhliðum og grynnri enda laugarinnar, né af bökkum barnalaugar.
  • Ósyndir skulu nota viðurkennda armkúta eða sundvesti. Athugið að hringlaga plastkútar eru leikföng en ekki öryggistæki.
  • Öll notkun tóbaks, nikótínpúða, neysla áfengis og annarra vímuefna er bönnuð í mannvirkinu. Fólki undir áhrifum er óheimill aðgangur.
  • Hópar barna skulu vera sérstaklega auðkenndir.
  • Notkun köfunartækja s.s. öndunarpípu og köfunargrímu sem nær yfir öndunarfæri er óheimil nema með sérstöku leyfi. Tæki skal vera vottað.

Umgengnisreglur

  • Notkun myndavéla og síma er stranglega bönnuð í búningsklefum og á laugarsvæði.
  • Sundstaðir bera ekki ábyrgð á skóm eða öðrum eigum sundgesta. Gestum er bent á að nota læsta skápa.
  • Mælst er til þess að börn komin á grunnskólaaldur noti búningaaðstöðu ætluð þeirra kyni. Henti ekki börnum að fara í búningsklefa karla eða kvenna eru sérklefar í boði.
  • Sundlaugagestir skulu fylgja fyrirmælum starfsmanna. Brot á öryggis- eða umgengnisreglum geta leitt til brottrekstrar frá sundstað. 


    Ávallt ber að sýna öðrum gestum og starfsmönnum tillitssemi.

Reglur um börn

  • 1. júní árið sem börn verða 10 ára geta þau farið í sund án fylgdarmanns (að loknum 4. bekk).
  • Börnum yngri en 10 ára er óheimill aðgangur að sundstöðum nema í fylgd með syndum einstaklingi 15 ára eða eldri.
  • Mest mega vera tvö börn í fylgd hvers nema um sé að ræða foreldri/forráðamann (sbr. reglugerð um sund- og baðstaði 1.kafla 14.gr). 
  • Frítt er fyrir börn og ungmenni 0-16 ára.
  • 1. ágúst árið sem ungmenni verða 16 ára er greitt ungmennagjald (að loknum grunnskóla).
  • Börn eru alltaf á ábyrgð foreldra/forráðamann. Ósynd börn skulu vera með armkúta/sundvesti.
  • Miðað er við að börn fari í klefa merkta sínu kyni þann 1. júní það ár sem barnið byrjar í grunnskóla (verður 6 ára). Henti ekki börnum að fara í búningsklefa karla eða kvenna eru sérklefar í boði.
  • Hægt er að óska eftir að starfsmaður fari með barni í gegnum klefann.

Myndbönd um reglur

Sjá myndskeið um símanotkun í sundlaugum Reykjavíkur

Sjá myndskeið um þvott í sundlaugum Reykjavíkur

Sjá myndskeið um eftirlit með börnum í sundlaugum Reykjavíkur