Aðgengi í sundlaugum Reykjavíkur

Upplýsingar um aðkomu, sérklefa, hjólastólaaðgengi, lyftur, aðstöðu við sundlaugar og potta.
Allar laugar
- Sérklefar eru í öllum sundlaugum Reykjavíkur (ATH, gerð sérklefa er í gangi í Klébergslaug)
- Sérklefar eru fyrir öll og þar eru læstir skápar, sturtur, skiptibekkur, salerni og vaskur. Sturtuhjólastólar eru staðsettir í eða við sérklefana.
- Allar sundlaugar hafa hlotið regnbogavottun.
- Göngugrindur eru til staðar í öllum laugum.
Árbæjarlaug
Aðkoma:
Tvö P-merkt bílastæði eru við innganginn, upphækkuð og upphituð. Byggingin er á jarðhæð og engar tröppur eða þröskuldar. Það eru tvær hurðar við aðalinnganginn og er ein þeirra með rafmagnsopnun.
Búningsaðstaða:
Búningsklefar karla og kvenna eru nálægt afgreiðslunni. Sérklefi er við hlið innilaugar. Í öllum búningsklefum er salernisaðstaða með salernisstoðum. Það eru sturtustólar í öllum búningsklefum og í sérklefa er einnig baðbekkur. Aðgengi að búningsklefum, innilaug, útilaug, pottum og gufubaði er hindrunarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Lyfta er við innilaug sem tengist útilauginni. Færanleg lyfta er til staðar í potta. Eimbað úti og infrarauðir klefar í búningsklefum aðgengilegir. Það er stutt í laugina frá öllum búningsklefum. Pottarnir eru að hluta til með uppháum bakka og að hluta til eru þeir jafnir við jörðu.
Breiðholtslaug
Aðkoma:
Sex P-merkt bílastæði. Þrjú fyrir framan aðalinngang. Þrjú við hlið íþróttahúss, upphækkuð og upphituð.
Búningsaðstaða:
Frá afgreiðslu er stutt að búningsklefum. Sérklefi er við hlið afgreiðslu. Aðgengi að búningsklefum, innilaug, útilaug, pottum og gufubaði er hindrunarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Stigar eru ofan í sundlaugina. Handrið eru í kringum heitu pottana og nær það niður með tröppunum ofan í pottinn. Færanleg lyfta sem nýtist í útilaug. Hurð í eimbaði er ekki með rafmagnsopnun.
Dalslaug
Aðkoma:
Tvö P-merkt bílastæði eru við innganginn, upphækkuð og upphituð.
Búningsaðstaða:
Sérklefi er við hlið almennra klefa. Aðgengi að búningsklefum, innilaug, útilaug, pottum og gufubaði er hindurnarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Færanleg lyfta sem nýtist innilaug, útilaug og potta. Hurð í eimbað er þung.
Grafarvogslaug
Aðkoma:
Tvö P-merkt bílastæði eru við innganginn, upphækkuð og upphituð.
Búningsaðstaða:
Sérklefi er við hlið innilaugar. Aðgengi að búningsklefum, innilaug, útilaug, pottum og gufubaði er hindurnarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Lyfta er í innilaug og færanleg lyfta sem nýtist útilaug. Rampur er við hlið útilaugar. Hurð í eimbað er þung.
Laugardalslaug
Aðkoma:
Fimm P-merkt bílastæði fyrir framan aðalinngang, upphækkuð og upphituð.
Búningsaðstaða:
Tveir sérklefar við almenna klefa og tveir klefar við gamla inngang. Aðgengi að búningsklefum, innilaug, útilaug, pottum og gufubaði er hindurnarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Færanleg lyfta við útilaug. Lyfta við sjópott. Aðrir pottar ekki aðgengilegir öllum.
Sundhöll
Aðkoma:
Tvö P-merkt bílastæði fyrir framan aðalinngang, upphækkuð og upphituð. Það er rafmagnsopnun á dyrum.
Búningsaðstaða:
Tveir sérklefar við hlið kvennaklefa. Aðgengi að búningsklefum á útilaugarsvæði er hindrunarlaust. Aðgengi á milli innilaugar og útilaugarsvæðis er með þrepum og með lyftu. Aðgengi að gömlu pottum er með þrepum og því ekki aðgengilegir öllum. Lyfta er á afgreiðslusvæði.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Lyfta í útilaug. Færanleg lyfta við nuddpott úti. Aðrir pottar ekki aðgengilegir öllum. Eimbað úti er aðgengilegt.
Vesturbæjarlaug
Aðkoma:
Tvö P-merkt bílastæði fyrir framan inngang í viðbyggingu.
Búningsaðstaða:
Einn sérklefi í viðbyggingu við hlið útiklefa. Almennir búningsklefar eru með þrepum og því ekki aðgengilegir öllum. Aðgengi að útilaug, pottum og gufuböðum er hindrunarlaust.
Aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Lyfta í barnalaug. Hurð í eimbað er þung.
Klébergslaug
Aðkoma:
Eitt P-merkt bílastæði fyrir framan aðalinngang.
Búningsaðstaða og aðstaða við sundlaug/potta/gufuböð:
Aðgengi að búningsklefum og að laugarsvæði er hindrunarlaust. Engin lyfta.