Til baka á starfasíðu

Klettaskóli aðstoðarskólastjóri

Aðstoðarskólastjóri óskast í Klettaskóla

Fullt starf Klettaskóli 105
Sækja um

Klettaskóli er sérskóli fyrir nemendur á aldrinum 6-16 ára með þroskahömlun og viðbótarfatlanir og þjónar öllu landinu. Eitt af hlutverkum skólans er að veita starfsfólki annarra grunnskóla ráðgjöf og kennslufræðilegan stuðning vegna nemenda sem hafa svipaðar námsþarfir og nemendur í Klettaskóla. Nám í Klettaskóla er einstaklingsmiðað og byggt á forsendum og styrkleikum hvers nemanda. Einkunnarorð skólans eru "Menntun fyrir lífið". Í skólanum starfar samhent stjórnendateymi þar sem lögð er áhersla á gagnkvæmt traust, metnað og framsækni fyrir hönd nemenda og starfsfólks skólans. Aðstoðarskólastjóri er staðgengill skólastjóra.

Helstu verkefni

  • Er faglegur leiðtogi og kemur að vinnu við skólanámskrá, stefnum og starfsáætlun skólans, ásamt mati á skólastarfi í samstarfi við stjórnendateymi og skólasamfélagið.
  • Ber ábyrgð, ásamt öðrum stjórnendum, á rekstri skólans og daglegri starfsemi.
  • Er virkur þátttakandi í þróunar- og nýbreytnistarfi skólans ásamt því að halda utan um ákveðna starfshópa skólans.
  • Heldur utan um starfsmannamál s.s. forföll og leyfisóskir, ráðningaferli og móttöku nýrra starfsmanna í samstarfi við stjórnendateymi.
  • Er í samstarfi við foreldra, fagaðila og þjónustustofnanir.
  • Kemur að innleiðingu nýrra verkefna og nýjunga í skólastarfinu í samvinnu við stjórnendateymi skólans.

Menntunar- og hæfniskröfur

  • Kennsluréttindi og kennslureynsla á grunnskólastigi er skilyrði, leyfisbréf til kennslu (leyfisbréf skal fylgja umsókn)
  • Framhaldsmenntun (MA, M.Ed, MBA eða diplóma að lágmarki) á sviði stjórnunar, uppeldis- og menntunarfræða eða sambærilegra greina er æskileg
  • Reynsla af stjórnun og faglegri forystu á sviði kennslu og þróunar í grunnskólastarfi er skilyrði
  • Reynsla af skólanámskrárvinnu og gerð starfsáætlunar
  • Þekking á teymiskennslu og reynsla af þverfaglegu námi
  • Góð þekking á upplýsingatækni og notkun rafrænna miðla í skólastarfi
  • Metnaður í starfi, sjálfstæði og brennandi áhugi fyrir skólastarfi
  • Lipurð í samskiptum, skipulagsfærni, sveigjanleiki og samstarfshæfni
  • Mjög góð íslenskukunnátta ásamt góðri færni í ensku

Aðrar upplýsingar

Vakin er athygli á stefnu Reykjavíkurborgar um jafnan hlut kynja í störfum og að vinnustaðir endurspegli það margbreytilega samfélag sem borgin er.

Laun eru samkvæmt samningi Samband íslenskra sveitarfélaga og KÍ.

Starfshlutfall 100%

Staðan er laus frá 1. ágúst 2025

Nánari upplýsingar um starfið veitir Arnheiður Helgadóttir í síma 411 7950 og tölvupósti arnheidur.helgadottir@rvkskolar.is

Sækja um