Til baka á starfasíðu

Leikskólastjóri við Dalskóla

Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við Dalskóla.Laus er til umsóknar staða leikskólastjóra við Dalskóla.

Fullt starf Dalskóli - leikskóladeild 113
Sækja um

Dalskóli er samrekinn leik- og grunnskóli ásamt frístundaheimilinu Úlfabyggð. Í skólanum eru um 670 börn á leik- og grunnskólaaldri. Skólinn er staðsettur í Úlfarsárdal og hóf starfsemi haustið 2010.

Áætlað er að aðskilja leik og grunnskólann frá og með 1. ágúst nk. og því er nú auglýst eftir leikskólastjóra til að stýra 180 barna leikskóla í Úlfársárdal.

Í leikskólanum er unnið með reynslumiðað nám í anda Reggio Emilio hugmyndafræðinnar. Það er lögð áhersla á lifandi, skemmtilegt, metnaðarfullt og skapandi leikskólastarf.

Leikskólastjóri þarf að leiða aðskilnað skólastiganna í samstafi við viðkomandi aðila.

Helstu verkefni og ábyrgð

  • Bera ábyrgð á og vinna að faglegri þróun leikskólans og vinna samkvæmt stefnu hans innan rammalaga og reglugerða og í samræmi við aðalnámskrá leikskóla og stefnumótun Reykjavíkurborgar.
  • Standa vörð um farsæld barna.
  • Hlúa að starfsfólki og styðja það til góðra verka.
  • ·Bera ábyrgð á ráðningum, vinnutilhögun og starfsþróun starfsmanna
  • Leiða öflugt stjórnunarteymi og bera ábyrgð á sýn og stefnu skólans i samvinnu við starfsfólk.
  • Tryggja samstarf við ytri hagaðila eins og foreldra og foreldrafélag, félagsmiðstöð, menningarmiðstöð, tónlistarskóla, menningarstofnanir, íþróttafélög ofl. aðila sem deila með okkur ábyrgð á velferð barna.
  • Bera ábyrgð á fjárreiðum og rekstri skólans.

Hæfniskröfur

  • Leyfi til að nota starfsheitið leikskólakennari.
  • Framhaldsnám og reynsla af stjórnun í leik- eða grunnskóla æskileg.
  • Þekking og reynsla af leikskólastigi.
  • Stjórnunar- og leiðtogahæfileikar.
  • Reynsla og áhugi á að starfa með margbrotnu og kraftmiklu samfélagi.
  • Lipurð og færni í samskiptum og sveigjanleiki í starfi.
  • Þekking á rekstri, áætlanagerð og fjármálastjórnun.
  • Faglegur metnaður, sjálfstæði og frumkvæði.
  • Áhugi á að starfa í skapandi og metnaðarfullu umhverfi og leiða skólaþjónustu.
  • Íslenskukunnátta C1 samkvæmt samevrópskum staðli um tungumálakunnáttu.

Jafnframt er gerð krafa um hreint sakavottorð í samræmi við lög sem og reglur Reykjavíkurborgar.

Nánari upplýsingar

Umsókn skal fylgja yfirlit yfir nám og fyrri störf, afrit af leyfisbréfi til að nota starfsheitið leikskólakennari, kynnisbréf og greinargerð um framtíðarsýn umsækjanda á leikskólastarfið, upplýsingar um farsæl verkefni sem umsækjandi hefur leitt, upplýsingar um umsagnaraðila og annað er málið varðar.

Ráðið verður í starfið frá 1.ágúst 2025

Frekari upplýsingar um starfið veitir Hildur L. Jónsdóttir fagstjóri leikskóla í Austurmiðstöð í síma 863 2871 og hildur.lilja.jonsdottir@reykjavik.is

Laun eru samkvæmt samningi Sambands íslenskra sveitarfélaga og viðkomandi stéttarfélags.

Sækja um