Vogaskóli - Umsjónarkennari á yngsta stig
Vogaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stig
Vogaskóli auglýsir eftir umsjónarkennara á yngsta stig. Leitað er eftir metnaðarfullum, sjálfstæðum og drífandi kennara sem er tilbúinn til að sinna kennslu á yngsta stigi.
Vogaskóli er heildstæður grunnskóli með um 390 nemendur og um 80 starfsmenn. Skólinn er staðsettur við Skeiðarvog í Vogahverfinu í Reykjavík. Þar er einnig sérdeild fyrir einhverfa nemendur. Unnið er eftir menntastefnu Reykjavíkur ,,Látum draumana rætast“, uppbyggingarstefnunni og verið er að innleiða aðferðir leiðsagnarnáms. Í skólanum ríkir jákvæður skólabragur sem einkennist af virðingu, samkennd, samvinnu, gleði og ábyrgð.
Helstu verkefni og ábyrgð
- Kennsla og umsjón nemendahóps á yngsta stigi.
- Vinna að þróun skólastarfs í samstarfi við aðra starfsmenn skólans.
- Stuðla að velferð nemenda í samstarfi við fagfólk og foreldra.
Hæfniskröfur
- Leyfi til að nota starfsheitið kennari
- Menntun og hæfni til að kenna flestar greinar á yngsta stigi
- Íslenskukunnátta á stigi B1 samkvæmt evrópska tungumálarammanum Self-assessment Grids (CEFR) - European Language Portfolio (ELP) (coe.int)
- Sveigjanleiki og góð hæfni í samskiptum
- Faglegur metnaður, frumkvæði og sjálfstæði
- Góð almenn tölvukunnátta
Frekari upplýsingar um starfið
Starfið er laust frá og með 1. ágúst 2025. Launakjör eru samkvæmt kjarasamningi KÍ og launanefndar sveitarfélaga. Fólk af öllum kynjum er hvatt til að sækja um.
Nánari upplýsingar um starfið veitir Snædís Valsdóttir, skólastjóri, snaedis.valsdottir@rvkskolar.is sími: 411-7370.
Vogaskóli við Skeiðarvog, 104 Reykjavík