Staða leikskólaumsókna í Völu
Foreldrar geta nú fylgst með stöðu biðlista vegna leikskólaumsókna í Völu í þeim leikskólum sem sótt er um fyrir barnið. Biðlistar ganga mishratt eftir leikskólum og hverfum. Sum hverfi eru með fleiri leikskólapláss en önnur vegna aldurssamsetningar og fjölda barna. Þess vegna er í sumum hverfum hægt að bjóða yngri börnum pláss en í öðrum.
Leiðbeiningar
1.
Skráðu þig inn í Völu
2.
Smelltu á hnappinn "Samantekt"
3.
Á skjánum ætti nú að vera hægt að velja hnappinn "Umsóknir". Við enda línunnar þar sem nafn barnsins kemur fyrir er táknmynd fyrir stækkunargler. Smelltu á táknmyndina með stækkunarglerinu.
4.
Nú ættir þú að fá upp skjámynd með titlinum "Vistunarumsókn".
Þar fyrir neðan kemur upp listi yfir þá leikskóla þar sem barnið er á biðlista. Við hvern leikskóla er númer í sviga sem segir til um hvar barnið er statt á biðlistanum.