Gufunes - Þorp skapandi greina

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Gufunes er eitt áhugaverðasta þróunarsvæði landsins. Þar er unnið að þróun á skapandi þorpi þar sem saman blandast ýmis skapandi starfsemi og ca. 700 íbúðir. Markmiðið er að byggja upp svæði þar sem umhverfisgæði og staðarandi setja rammann fyrir íbúðabyggðina. Kvikmyndaiðnaðurinn blómstrar nú þegar á svæðinu en RVK Studios eru t.a.m. með sínar höfuðstöðvar á svæðinu og hafa byggt upp kvikmyndaver í skemmu sem nýttist áður undir starfsemi Áburðarverksmiðju ríkisins. Kukl sem sérhæfir sig í tækjaleigu til kvikmyndaiðnaðarins og fjöldi annarra kvikmyndatengdra fyrirtækja eru einnig með starfsemi sína í Gufunesi.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

Staða óbreytt. Áfram er unnið að því að finna lausnir og lenda nýju rammaskipulagi eftir að borgarráð samþykkti að ganga til viðræðna um vilyrði við RVK Studios og True North sem hafa áhuga á að stækka starfsemina sína og Vesturport sem einnig óska eftir því að byggja upp sína starfsemi í Gufunesi.

Eldri stöðulýsingar

 
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023

Unnið er að því að finna lausnir og lenda nýju rammaskipulagi eftir að borgarráð samþykkti að ganga til viðræðna um vilyrði við RVK Studios og True North sem hafa áhuga á að stækka starfsemina sína og Vesturport sem einnig óska eftir því að byggja upp sína starfsemi í Gufunesi.

  Janúar 2023   Mikil þróun og uppbygging á sér enn stað í Gufunesi. Íbúafjöldi eykst statt og stöðugt og íbúðabyggð að myndast. Unnið er áfram að rammaskipulagi fyrir áfanga 2. Reykjavíkurborg hefur unnið að framkvæmdum við ytra byrði Gufunesvegar 17. Vinningshafi var fundinn í samkeppni Reinventing Cities og lagði dómnefnd til að hefja ætti viðræður við Þorpið um lóðarvilyrði á grundvelli tillögu þeirra en að teknu tilliti til þeirra ábendinga sem koma fram í niðurstöðu dómnefndar. Unnið var að undirbúningi fyrir markaðskönnun þar sem leita á eftir fyrirtækjum á sviði skapandi greina sem eru áhugasöm um að staðsetja sig í Gufunesi. Hægt hefur gengið með gatnagerð á svæðinu en það stendur til bóta og er útboð á verkinu væntanlegt fyrri hluta árs 2023.
  Júlí 2022 Gufunes er eitt áhugaverðasta þróunarsvæði landsins. Þar er unnið að þróun á skapandi þorpi þar sem saman blandast ýmis skapandi starfsemi og ca. 700 íbúðir. Markmiðið er að byggja upp svæði þar sem umhverfisgæði og staðarandi setja rammann fyrir íbúðabyggðina. Kvikmyndaiðnaðurinn blómstrar nú þegar á svæðinu en RVK Studios eru t.a.m. með sínar höfuðstöðvar á svæðinu og hafa byggt upp kvikmyndaver í skemmu sem nýttist áður undir starfsemi Áburðarverksmiðju ríkisins. Kukl sem sérhæfir sig í tækjaleigu til kvikmyndaiðnaðarins og fjöldi annarra kvikmyndatengdra fyrirtækja eru einnig með starfsemi sína í Gufunesi. 

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).