Haftengd útivist

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Verkefnið felst í að greina og kortleggja svæði sem henta fyrir ýmiskonar haftengda upplifun, hvort sem um er að ræða gufuböð, heit böð, sjósund eða annarskonar upplifun við hafið og útivist víðsvegar við strandlengju Reykjavíkur. Strandlengja Reykjavíkur er dýrmæt eign okkar allra, bætt aðgengi að henni hefur í för með sér meiri möguleika til haftengdrar upplifunar og útivistar sem getur hvatt til aukinnar útiveru borgarbúa og skilað sér í bættri lýðheilsu, líkamlegri og félagslegri.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2023

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar

Aðgerð lokið. Skýrsla með greiningu, hugmyndum og tillögum um haftengda upplifun og útivist í Reykjavik dregur fram að fjölmörg sóknarfæri eru fyrir hendi fyrir haftengda upplifun sem hafa það að markmiði að auka lífsgæði borgarbúa og stuðla að bættri lýðheilsu.

Skýrsla var samþykkt í borgarráði 14. September 2023 með þessum orðum: "Erindi verði beint til stjórnar Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu og svæðisskipulagsnefndar höfuðborgarsvæðisins þar sem hvatt verði til þess að verkefnið verði unnið sameiginlega fyrir höfuðborgarsvæðið undir forystu svæðisskipulagsnefndar. Nefndin setji verkefnið af stað í samvinnu allra sveitarfélaga á svæðinu sem hluta af þeirri áherslu á útivist og útivistarsvæði höfuðborgarsvæðisins sem er liður í sóknaráætlun höfuðborgarsvæðisins. Samhliða verði kortlagðir auknir möguleikar til gönguskíðaiðkunar, innan eða í nálægð við núverandi byggð, s.s. í Heiðmörk og á Hólmsheiði, til viðbótar við þá uppbyggingu í þágu gönguskíðaíþróttarinnar sem er fyrirhuguð í Bláfjöllum. Hvort tveggja ætti að falla vel að skýrri áherslu nefndarinnar og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu um útivist, útivistarmöguleika og sameiginleg græn svæði og útmörk höfuðborgarsvæðisins.“

Skýrslu starfshóps Haftengd upplifun og útivist í Reykjavík má finna hér.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
  Tímasetning Lýsing framvindu
  Júlí 2023 Haldnir voru reglulegir stöðu-,vinnu- og samráðsfundir með starfshópi og hagaðilum. Unnar voru m.a. umhverfisgreiningar og gerlarannsóknir og áhugaverð svæði til haftengdrar upplifunar og útivistar kortlögð. Samráð hefur verið stór hluti verkefnisins, þar sem viðtöl og samtöl við mikilvæga hagaðila voru framkvæmd. Skýrsla starfshóps verður lögð fyrir Borgarráð haust 2023.
  Janúar 2023   Starfshóp hefur verið gefið það verkefni að kortleggja svæðið og skoða sérstaklega ólík rekstrarform, meta hvort tilraunaverkefni eigi við í einhverjum tilfellum og leggja mat á gæði eftir staðsetningum ólíkra verkefna.
  Júlí 2022 Starfshóp hefur verið gefið það verkefni að kortleggja svæðið og skoða sérstaklega ólík rekstrarform, meta hvort tilraunaverkefni eigi við í einhverjum tilfellum og leggja mat á gæði eftir staðsetningum ólíkra verkefna. Starfshóp hefur einnig verið gefið að mynda mögulega tímalínu framkvæmda. Starfshópur skilar vinnu sinni til borgarráðs ekki síðar en 8. desember 2022.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Svið
Haftengd útivist Lokið 2023 Umhverfis- og skipulagssvið
Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum Lokið 2022 Skóla- og frístundasvið
Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti Í vinnslu 2025 Skóla- og frístundasvið
Þróun 6 vikna matseðils Lokið 2022 Skóla- og frístundasvið
Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis Í vinnslu 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið