Vatnsmýri - Vísindaþorp
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
"Vísindaþorpið í Vatnsmýri" eða Reykjavík Science City er samstarfsvettvangur Reykjavíkurborgar, Háskólans í Reykjavík, Háskóla Íslands, Landspítala háskólasjúkrahúss, Vísindagarða Háskóla Íslands og Samtaka sveitarfélaga á höfuðborgarsvæðinu (SSH). Unnið er að því að í Vísindaþorpinu þróist áfram sem þungamiðja þekkingarhagkerfisins á Íslandi þar sem núverandi aðilar, nýjar rannsóknarstofnanir og öflug þekkingarfyrirtæki eiga með sér samstarf og samvinnu og myndi þannig öflugt samfélag sem leiði til aukinnar verðmætasköpunar og fjölgunar starfa.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2025
Stöðulýsing 1. janúar 2023
Reykjavík Science City var með kynningarbás á TechBBQ hátíðinni í Kaupmannahöfn haustið 2022 auk þess sem verkefnið var vel kynnt á Slush 2022. Nýtt kynningarmyndband fór í loftið á árinu og verkefnið var í reglulegri kynningu á samfélagsmiðlum. Blaðamannaferð heppnaðist vel og skilaði jákvæðum umfjöllunum um Reykjavík sem áhugaverðan stað fyrir fyrirtæki, fólk og fjármagn í nýsköpunarhugleiðingum.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2022 |
Markaðsherferð Reykjavik Science City hófst formlega á Slush nýsköpunarhátíðinni í Helsinki í desember 2021. Verkefnið hefur haldið áfram og var mjög áberandi í nýsköpunarvikunni í maí 2022 þar sem hópi blaðamanna var m.a. boðið að koma og kynnast nýsköpunarfyrirtækjum. Haldið var áfram að búa til nýtt kynningarefni og því dreift á samfélagsmiðlum verkefnisins og á miðlum samstarfsaðila. |
Tengdar aðgerðir
Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Markmið í efnahagsmálum
- 1. Ábyrg fjármálastjórnun Fjármálastefna borgarinnar byggir á sjálfbærni, stöðuleika, festu, fyrirsjáanleika og gagnsæi.
- 2. Þétt og blönduð byggð Þéttari, blandaðri byggð með sjálfbærni hverfa að leiðarljósi.
- 3. Ný atvinnutækifæri framtíðar Þróun atvinnutækifæra verður á forsendum þekkingar, nýsköpunar og sjálfbærni til framtíðar.
- 4. Gott umhverfi fyrir atvinnulíf og nýsköpun Góð landnýting, fjölbreytt atvinnulíf og athafnasvæði fyrir allar tegundir fyrirtækja af öllum stærðum.