Auka við upplýsingar um loftgæðamál
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmiðið er að bæta aðgengi almennings að upplýsingum um loftgæði, fjölga mælum og þétta mælanetið. Auk þess er markmiðið að fækka dögum þar sem farið er yfir heilsuverndarmörk vegna mengunar frá umferð.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á fyrri helmingi ársins 2026
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Heilbrigðiseftirlitið fer fyrir því að skoða að bæta við loftgæðamælum og hefur fengist fjármagn til að endurnýja búnað og við þá endurnýjun mun bætast við ein fullbúin mælistöð og eldri stöð mun nýtast til svifryksmælinga. Heilbrigðiseftirlitið hefur í sínum langtímamarkmiðum að fjárfesta enn frekar í fleiri loftgæðafarstöðvum til að þétta mælinetið enn frekar. Auk þess hefur heilbrigðiseftirlitið skoðað fýsileika ódýrari en ónákvæmari mæla sem væri hægt að staðsetja á stöðum undir álagi þar sem viðkvæmir hópar dvelja t.d. við leikskóla, dvalarheimili og íþróttafélög við stofnæðar. Aðgengi að upplýsingum er í raun óbreytt og eru upplýsingar aðgengilegar á vef umhverfisstofnunar á loftgaedi.is Fjöldi daga yfir mörkum sveiflast eitthvað til milli ára en mengunin getur átt mismunandi uppruna og hafa eldgos síðustu ára átt þátt í þessari sveiflu.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Júlí 2025 | Heilbrigðiseftirlitið fer fyrir því að skoða að bæta við loftgæðamælum og hefur fengist fjármagn til að endurnýja búnað og við þá endurnýjun mun bætast við ein fullbúin mælistöð og eldri stöð mun nýtast til svifryksmælinga. Heilbrigðiseftirlitið hefur í sínum langtímamarkmiðum að fjárfesta enn frekar í fleiri loftgæðafarstöðvum til að þétta mælinetið enn frekar. Auk þess hefur heilbrigðiseftirlitið skoðað fýsileika ódýrari en ónákvæmari mæla sem væri hægt að staðsetja á stöðum undir álagi þar sem viðkvæmir hópar dvelja t.d. við leikskóla, dvalarheimili og íþróttafélög við stofnæðar. Aðgengi að upplýsingum er í raun óbreytt og eru upplýsingar aðgengilegar á vef umhverfisstofnunar á loftgaedi.is Fjöldi daga yfir mörkum sveiflast eitthvað til milli ára en mengunin getur átt mismunandi uppruna og hafa eldgos síðustu ára átt þátt í þessari sveiflu. |
Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:
Tengdar aðgerðir
| Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Uppfært | Svið |
|---|---|---|---|---|
| Haftengd útivist | Í vinnslu | 2026 | Júlí 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið Skrifstofa borgarstjóra og borgarritara |
| Auka við upplýsingar um loftgæðamál | Í vinnslu | 2026 | Júlí 2025 | Heilbrigðisteftirlit Reykjavíkur |
| Útboð og innleiðing eldhúsumsjóna-kerfis fyrir velferðarsvið og skóla- og frístundasvið | Í vinnslu | 2025 | Júlí 2025 | Skóla- og frístundasvið Velferðarsvið |
| Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Skóla- og frístundasvið |
| Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti | Lokið | 2025 | Janúar 2024 | Skóla- og frístundasvið |
| Þróun 6 vikna matseðils | Lokið | 2022 | Janúar 2023 | Skóla- og frístundasvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.