Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Boðið verður upp á námskeið og vinnustofu fyrir matráða á skóla- og frístundasviði. Þar fer fram kennsla varðandi öryggi matvæla, matseðlagerð og matreiðslu á grænmetis- og ofnæmisfæði. Einnig er unnið að fræðslu og vinnustofu fyrir matráða þar sem markmiðið er að finna leiðir til að auka samvinnu, hollustu og ánægju matar, framboð á grænmetisréttum og aðrar leiðir til að minnka umhverfisáhrif.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2022

Staða: Lokið

Stöðulýsing 1. janúar 2023

Aðgerð lokið. Námskeið fór fram fyrir starfsfólk mötuneyta haustið 2022 hjá Menntaskólanum í Kópavogi. Þátttaka var með minna móti og er stefnt að því að endurtaka námskeiðin að ári og auglýsa þau enn betur.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).

 

Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2022

Skipulagningu námskeiða og samvinna við Menntaskólann í Kópavogi er við það að ljúka. Fengist hefur vilyrði fyrir styrk frá Sameyki. Undirbúningi og skipulagsvinnu fyrir vinnustofu nánast lokið, áætlað er að vinnustofa fari fram í ágúst eftir sumarfrí en áður en skólahald hefst.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Staða Verklok Svið
Haftengd útivist Lokið 2023 Umhverfis- og skipulagssvið
Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum Lokið 2022 Skóla- og frístundasvið
Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti Í vinnslu 2025 Skóla- og frístundasvið
Þróun 6 vikna matseðils Lokið 2022 Skóla- og frístundasvið
Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis Í vinnslu 2024 Skóla- og frístundasvið
Velferðarsvið