Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis fyrir velferðarsvið og skóla- og frístundasvið
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Markmið er að innleiða sama eldhúsumsjónarkerfi fyrir bæði velferðarsvið og skóla- og frístundasvið til að:
- Minnka matarsóun með betri nýtingu matvæla og einfaldara pöntunarkerfi
- Samræma uppskriftir og innkaup sem gæti stuðlað að auknu úrvali grænmetisrétta í mötuneytum
- Hægt sé að fylgjast með og minnka kolefnisspor máltíða
- Auka möguleika á gæðaeftirliti vegna fæðuframboðs og fæðuráðlegginga
- Bæta upplýsingagjöf til skjólstæðinga varðandi næringarinnihald matvæla, uppruna og ofnæmisvalda
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Stöðulýsing 1. júlí 2025
Eftir að útboðsferli lauk og samningur var kominn á var strax hafist handa við undirbúning.
Búið er að hlaða inn í kerfið næringarupplýsingum úr gagnagrunn hráefna frá ÍSGEM auk Landspítala. En spítalinn er nýlega búinn að innleiða sama kerfi og hefur því verið gott samstarf þar. Vörustjóri Matilda hjá Reykjavíkurborg ásamt starfsfólki framleiðslueldhúss Velferðarsviðs hefur setið regluleg námskeið hjá Matilda, lært á kerfið og aðlagað það eftir þörfum. Mikil vinna hefur farið í að setja hráefni, uppskriftir, matseðla, verðlista birgja, upplýsingar um þjónustuþega og fleiri upplýsingar inn í kerfið. Unnið hefur verið að því að skilgreina aðgangshópa notenda kerfisins og ýmislegt fleira.
Stefnt er að því að framleiðslueldhús VEL hefji formlega notkun á kerfinu haustið 2025 og á sama tíma verði hafin vinna við skráningar á uppskriftum frá grunnskólum.
Eldri stöðulýsingar
| Tímasetning | Lýsing framvindu | |
| Janúar 2024 | Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis hefur verið birt og hafa borist tvö tilboð. Stefnt er því að fara í samningsviðræður vegna þessa og í kjölfarið á vali hefst innleiðing kerfisins. | |
| Júlí 2023 | Vinna við útboð á eldhúsumsjónarkerfi er lokið og stefnt er að því að útboðisferli hefjist haustið 2023 og í kjölfaruð hefjist innleiðing kerfisins. | |
| Janúar 2023 | Vinnu við yfirferð á kröfulýsingum er nánast lokið. Breytingastjóri hefur tekið til starfa í teymi og búið er að skipa vörustjóra kerfis. Áætlað er að útboð verði sent út fyrir haustið 2023. | |
| Júlí 2022 | Vinna hefur þegar farið fram við gerð útboðs undanfarið ár fyrir velferðarsvið. Unnið er að því að yfirfara kröfur, lagfæra og samræma í útboðsskjali. |
Tengdar aðgerðir
| Heiti aðgerðar | Staða | Verklok | Svið |
|---|---|---|---|
| Auka við upplýsingar um loftgæðamál | Í vinnslu | 2025 | HER |
| Haftengd útivist | Í vinnslu | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið |
| Þjálfun matráða í grunnskólum og leikskólum | Lokið | 2022 | Skóla- og frístundasvið |
| Hollustumerkingar á innkaupalista fyrir mötuneyti | Í vinnslu | 2025 | Skóla- og frístundasvið |
| Þróun 6 vikna matseðils | Lokið | 2022 | Skóla- og frístundasvið |
| Útboð vegna eldhúsumsjónakerfis | Í vinnslu | 2024 | Skóla- og frístundasvið Velferðarsvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.