Uppbygging á Austurheiðum

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Útivistarsvæðið Austurheiðar er alls um 930 ha svæði sem nær yfir Austurheiðarnar að mestu, Hólmsheiði, Grafarheiði og Reynisvatnsheiði. Innan svæðisins er Rauðavatn, Reynisvatn og Langavatn að hluta. Verkefnið er í samræmi við samþykkt Aðalskipulag Reykjavíkurborgar og styður við stefnu Reykjavíkurborgar um að efla lýðheilsu og að gera aðgengilegt útivistarsvæði. Verkefnið er byggt á samþykktu rammaskipulagi fyrir Austurheiðar sem samþykkt var af skipulags- og samgönguráði 10. mars 2021. Þá eru Austurheiðar hluti af Græna treflinum sem er samheiti yfir skógræktar- og útivistarsvæði á útmörkum sveitarfélaganna sjö á höfuðborgarsvæðinu.

Markmiðin með gerð rammaskipulags fyrir Austurheiðar eru margþætt og eiga að tryggja samræmingu landnotkunar innan svæðisins til að forðast hagsmunaárekstra milli núverandi og framtíðar landnotkunar á svæðinu. Helstu markmið eru:

- Afmarka og skilgreina svæði eftir nýtingu þeirra.

- Skapa fjölbreytt og aðgengilegt útivistarsvæði fyrir alla aldurshópa og ólíka notendahópa eins og fyrir hestafólk, gönguskíði, fjallahjól, torfæruhjól, göngu, skokk, sveppamó, berjamó, ferðaþjónustu og fisflug.

- Ákvarða og skilgreina legu helstu vegtenginga og göngu-, hjóla og reiðleiða um svæðið.

- Styrkja tengingu byggðar við útivistarsvæði.

- Styrkja samspil og tengingu Austurheiða við aðliggjandi útivistarsvæði.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

2023 var gerður að hluta yfirbyggður áningarstaður með grillaðstöðu við Rauðavatn.  Einnig var komið fyrir tveimur minni áningarstöðum við Rauðavatn sem m.a. nýtast skautafólki og sem útsýnisstaður við vatnið. Lokið var við að setja upp búnað frá áfanganum 2022.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023 Annar áfangi hefur verið í framkvæmd 2023 en í honum felst hönnun og uppbygging á útivistarsvæði við Rauðavatn. Í framkvæmd er leik- og dvalarsvæði við Rauðavatn með aðgengilegri stígatengingu frá bílastæði að dvalarsvæði við vatnið. Út frá því svæði hafa verið unnir nýir stígar um svæðið ásamt skógarskýlum á völdum stöðum. Verklok eru áætluð í lok september 2023.
Janúar 2023   Fyrsti áfangi var unninn 2022 sem fólst í framkvæmdum á útivistarsvæði Austurheiða við Lyngdal og Pardísarskál ásamt lagfæringum á stígum. Annar áfangi verður framkvæmdur 2023 en í honum felst uppbygging á útivistarsvæði við Rauðavatn
Júlí 2022 Fyrsti áfangi framkvæmda til að gera Austurheiðar borgarinnar að betra útivistarsvæði með merktum gönguleiðum og merktum stígum hófst sumarið 2022.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli 2030 Umhverfis- og skipulagssvið
Framkvæmdir í Öskjuhlíð 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Uppbygging á Austurheiðum 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Gróðurinn í borgarlandinu 2030 Umhverfis- og skipulagssvið