Framkvæmdir í Öskjuhlíð

Lýsing á aðgerð og markmið

Aðgerð Græna plansins

Verið er að leggja nýjan fræðslu- og upplifunarstíg skv. vinningstillögu hönnunarsamkeppni frá 2013, sem kallast Perlufestin í Öskjuhlíð. Áhersla er lögð á aðgengi fyrir alla.

 

Framkvæmdatími

Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024

Staða: Í vinnslu

Stöðulýsing 1. janúar 2024

2023 var lagður um 450 m langur lýstur timburstígur í austurhlíð Öskjuhlíðar með áningarstöðum og bekkjum úr íslenskum skógarviði úr Heiðmörk (greni frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur).  Einnig malbikaður tengistígur með snjóbræðslu sunnan frá Perlunni að Perlufestinni (hringstígnum) með tveimur áningastöðum.

Eldri stöðulýsingar

Í töflunni hér fyrir neðan má sjá eldri stöðulýsingar sem veita upplýsingar um framvindu aðgerðarinnar frá upphafi (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Tímasetning Lýsing framvindu
Júlí 2023 Búið að malbika stíg að Perlunni frá Perlufestinni og setja upp ljósastólpa meðfram stígnum. Norður hluti Perlufestar er timburstígur: Grind er komin upp, unnið við að klæða yfirborð og setja upp ljósastólpa. Verklok stíga í desember 2023. Næstu skref í framkvæmdur er steyptur stígur með snjóbræðslu í vesturhlíðum, malarstígar á norður- og suðurhlíðum ásamt lýsingu. Frágangur áningarstaða við alla Perlufestina. Verklok des. 2024.
Janúar 2023   Búið er að móta leiðina, opna leið um skóginn og jarðvegsskipta þar sem þarf. Hluti stígsins verður timburstígur úr íslensku efni sem áætlað er að framkvæmda 2023.
Júlí 2022 Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust sumarið 2022.

 

Tenging aðgerðar við stefnur Reykjavíkurborgar:

 

Svið innan Reykjavíkurborgar:

 

Tengdar aðgerðir

Taflan hér fyrir neðan inniheldur þær aðgerðir sem tengjast þessari aðgerð og hægt er að nálgast frekari upplýsingar með því að smella á "heiti aðgerðar" í töflunni (ef þú ert í síma er betra að snúa símanum á hlið).
Heiti aðgerðar Verklok Svið
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli 2030 Umhverfis- og skipulagssvið
Framkvæmdir í Öskjuhlíð 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Uppbygging á Austurheiðum 2024 Umhverfis- og skipulagssvið
Gróðurinn í borgarlandinu 2030 Umhverfis- og skipulagssvið