Framkvæmdir í Öskjuhlíð
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Verið er að leggja nýjan fræðslu- og upplifunarstíg skv. vinningstillögu hönnunarsamkeppni frá 2013, sem kallast Perlufestin í Öskjuhlíð. Áhersla er lögð á aðgengi fyrir alla.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2024
Staða: Í vinnslu
Stöðulýsing 1. júlí 2024
2024 var unninn lokafrágangur á lýstum timburstíg í austurhlið Öskjuhlíðar og lokafrágangur á tengistíg með snjóbræðslu sunnan frá Perlunni. Sett var jöfnunarlag á stíg í suðurhlíð Öskjuhlíðar sem áður var búið að jarðvegsskipta.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu |
Janúar 2024 | 2023 var lagður um 450 m langur lýstur timburstígur í austurhlíð Öskjuhlíðar með áningarstöðum og bekkjum úr íslenskum skógarviði úr Heiðmörk (greni frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur). Einnig malbikaður tengistígur með snjóbræðslu sunnan frá Perlunni að Perlufestinni (hringstígnum) með tveimur áningastöðum. |
Júlí 2023 | Búið að malbika stíg að Perlunni frá Perlufestinni og setja upp ljósastólpa meðfram stígnum. Norður hluti Perlufestar er timburstígur: Grind er komin upp, unnið við að klæða yfirborð og setja upp ljósastólpa. Verklok stíga í desember 2023. Næstu skref í framkvæmdur er steyptur stígur með snjóbræðslu í vesturhlíðum, malarstígar á norður- og suðurhlíðum ásamt lýsingu. Frágangur áningarstaða við alla Perlufestina. Verklok des. 2024. |
Janúar 2023 | Búið er að móta leiðina, opna leið um skóginn og jarðvegsskipta þar sem þarf. Hluti stígsins verður timburstígur úr íslensku efni sem áætlað er að framkvæmda 2023. |
Júlí 2022 | Framkvæmdir við fyrsta áfanga hófust sumarið 2022. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Vatnaáætlun - aðgerðaáætlun | 2025 | Umhverfis- og skipulagssvið Þjónustu- og nýsköpunarsvið |
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Framkvæmdir í Öskjuhlíð | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Uppbygging á Austurheiðum | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gróðurinn í borgarlandinu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.