Loftslagsskógar í Úlfarsfelli
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Loftslagsskógar eru samstarfsverkefni Reykjavíkurborgar og Skógræktarfélags Reykjavíkur. Með þeim er ætlunin að kolefnisjafna starfsemi ýmissa sviða og stofnana borgarinnar. Um leið verða til nýir útivistarskógar í borgarlandinu sem veita kærkomin tækifæri til útiveru og draga úr roki. Miðað er við að skógurinn muni að lokum þekja um 150 hektara svæði. Skógræktaráætlunin er til 10 ára og unnið á um 15 hektara stóru svæði hvert ár. Meginmarkmið ræktunar á svæðinu er aukin kolefnisbinding og uppbygging útivistarskógar. Til þess eru notaðar fjölbreytilegar tegundir trjáplantna og runna. Þá er einnig unnið að því að stækka og þétta svæði þar sem nú þegar eru ungskógar og gróðursetja í lúpínubreiður.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030
Stöðulýsing 1. janúar 2024
2023 voru gróðursettar 1242 plöntur. Ef teknar eru saman allar gróðursetningar í Úlfarsfelli, þ.á.m. eldri gróðursetninar sem framkvæmdar voru fyrir tilkomu þessa verkefnis, þá nemur það svæði um 75 ha og mætti því segja að gróðursetningarframkvæmdir séu um það bil hálfnaðar. Í verkefninu Loftslagsskógar hafa í heildina verið gróðursettar ríflega 92.000 skógarplöntur.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Í Úlfarsfelli voru gróðursettar 12.842 skógarplöntur á svæði sem nemur alls um 4,5 ha. Líkt og áður var lögð áhersla á að gróðursetja í lúpínubreiður og á landi sem hefur rofna gróðurþekju. Gróðursett hefur verið á sumum stöðum fleira en eitt ár, það kemur til vegna þess að víðast eru gróðursetningar gisnar, notast er við fjölbreytt tegundarval, þá getur verið ákjósanlegt að bæta við gróðursetningar öðrum tegundum til þess að fá sem fjölbreyttastan útivistarskóg. Ef teknar eru saman allar gróðursetningar í Úlfarsfelli, þ.á.m. eldri gróðursetningar sem framkvæmdar voru fyrir tilkomu þessa verkefnis, þá nemur það svæði um 75 ha og má því segja að gróðursetningarframkvæmdir séu um það bil hálfnaðar. Í verkefninu Loftslagsskógar hafa í heildina verið gróðursettar ríflega 92.000 skógarplöntur. | |
Janúar 2023 | Á árinu 2022 voru gróðursettar 45 þúsund plöntur. | |
Júlí 2022 | Það sem af er sumri hafa um 10.000 trjáplöntur verið gróðursettar auk þess sem talsverðu hefur verið dreift af grasfræi, hvítsmára og áburði. Kolefnisbinding um það bil 1.000 tonn. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Framkvæmdir í Öskjuhlíð | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Uppbygging á Austurheiðum | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gróðurinn í borgarlandinu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Byggingarréttur á lóðum í Reykjavík
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.