Gróðurinn í borgarlandinu
Lýsing á aðgerð og markmið
Aðgerð Græna plansins
Reykjavíkurborg vill styrkja hlutverk sitt sem græn borg eins og tekið er fram í Aðalskipulagi borgarinnar. Stefnunni um Græna borg er ætlað að vera aflvaki góðs borgarlífs, stuðla að bættri lýðheilsu borgarbúa og auka græna ásýnd borgarinnar með trjám og öðrum gróðri.
Framkvæmdatími
Áætluð verklok eru á seinni helmingi ársins 2030
Stöðulýsing 1. janúar 2024
2023 voru gerðar úttektir á eldri áföngum Græna netsins og enduskoðun á áherslum og forsögnum m.t.t. niðurstöðu úttekta. Plantað var við Borgarveg og Réttarholtsveg og unnið að hönnun nýrra gróðursvæða vegna Græna netsins sem farið verður í 2024. Trjáplöntur úr Ræktunarstöð 2023 voru 5059 stk. og 795 fjölærar plöntur.
Eldri stöðulýsingar
Tímasetning | Lýsing framvindu | |
Júlí 2023 | Útkoma úr fyrri áfanga 2021-2022 var yfirfarin og hönnunarstefnur fyrir næstu áfanga uppfærð og endurskilgreind m.t.t. útkomu. Ný beð lagfærð úr Græna netinu við Borgarveg og Hallsveg. | |
Janúar 2023 | Á árunum 2020-2022 var fjölbreyttum trjá- og runnagróðri, auk fjölæringa og laukplantna, plantað á 24 svæði í borgarlandinu. Heildarfjöldi trjá- og runnagróðurs var um 2.200 stk. en fjölæringar og laukplöntur um 1.000 stk. Gert er ráð fyrir áframhaldandi útplöntun trjá- og runnagróðurs í verkefninu Græna netið á árinu 2023 en þar verður m.a. byggt á þeirri reynslu sem fyrir liggur eftir úttektir og mat á fyrri áföngum verkefnisins. | |
Júlí 2022 | Ríflega 200 þúsund blóm í öllum regnbogans litum, frá Ræktunarstöð Reykjavíkur prýddu Reykjavík í ár. Götutré eða borgartré eru einnig ræktuð þar. Götutrén eru sérstök að því leyti að þau henta einkar vel í borgarlandinu og byrgja ekki útsýni fyrir hjólandi, akandi og gangandi vegfarendur. Götutré þurfa einnig að þola margs konar áreiti sem fylgir því að vera í þéttbýli. |
Tengdar aðgerðir
Heiti aðgerðar | Verklok | Svið |
---|---|---|
Loftslagsskógar í Úlfarsfelli | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Framkvæmdir í Öskjuhlíð | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Uppbygging á Austurheiðum | 2024 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Gróðurinn í borgarlandinu | 2030 | Umhverfis- og skipulagssvið |
Markmið í umhverfismálum
- 1. Samdráttur í losun gróðurhúsalofttegunda | Græna planið Kolefnishlutlaus borg fyrir árið 2040 og aðlögun að loftlagsbreytingum með vistvænum hætti.
- 2. Aukin kolefnisbinding og efling grænna svæða | Græna planið Aukin ræktun, nýting og samtenging milli grænna svæða.
- 3. Borgin aðlöguð að áhrifum loftlagsbreytinga | Græna planið Vinna gegn loftlagsbreytingum og aðlögun að þeim.
- 4. Bætt aðgengi að heilnæmum útivistarmöguleikum og matvælum | Græna planið Áhersla á lýðheilsusjónarmið og aukinn borgarbúskap.
- 5. Vistvænar samgöngur | Græna planið Fjárfesting í samgönguinnviðum á grænum og fjölbreyttum forsendum.