Lóðir í Vesturbænum til sölu

föstudagur, 10. apríl 2015

Byggingarréttur á fimm lóðum við Mýrargötu og Seljaveg er boðinn til sölu á lóðavef Reykjavíkurborgar.

  • Lóðirnar eru við Mýrargötu og Seljaveg
    Lóðirnar eru við Mýrargötu og Seljaveg
  • Hugmynd arkitekta að útliti húsanna
    Hugmynd arkitekta að útliti húsanna

Á lóðunum er heimilt að reisa allt að 1.440 fermetra sambyggð hús. Deiliskipulag gerir ráð fyrir að reist séu íbúðarhús við Mýrargötu 27 og 29 og Seljaveg 1A og 1B en á hornlóðinni við Mýrargötu 31 er gert ráð fyrir verslun og/eða þjónustu á 1. hæð en íbúðum á efri hæðum.

Reykjavíkurborg leitar eftir kauptilboðum í byggingarréttinn að meðtöldum gatnagerðargjöldum og verður að bjóða í allar lóðirnar. Tilboðsfrestur er til kl. 14.00 þriðjudaginn 28. apríl.

Nánari upplýsingar og útboðsskilmálar eru á lóðavef Reykjavíkurborgar :: skoða lóðir í Vesturbænum