5. Vistvænar samgöngur

Græn borg

Markmið Græna plansins í umhverfis- og loftlagsmálum.

Markmið Reykjavíkurborgar í fjárfestingu í samgönguinnviðum til 2030 er að hún verði á grænum og fjölbreyttum forsendum.

  • Samgöngur í Reykjavík setja gangandi og hjólandi vegfarendur ásamt almenningssamgöngum í forgang og draga um leið úr svifryki, loftmengun og hávaða
  • Umferðaröryggi er megináhersla í allri ákvarðanatöku. Í samræmi við núllsýn borgarinnar er ekki réttlætanlegt að fórna heilsu vegfarenda fyrir aðra hagsmuni samfélagsins, eins og til dæmis minni tafir
  • Almenningssamgöngur eru tíðar og þéttofið net hjóla- og göngustíga tengir borgarhverfin saman
  • Borgarrýmið er aðlaðandi og öruggt fyrir alla með lágum umferðarhraða þar sem fjölda bílastæða er stillt í hóf og þeim komið þannig fyrir að dýrmætt land nýtist vel
  • Uppbygging Borgarlínu og framkvæmd annarra þátta samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins tengir helstu uppbyggingarsvæði borgarinnar saman við aðra hluta svæðisins