Hvernig fer ég í sund?

Velkomin í sundlaugarnar okkar – Leiðbeiningar fyrir sundgesti
Við bjóðum þig hjartanlega velkomin í sundlaugarnar!
Áður en þú nýtur dvalarinnar í laugunum biðjum við þig vinsamlegast um að fylgja nokkrum mikilvægum skrefum. Hreinlæti er mjög mikilvægt í íslenskum sundlaugum til að tryggja hreint og notalegt umhverfi fyrir alla og til að takmarka notkun á klór í vatni.
Skref 1 ---------------->
Komdu með þitt eigið handklæði og sundfatnað. Þú getur einnig leigt handklæði og sundföt í afgreiðslu. Ef þú ætlar að nota sánur þá er sniðugt að taka með sér auka handklæði til að sitja á. Flestir fara í sund berfættir en það er leyfilegt að nota viðeigandi skó einnig (flip-flops). Það þarf ekki að nota sundhettu.
Skref 2 ---------------->
Þú kaupir miða í afgreiðslu. Skoða gjaldskrá sundlauga.
Skref 3 ---------------->
Það þarf að fara úr skóm áður en gengið er inn í búningsklefa. Þú getur geymt þá fyrir framan í hillum eða tekið þá með þér og geymt í læstum skáp í klefanum. Sundlaugin tekur ekki ábyrgð á munum sem glatast.
Skref 4 ---------------->
Við erum með læsta skápa sem þú getur notað. Settu verðmæti þín og föt í skáp (en ekki handklæði, sundföt og það sem þú þarft að nota í sturtu).
Skref 5 ---------------->
Best er að geyma handklæðið þitt í handklæðarakka hjá sturtunum.
Skref 6 ---------------->
Það er skilda að fara í sturtu nakin og þvo sér vel með sápu (við bjóðum upp á sápu). Eftir það er farið í sundfatnað.
Skref 7 ---------------->
Farðu í sund, njóttu vel og takk fyrir að virða íslenskar sundvenjur!