Strandblak

Glæsilegir strandblakvellir eru við Árbæjarlaug og Laugardalslaug sem gestir geta nýtt sér endurgjaldslaust.

Til að nýta sér vellina þarf að bóka tíma.

Nokkrar reglur gilda um vellina

  • Aðgangur að velli greiðist í afgreiðslu eins og um hefðbundna sundferð sé að ræða.
  • Mest má bóka 2 klst. í einu.
  • Nauðsynlegt er að afbóka völl verði hann ekki notaður.
  • Gengið er í gegnum laugarsvæði sunnanvert og í gegnum skóg til að komast að völlunum.
  • Ekki er leyfilegt að ganga á skóm yfir laugarsvæði. Fáið bláar plasthlífar í afgreiðslu til að setja yfir skó ef þarf.
  • Blakarar koma sjálfir með bolta.
  • Að loknum leik skal laga völlinn til með sköfum sem eru staðsettar við vellina.
  • Til að lágmarka sand í sturtum og búningsklefum að leik loknum skulu notendur skola af fótum í vatnshana sem staðsettur er á laugarbakka.